Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.10.2013, Side 6

Víkurfréttir - 10.10.2013, Side 6
fimmtudagurinn 10. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 Tómataframleiðsla í Grindavík? Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur gerði bæjar- stjórinn Róbert Ragnarsson grein fyrir stöðu viðræðna við h o l l e n s k a n aðila sem hefur áhuga á að reisa 15 ha gróðurhús til tómatafram- leiðslu á reit i5 skv. aðalskipu- l ag i Grind a- v í k u r b æ j a r 2010-2030. Vinna við deiliskipulagstillögugerð er að hefjast og er fyrirhugað að halda kynningarfund fyrir íbúa þann 16. október næstkomandi. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna tillögu að viljayfirlýsingu við fé- lagið um framgang verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð. Á móti auknum þjónustugjöldum Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 1. október lögðu bæjarfulltrúar S a m f y l k - ingar fram bókun þar sem mót- mælt var h æ k k u n þjónustu- gjalda í Reykjanesbæ. Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi Sam- fylkingar lagði fram eftirfarandi bókun. „Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru á móti því að auka álögur á íbúa Reykjanesbæjar með því að hækka þjónustugjöld eins og t.d. leikskólagjöld, gjald fyrir skólamál- tíðir, tónlistarskóla og frístunda- skóla um allt að 5% árið 2014 eins og sjálfstæðismenn leggja til.“ Friðjón sagði að rekstrarárin 2013 og 2014 njóti Reykjanesbær um 3-400 milljón króna afsláttar af leigugreiðslum bæjarins sem muni hækka aftur í milljarð árið 2015. „Við viljum nýta þetta tímabundna svigrúm í rekstri bæjarins m.a. til þess að hlífa íbúum Reykjanes- bæjar við gjaldskrárhækkunum sem hafa verið töluverðar undan- farin ár.“ Til máls tóku einnig Árni Sigfússon og Kristinn Þ. Jakobsson. Fundargerð var samþykkt með 11 atkvæðum gegn engu. Sunnudag 13. október kl. 14 verður listamannaspjall með Gunnhildi Þórðardóttur þar sem hún segir frá sýningu sinni Áframhald í Listasafni Reykja- nesbæjar. Á sýningunni eru ný verk öll unnin á þessu ári en titill sýningarinnar vísar í áframhald- andi þróun á verkum Gunnhildar og til þeirra efna sem verkin eru gerð úr. Á sýningunni eru tvíð og þrívíð verk sem ýmist eru unnin úr fundnum hlutum eða tilfallandi efni og afskurði eins og timbri, bárujárni og textíl enda sjálfbærni ofarlega í huga hennar. Gunnhildur sækir innblástur til bernskuáranna í Keflavík, hluti tengda sjómennsku, náttúru og mannvirkja á Reykjanesinu. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jó- hannsdóttir myndlistarmaður. Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listahá- skólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars Minn- ingar í kössum í Flóru á Akureyri sl. vor auk þess að taka þátt í sam- sýningu í Listasafni Íslands í maí sl. Þá tók hún þátt í myndbands- gjörningi í Tate Britain á síðasta ári sem stjórnað var af Tracly Mo- berly myndlistarmanni. Sýningin stendur til 27. október en safnið er opið virka daga kl. 12.00-17.00 og um helgar kl. 13.00-17.00. Að venju er aðgangur ókeypis. 30 Áframhald listamannaspjall - 13. október kl. 14 Lögreglustjórinn á Suður-nesjum, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir fundaði ásamt Skúla Jónssyni aðstoðaryfirlögreglu- þjóni með bæjarráði í Vogum þar sem kynnt var nýtt fyrirkomulag hverfislöggæslu í sveitarfélaginu. Sigríður kynnti jafnframt til leiks Sigurð Bergmann aðalvarðstjóra, sem nú hefur tekið við umsjón með hverfislöggæslunni í Vogum og Grindavík. Sigurður er enginn ný- græðingur í lögreglunni, en hann hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1982. Hlutverk hverfislögreglumanns felst ekki síst í því að þekkja starfssvæði sitt vel og mynda góð tengsl við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins. Þar má nefna barnaverndarnefndir, forvarnarnefndir, félagsþjónustu, umhverfis- og skipulagssvið, skóla, fyrirtæki og ýmiss félagasamtök. Hverfislögreglumaður tekur jafn- framt virkan þátt í starfsemi for- varnarteymis sveitarfélagsins. Hverfislöggæslan í Vogum efld

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.