Víkurfréttir - 21.03.2013, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 21. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR6
SAFNAHELGI Á
SUÐURNESJUM
16. - 17. MARS
Dagskrá Reykjanesbæjar
Sjá alla dagskrána á safnahelgi.is
Víkingaheimar, Víkingabraut 1,
opið laugardag og sunnudag kl. 12.00 - 17.00.
Sunnudag kl. 15.00 er kynning á Ásatrúarfélaginu.
Fimm sýningar í húsinu:
1. Víkingaskipið Íslendingur sem sigldi til Ameríku
árið 2000 og ýmsir gripir tengdir siglingunni.
2. Víkingar Norður-Atlantshafsins, sýning um
siglingar og landnám norrænna manna sem unnin
var í samstarfi við Smithsonian stofnunina í
Bandaríkjunum.
3. Landnám á Íslandi, merkar fornleifar af
Suðurnesjum. Á sýningunni má m.a. sjá gripi úr
Hafurbjarnarkumlinu og nýjustu fornleifarannsókn-
inni í Vogi Höfnum.
4. Örlög guðanna, sýning um norræna goðafræði.
Heimsmynd víkinganna er þarna sett fram á
listilegan máta þar sem frásögn, myndlist og tónlist
fléttast saman á nýstárlegan hátt.
5. Söguslóðir á Íslandi, kynning á helstu söguslóðum á
Íslandi í samstarfi við Samtök um sögutengda
ferðaþjónustu.
Duushús, Duusgata 2-8
Opið laugardag og sunnudag 13.00 – 17.00
Sýning á skúlptúrum Hallsteins Sigurðssonar.
Laugardagur kl. 15.00 er formleg opnun á
sýningunni, allir velkomnir.
Bein útsending á risatjaldi af súluvarpinu í Eldey alla
helgina. Rúmlega 100 bátalíkön og munir tengdir
sjávarútvegssögu Íslendinga.
Sýningin Vertíð, þyrping verður að þorpi.
Sunnudagur kl. 14.00 er leiðsögn sýningarstjóra,
allir velkomnir.
Ljósmyndasýning frá Þjóðminjasafni Íslands.
Sunnudagur kl. 15.00-17.00. Myndgreining, íbúar
geta komið með gamlar ljósmyndir og fengið
ráðleggingar um skráningu.
Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57,
Opið laugardag: 10.00 - 16.00.
Karls Smára Hreinssonar verða sýndar í glerskáp.
Bókasafnið skreytt risafiskum og vakin athygli á
fiskum í bókum og bókum um fiska.
Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun.
Opið sunnudag kl. 12.30 - 15.30.
Sýningin rekur sögu orkunnar frá Miklahvelli að
virkjun jarðhita á Íslandi. Sjá powerplantearth.is.
Skessan í hellinum.
opið laugardag og sunnudag kl. 10.00 – 17.00. Skessa
Herdísar Egilsdóttur býður gestum og gangandi að
heimsækja sig í hellinn. Sjá skessan.is.
Rokkheimur Rúnars Júlíussonar
Skólavegi 12, opið laugardag og
sunnudag 14:00 – 17:00. Sjá runarjul.is.
ATVINNA
AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI
HEIÐARSKÓLA Í REYKJANESBÆ
Staða aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla er laus til
umsóknar. Leitað er að einstaklingi með góða færni í
mannlegum samskiptum og sem sýnt hefur mikinn
metnað í störfum sínum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að:
Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Sækja skal um starfið á vef
Reykjanebæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðko andi í starfið.
Upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri,
í síma 420-4500 / 894-4502 eða á netfangið
soley.h.thorhallsdottir@heidarskoli.is
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heiðarskóli hefur á að skipa afar hæfu starfsfólki sem hefur
metnað til góðra verka í skólamálum og hefur það komið
skólanum í fremstu röð grunnskóla landsins.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna á
heimasíðu hans www.heidarskóli.is
ERLINGSKVÖLD
Okkar árlega Erlingskvöld verður haldið
í Bíósal Duushúsa 21. mars kl. 20:00.
Allir velkomnir á dagskrána,
sem styrkt er af Menningarráði Suðurnesja.
�
Garðvangur verður 20 rýma hjúkr unarheimili sam-
kvæmt fyrirliggjandi drögum
að samkomulagi milli sveitar-
félaganna Garðs, Reykjanesbæjar,
Sandgerðisbæjar og Sveitarfélags-
ins Voga um uppbyggingu hjúkr-
unarheimila á starfssvæði Dvalar-
heimilis aldraðra á Suðurnesjum.
Drögin voru kynnt í bæjarráði
Sveitarfélagsins Garðs fyrir helgi.
Í dag eru 38 íbúar á Garðvangi, 5
tvíbýli eru þar og 28 einbýli.
Í drögum að samkomulaginu koma
m.a. fram eftirfarandi áherslur í
náinni framtíð:
Unnið verði að því að fjölga
hjúkrunarrýmum á starfssvæði
DS þannig að aldraðir sem þurfa á
hjúkrunarheimili að halda fái notið
þeirrar þjónustu sem þeir þarfnast.
Sveitarfélögin standi sameiginlega
að erindi til Velferðarráðuneytisins
um 20 hjúkrunarrými til viðbótar
þeim 60 sem heimiluð hafa verið
á Nesvöllum, enda þjóni Nesvellir
íbúum svæðisins alls.
Garðvangur verði rekinn áfram sem
20 rýma hjúkrunarheimili. Staðið
verði sameiginlega að umsókn um
fjármagn úr Framkvæmdasjóði
aldraðra til endurbóta á Garðvangi.
Hlévangur verði seldur og sölu-
andvirðið lagt í endurbætur á
Garðvangi.
Samkvæmt svæðisskipulagi Suður-
nesja verði horft til þess að í sam-
ræmi við stækkandi samfélög verði
í framtíðinni hjúkrunarrými í
öllum bæjarfélögunum.
Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem
standa að DS komi að samningum
við væntanlega rekstraraðila hjúkr-
unarheimilanna að Garðvangi og
Nesvöllum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða
efni samkomulagsins og leggur
jafnframt áherslu á að samkomu-
lagið verði lagt fyrir bæjarstjórnir
sveitarfélaganna til staðfestingar.
Samþykkt var samhljóða í bæjarráði
Garðs að fela bæjarstjóra umboð til
að fylgja málinu eftir og ganga frá
samkomulaginu, sem verði síðan
lagt fram til staðfestingar í bæjar-
stjórn.
Garður
Verður Garðvangur 20
rýma hjúkrunarheimili?
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) efna til borgarafundar fimmtudaginn 21. mars kl.
20:00 í Stapanum, Reykjanesbæ, undir yfirskrift-
inni „Fast er sótt á Suðurnesjamenn“. Umræðuefni
fundarins er slæm fjárhagsstaða heimila á Suður-
nesjum, en þar eru nauðungarsölur hlutfallslega
flestar á landinu.
Framsögumenn eru:
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík
Oddný Harðardóttir, þingmaður í Suðurkjördæmi
Ólafur Garðarsson, formaður HH.
Að framsögum loknum taka við pallborðsumræður
þar sem fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í
alþingiskosningum hefur verið boðið til þátttöku.
Borgarafundur í Stapanum í kvöld