Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 24.07.2008, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 5 Eigandi plötusafnsins, sem innihélt verk eftir marga af uppáhalds tónlistarmönnum Guðmundar s.s. Uriah Hepp og Deep Purple, fór þá með safnið út í garð ásamt vini sínum þar sem vínilplöturnar voru notaðar sem leirdúfur. Þeim var kastað á loft og þær skotnar með haglabyssu. Eig- andinn taldi ekki ástæðu til að eiga þetta „drasl“, til hvers að hirða þetta þegar geisladiskar voru komnir til að vera? Þetta virtist vekja upp skelfingu hjá Guðmundi og svarar hann ekki í nokkrar sekúndur. Loksins svarar hann með hryllingstón: „Það er ekki í lagi með suma.“ Vinnur að gagna- banka um tónlist Guðmundur er að vinna að því að koma öllum upplýs- ingum um plöturnar sínar á stafrænt form en síðustu miss- eri hefur hann skráð niður nöfn á listamönnum, plötum og lögum og sett þær á heima- síðu sína, www.123.is/hammond. Gagnabankinn er stórmerki- legur fyrir þær sakir að þetta eru oft einu upplýsingarnar sem finnast á Internetinu um lítt þekktari hljómsveitir Ís- lands í gegnum tíðina. Hann skráir einnig sögu hljómsveit- arinnar ef hún finnst og býður hann öllum þeim sem hafa einhverjar upplýsingar að senda sér línu svo hann geti bætt því við. „Ég er ekki nálægt því bú- inn en það er þó nokkuð mikið komið inn. Ég hef tekið eftir því að fólk rekst á síðuna mína með því að leita á Google, en oft er ekkert annað sem kemur upp. Einnig kemur fyrir að tónlistarmenn sjálfir hafi sam- band við mig til að bæta við upplýsingum eða leiðrétta, það er auðvitað vel þegið og bara gaman að því,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist alls ekki vera að fara að slaka á í tón- listarkaupum og áhuga. Því getur verið erfitt að áætla hvað safnið verður stórt eftir því sem tíminn líður. Eitt er þó á hreinu, tónlistarmenn sem troða upp í bænum mega eiga von á því að sjá ljósu lokkana í fremstu röð um ókomin ár. – nonni@bb.is Í kringum 1980 var hljóm- sveitin Bjartsýnismenn stofnuð. Í hljómsveitinni voru Óli Pétur Jakobsson, Guðmundur Heiðar Guð- mundsson, Sigurður Snorri Jónsson, Helgi Jóhann Hilmarsson og Einar Ársæll Hrafnsson. Menn þurfa ekki lengur að láta sér nægja skötuveislu einu sinni á ári. Mikil ánægja með skötu- veislu Lions og Tjöruhússins Gleðin skein úr andlitum gesta Tjöruhússins í hinni árlegu skötuveislu Lions- klúbbsins á Ísafirði. Með skötuveislunni fagna Lions- menn Þorláksmessu að sumri. Veislan er orðin einn líflegasti viðburður sumarsins hjá Tjöruhúsinu en allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Skötuveislan heppnaðist ljómandi vel í ár að sögn Kára Jóhannssonar sem skipulagði veisluna í samstarfi við Magnús Hauksson, vert í Tjöruhúsinu. „Fólk lét mjög vel af sköt- unni enda erum við með vana menn í eldamennskunni. Hérna voru um 100 manns í hádeginu líkt og síðustu ár. Föstu kúnnarnir mæta alltaf en einnig var nokkuð um ný andlit. Það komu hingað nokkrir erlendir ferðamenn og átu skötu. Þeim fannst bragðið sérstakt, svo vægt sé til orða tekið. Við skulum bara segja að þeir fengu sér ekki ábót“, segir Kári. Það sama var ekki að segja um nokkra íslenska skötuunnendur sem að sögn Kára þurfti að bera í burtu eftir þriðja skammt. Það er ekki furða þar sem kokkarnir í ár, líkt og síðast, eru á heimsmælikvarða þegar kem- ur að skötusuðu. Við pottinn standa Halldór Hermannsson, skötumeistari, og tengdasonur hans og skötulærlingur, Magnús Hauksson. – nonni@bb.is Um hundrað manns mættu í Tjöruhúsið í hádeginu til að gæða sér á skötu. Þjálfarinn fékk rautt spjald Sameinað knattspyrnulið Ísafjarðar og Bolungarvíkur gerði 1-1 jafntefli við lið Þróttar frá Vogum á Vatnsleysuströnd á laugardag. Mikil barátta einkenndi leikinn sem og spjaldagleði dómarans í garð Djúpsmanna, en alls fóru sex spjöld í loft í átt að leikmönnum Bí/Bolungarvíkur. Fátt mark- vert gerðist í fyrri hálfleik en það dró til tíðinda á 64. mínútu þegar Þróttarar komust yfir. Svo virtist vera sem upp úr ætlaði að sjóða á næstu mínútum en BÍ/Bolungarvík fengu að líta fjögur spjöld á sex mínútna tímabili, þar á meðal var eitt rautt þegar þjálfari BÍ/Bol- ungarvíkur, Slobodan Milisic, fékk rauða spjaldið og var sendur upp í stúku af dómara leiksins. Djúpsmenn voru þó ekki hættir og neituðu að gefast upp þá á móti blés og náðu að jafna leikin með marki frá Dimitar Madzunarov þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Þar við sat og úrslit leiksins 1-1 jafntefli. Þrátt fyrir jafnteflið situr BÍ/ Bolungarvík ennþá í toppsæti B-riðils 3. deildar Íslandsmóts- ins í knattspyrnu með 20 stig að 9 umferðum loknum. Hamrarnir/Vinir sækja fast á hæla þeirra með 19 stig eftir 9 leiki en BÍ/Bolungarvík er með mikið betri markatölu, 15 mörk í plús en Harmarnir/Vinir með 4 mörk í plús. Næsti leikur BÍ/Bolungar- víkur verður á Torfnesvelli á laugardag þar sem þeir etja kappi við lið Knattspyrnufélags Garðarbæjar sem situr um miðjan riðil. Leikurinn hefst klukkan 14.00. – nonni@bb.is BÍ/Bolungarvík situr enn í toppsæti riðilsins eftir jafntefli helgarinnar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.