Bæjarins besta - 24.07.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 200814
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Alls svöruðu 388.
Já sögðu 263 eða 68%
Nei sögðu 125 eða 32%
Spurning vikunnar
Hendir þú mat?
Systkinin Brynjólfur Örn, Sigurður Óli og Margrét Rún æfa öll glímu en þau eru á nítjánda, fjórtánda og tólfta ári.
Glíman hefur allt sem
góð íþrótt þarf að hafa
Systkinin Brynjólfur Örn,
Sigurður Óli og Margrét Rún
æfa öll glímu en þau eru á
nítjánda, fjórtánda og tólfta
ári. Í maí voru haldin sam-
dægurs þrjú glímumót á norð-
anverðum Vestfjörðum þar
sem systkinin komu, sáu og
sigruðu. Brynjólfur sigraði í
keppninni um Vestfirðinga-
beltið en hún var endurvakin
fyrir tveimur árum eftir 73 ára
hlé. Hann hlaut þar með
sæmdarheitið glímukóngur
Vestfjarða. Yngri systkini
hans sigruðu í sínum flokkum
á Þrastarmótinu.
Nú er Brynjólfur að undir-
búa sig fyrir heimsmeistara-
mót í glímu sem fer fram í
Danmörku í ágúst. Fjölskylda
hans ætlar að fylgja honum
eftir enda hefur glímubakter-
ían svo sannarlega lagt sitt
mark á hana.
– Hvað eruð þið búin að
æfa lengi?
„Ég er búinn að æfa í fjögur
ár eða frá enda níunda bekkjar.
Þá ákvað ég bara að slá til og
lenti strax í öðru sæti á móti.
Margrét hefur æft í tvö ár og
Óli frá því í desember. Þetta
smitar út frá sér. Ég byrjaði
bara til að prófa og svo byrjaði
Margrét að æfa en Óli var
alltaf í körfuboltanum og hafði
engan áhuga á að prófa glímu.
Svo fékk ég hann til að prófa
í desember og hann varð annar
á móti. Hann ætti þremur vik-
um seinna í körfuboltanum
og byrjaði alveg í glímunni,
segir Brynjólfur.
Systkinin hafa ekki langt
að sækja glímuna því móður-
langafi þeirra, Magnús Har-
aldsson, frá Bolungarvík var
glímukappi en hann glímdi
fram á sjötugt.
– Hvað er það sem heillar
ykkur systkinin við glímuna?
„Þetta er svo frábrugðið öll-
um öðrum íþróttum. Maður
verður mikið yfirvegaðri og
nær betri stjórn á sjálfum
manni og skapinu. Glíman
nýtist á svo marga vegu, hún
styrkir mann og eykur snerpu
og kennir manni sjálfsvörn.
Hún hefur allt sem íþrótt þarf
að hafa“, segir Brynjólfur.
– Þú vannst Vestfjarðabelt-
ið og hlaust sæmdarheitið
glímukóngur Vestfjarða.
„Eiginlega var það bara
óvart. Ég hafði verið að vinna
alla nóttina sem dyravörður í
Edinborgarhúsinu og vaknaði
rétt fyrir kl. 10 þegar skráning-
in var að byrja. Ég brunaði
yfir á Suðureyri og bjóst svo
sem ekki við neinum árangri.
Ætlaði bara að vera með til að
vera með. Ég ætlaði að reyna
að vinna fegurðarverðlaunin.
Ég lagði Steinar og Daníel og
gerði jafnglímu við Stíg. Hann
gerði jafnglímu við mig og
Daníel og lagði Steinar. Hann
var því með tvo vinninga en
ég tvo og hálfan og því sigraði
ég. Og ég fékk einnig fegurð-
arverðlaunin“, segir Brynjólf-
ur.
– Margrét og Óli sigruðu í
sínum flokkum á Þrastarmót-
inu sem fór fram samdægurs
og keppt var um Vestfjarða-
beltið.
„Ég var í flokki stúlkna 11-
12 ára og var ákveðin í að
vinna. Alveg frá því að ég
vissi hvenær mótið yrði haldið
var ég ákveðin í að vinna. Ég
held að það hafi hjálpað mér
mjög mikið“, segir Margrét.
„Ég var í flokki drengja 13-
14 ára. Ég var svakalega glað-
ur með sigurinn.Ég fékk tvær
jafnglímur en vann hinar glím-
urnar mínar og fór því í úr-
slitaglímu við strák sem ég
þekki. Við kunnum á hvorn
annan en ég var nú ekkert svo
lengi með hann samt“, segir
Óli.
Vélmanna-
dans í fyrstu
– Glíman hefur vakið mikla
athygli á Vestfjörðum. Til að
mynda hefur aldursflokkur
Óla verið að glíma fyrir ferða-
menn af skemmtiferðaskipum
og kynna íþróttina.
„Hörður er þriðja stærsta
glímufélagið á landinu. HSK
eru stærstir og svo kemur
Reyðarfjörður og svo við. Þá
er talið með bæði fullorðnir
og börn en hjá stóru félögun-
um vantar öflugra starf fyrir
börn og unglinga. Við erum
með mjög gott starf fyrir yngri
kynslóðina en það mætti samt
vera fleiri stelpur að æfa hjá
okkur“, segir Brynjólfur.
„Já við erum bara þrjár. Oft-
ast æfum við með strákunum
en stundum æfum við bara
þrjár saman“, segir Margrét.
„Það æfir þær kannski bara
meira að æfa með strákunum
því þeir taka fjölbreyttari
brögð sem ekki eru vanalega
kennd í stelpnaflokkunum.
Eins er það jákvætt fyrir strák-
ana því stelpurnar glíma á
mikið mýkri hátt, en þeir eru
svo stórir og stífir og því læra
þeir að mýkja sig upp þegar
þeir glíma á móti stelpunum.
Eins og þegar við byrjuðum
fyrst fyrir fjórum árum þá var
þetta bara eins og vélmenna-
dans og stál í stál.
Hörður er líka eina íþrótta-
félagið á norðanverðum Vest-
fjörðum sem er með fleiri en
eina íþrótt. Við erum með box,
tæ kvon dó, glímu og hand-
bolta. Svo höfum við aðstöðu
til að bjóða upp á æfingar í
Þrír kassavanir kettlingar fást
gefins. Uppl. í síma 456 3372.
Gisting í miðbæ Reykjavíkur.
Verð 5.000. Uppl. í síma 895
0497.
Íbúð til leigu. 3ja herbergja íbúð
til leigu í Holtahverfi. Uppl. í
síma 891 7997 eftir kl 16.
Til sölu tengdamömmubox.
Lítið notað Mont Blanc RBX
3200 ferðabox til sölu á krónur
15.000,-. Stærð L134 x B94 x
H45, 310l. Uppl. í síma 895 7130
Íbúð í Stórholti 11 til leigu, 3ja
herbergja. Laus frá og með 1.
ágúst. Uppl. í síma 898 9794.
Hef til sölu 2 nýjar útidyra-
hurðir. Vinstri opnun, góður
afsláttur. Uppl. í síma 456 3470
eða 862 3470.
Íbúð í Kópavogi. Til leigu er 3ja
herbergja íbúð í Kópavogi. Um
er að ræða nýlega 101 fm. íbúð,
leigutími er eitt ár frá og með 1.
september n.k. Möguleiki er á
að leigja húsgögn með íbúð-
inni. Eingöngu reyklausir aðilar
koma til greina. Uppl. í síma
456 5363 og 844 3143.
Til sölu sófasett, 3 + 2 + 1, á
krónur 20 þúsund. Einnig er til
sölu nýlegt rimla-barnarúm
með dýnu, verð 7 þúsund.
Nánari upplýsingar hjá Mörthu
í síma 696 5874.
Einbýlishús á 2 hæðum að
Hjallavegi 16, Suðureyri 430,
144,4 fm úr steinsteypu. 5
herbergi. Uppl. í síma 440 0982.
Til sölu Honda CB1300 2007.
Ef þú ert á annað borð fyrir
Mótorhjól þá gæti þér líkað við
þetta, Frábært til að ferðast á.
Alvöru Mótorhjól hlífalaust,
eins og þau voru gerð milli 80
og 90, nema núna 1300cc, með
alvöru bremsum, og beinni
innspýtingu. Ekið 9000 km, þó
nokkuð af aukahlutum, Micron
slipon, belly faring, crass
protector, speglar, handföng,
Hugger með áfastri keðjuhlíf,
K&N, loftsía, Light Faring. Verð
aðeins 1.190 þ.kr. Uppl í síma
6150445 eða 8632314. Halldór.
Til sölu barnarimlarúm, vel með
farið. Uppl. í síma 892 4372.
Til leigu er 3ja-4ra herb íbúð í
Bolungarvík. Uppl. í síma 691
3115.
Til sölu er Hrannargata 3,
Ísafirði. 142,5 fermetra einbýlis-
hús á tveimur hæðum, fjögur
svefnherbergi, skjólríkur pallur
við húsið. Uppl. í síma 861 7860,
Rósamunda.
Farandsalinn kom víðar við en á Vestfjörðum
Farandsalinn sem handtekinn var á Ísafirði á dögunum virðist hafa komið við víðar en á
Vestfjörðum. Að því er frá er greint á visir.is segir kona á Blönduósi að á dögunum hafi maður
bankað upp á hjá sér og boðið til sölu málverk sem hann var með í poka. Málverkunum svipar til
þeirra sem gerð voru upptæk þegar farandsalinn var handtekinn á Ísafirði. Maðurinn virtist ekki
tala ensku en rétti konunni þess í stað miða. Á miðanum hafði verið skrifað á íslensku að málverk
farandsalans væru til sölu en kona sagðist ekki hafa áhuga. „Hann hristi þá bara hausinn og virtist
nokkuð fúll. Því næst gekk hann í burtu,“ segir konan við Vísi.
Það er
ódýrara að
vera
áskrifandi
að Bæjarins
besta