Bæjarins besta - 24.07.2008, Page 9
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 9
„En það næsta sem yrði gert hvað varðar skipulagsbreytingar, og væri raunar
það eina rétta, væri að skilgreina félagið sem starfsgreinafélag, þannig að það
yrði deildaskipt eftir starfsgreinum. – – – Skipulagið yrði einfaldlega betra að því
leytinu til, að þá yrðu t.d. allir sjómenn á svæði félagsins í einni sjómannadeild
og allt verslunar- og skrifstofufólk í einni deild. Það yrði miklu sterkari heild.“
Verk-Vest
Verk-Vest tók til starfa 1. janúar 2002 með samein-
ingu sex verkalýðsfélaga á Vestfjörðum. Þau voru
Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði, Verkalýðs- og
sjómannafélag Álftfirðinga í Súðavík, Verkalýðsfélag
Hólmavíkur, Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri,
Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri og Verkalýðsfé-
lagið Vörn á Bíldudal. Formlegur stofnfundur félags-
ins var haldinn í Alþýðuhúsinu á Ísafirði 21. september
2002 og höfðu þá þrjú félög til viðbótar slegist í hóp-
inn, Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, Sveinafélag bygg-
ingamanna á Ísafirði og Verslunarmannafélag Ísa-
fjarðar. Á árinu 2003 bættust enn við þrjú félög,
Verkalýðs- og sjómannafélag Tálknafjarðar, Verka-
lýðs- og sjómannafélag Kaldrananeshrepps á Drangs-
nesi og Verkalýðs- og sjómannafélagið Grettir á Reyk-
hólum. Í ársbyrjun 2004 gekk Verkalýðs- og sjó-
mannafélagið Súgandi á Suðureyri til liðs við Verk-
Vest og síðan Sjómannafélag Ísfirðinga í ársbyrjun
2005. Starfssvæði félagsins nær þannig til allra Vest-
fjarða að Bolungarvík og Hrútafirði undanskildum. Í
Bolungarvík eru þó verslunar- og skrifstofumenn í
Verk-Vest.
svæði félagsins í einni sjó-
mannadeild og allt verslunar-
og skrifstofufólk í einni deild.
Það yrði miklu sterkari heild.
Félögin voru sameinuð í
hinu nýja Verkalýðsfélagi
Vestfirðinga til að við yrðum
sterkari saman og í beinu
framhaldi af því yrðu starfs-
greinarnar hver fyrir sig sterk-
ari innan félagsins ef það verð-
ur deildaskipt með þessum
hætti. Þetta tel ég að ætti að
vera næsta skrefið í þróun fé-
lagsins. Þetta var viðrað á síð-
asta aðalfundi og engum mót-
mælum hreyft. Helst að Pétri
Sigurðssyni finnist þetta kann-
ski nokkuð geyst farið, en mér
finnst það ekki. Það eru komin
sex ár síðan við stofnuðum
þetta félag og ekki fyrirsjáan-
legt að það stækki á næstunni
hvað félagssvæðið varðar
þannig að þetta er eðlileg þró-
un.“
Horfurnar í
atvinnulífinu
– Nú hefur þú væntanlega
betri yfirsýn en flestir aðrir
yfir atvinnulíf á Vestfjörðum.
Hvernig líst þér á framtíðina?
„Ég skal nú ekki segja að
ég hafi betri yfirsýn en aðrir.
Vissulega erum við í tengslum
við fólk á öllu svæðinu, stjórn-
armenn koma alls staðar að
og auk þess heyrum við í
trúnaðarmönnum á hverjum
stað. Þegar á heildina er litið,
þá hefur ýmislegt braggast
betur en reiknað var með. En
auðvitað horfum við alltaf á
okkar grunngerð í atvinnulíf-
inu, sem er því miður frekar
fátækleg. Ég vil ekki vera með
neinar hrakspár, en hætt er
við að það sem útgerðarmenn
hér á svæðinu hafa verið að
tala um eigi eftir að koma í
bakið á okkur. Þeir áttu fyrn-
ingar í fyrra, sem þeir gátu
dreift yfir á núverandi fisk-
veiðiár, en jafnvel hjá svo
stöndugu fyrirtæki eins og
Odda á Patreksfirði sjá menn
fram á meiri lokun en venju-
lega yfir sumarmánuðina, sem
kom mér aðeins á óvart.
Reyndar leystist nú töluvert
vel úr því vandamáli sem var
í uppsiglingu hjá Vísi á Þing-
eyri, sem við héldum ásamt
öðrum mjög vel utan um. Ým-
is atriði urðu til þess að vinnslu
þar var haldið áfram og Vísis-
menn segja að þeir muni halda
áfram ótrauðir í haust.
Hins vegar er maður alltaf
svolítið smeykur þegar fyrir-
tæki eru ekki með heimilis-
festi á Vestfjörðum. Þá erum
við alltaf undir hælnum á því
hvort menn vilji draga saman
starfsemina og flytja hana á
sínar heimaslóðir. Rekstrar-
einingin á Þingeyri hefur hins
vegar alveg verið að bera sig
og það er gott ef svo verður
áfram.
Horfur í rækjuiðnaðinum
virðast núna mun betri en ver-
ið hefur. Rækjan virðist á ný
vera í veiðanlegu magni í út-
hafinu og jafnframt eru vís-
bendingar um að hún sé að
taka við sér bæði í Arnarfirð-
inum og hér í Djúpi og Jökul-
fjörðum. Ef við lítum á þessa
grein og jafnframt á fiskveið-
arnar almennt, þá er þetta ekki
eins slæmt og útlit var fyrir,
en mætti vissulega vera trygg-
ara.
Ef við lítum á byggingar-
iðnaðinn, þá bitnar það auð-
vitað á þeim geira þegar dregst
saman hjá fólki. En hér eru
ágætlega stöndug fyrirtæki í
byggingariðnaði sem hafa
verið að gera það gott, og ég
heyri það á smiðum á svæð-
inu, bæði mönnum sem starfa
einir og öðrum sem eru með