Bæjarins besta - 24.07.2008, Side 13
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 13
tælensku og serbó-króatísku,
þá náið þið að dekka mjög
stóran hóp innflytjenda?
„Já, með þessu náum við til
stórs hóps innflytjenda. Hjá
okkur verða allar upplýsingar
til á öllum þessum tungumál-
um þegar fram í sækir. Hluti
þessara upplýsinga er ennþá í
þýðingu. Tælenski hluti síð-
unnar er til að myndi ekki
komin langt eins og er, en á
hinum tungumálunum hafa
upplýsingarnar verið að koma
jafnt og þétt inn.“
Upplýsingar
um upplýsingar
– Svo er boðið upp á þrjú
ólík símanúmer þar sem svar-
að er á pólsku, tælensku eða
serbó-króatísku.
„Þrír starfmenn okkar sjá
um að svara í þá upplýsinga-
síma. Mér skilst að fólk hafi
talsvert verið að nota þessa
síma.“
– En er innflytjendum bent
á þessa síðu ykkar og upplýs-
ingasíma þegar þeir koma inn
í landið?
„Það er einmitt eitt af því
sem verið er að vinna í, upp-
lýsingar um upplýsingar. Þetta
er alltaf í skoðun. Við þurfum
alltaf að bæta okkur í því, það
Ari Klængur Jónsson er
verkefnisstjóri upplýsinga-
miðlunar Fjölmenningarset-
urs. Hann kom til starfa fyrir
um hálfu ári og segir að hingað
til hafi 90% vinnunnar snúist
um gerð nýrrar heimasíðu set-
ursins. Vefurinn var opnaður
við hátíðlega athöfn á dögun-
um, en þrátt fyrir það er hann
enn í vinnslu. Heimasíðan er
á fimm tungumálum, ef maður
telur íslenskuna með.
Bæjarins besta sló á þráðinn
til Ara til að forvitnast um
síðuna.
Ná að dekka
mjög stóran hóp
– Hefur upplýsingaflæði til
innflytjenda verið ónógt? Er
þetta vandamál?
„Það hefur verið einhver
skortur á upplýsingum, sér-
staklega nýjum upplýsingum.
Það er nýbúið að breyta lög-
unum og það þarf að koma
því til skila til þeirra sem málið
varðar. Það veitir ekkert af
því að hafa allar upplýsingar
á sama stað, og það hefur vant-
að.“
– Og með því að hafa
heimasíðuna á fjórum erlend-
um tungumálum; ensku, pólsku,
hefur verið kannski vandamál
að kynna nægilega vel fyrir
fólki hvar það getur fengið
þessar upplýsingar.“
– En væri ekki hægt að út-
deila einhvers konar kynning-
arpakka á þeim stöðum þar
sem fólk sækir um atvinnu-
og dvalarleyfi?
„Það myndi bara ekki gagn-
ast öllum. EES-ríkisborgarar
þurfa náttúrlega ekki atvinnu-
leyfi og eftir 1. ágúst þurfa
þeir ekki dvalarleyfi heldur.
Þá spyr maður sig: Á maður
að hafa eitthvað bréfsefni í
boði á flugstöðinni eða hvað.
Þetta er dálítil pæling og við
þurfum að halda áfram að
hugsa þetta.“
Aftarlega á merinni
– En hvernig finnst þér við
Íslendingar hafa verið að
standa okkur í upplýsingagjöf
til innflytjenda í samanburði
við aðrar þjóðir?
„Ég held því miður að við
höfum ekki verið framarlega,
langt í frá. En ef þessi síða
gengur upp eins og hún á að
gera, ætti hún að vera stórt
stökk fram á við. Í framkvæm-
daáætlun þingsins sem var
samþykkt núna í vor, fékk
Fjölmenningarsetur mjög stórt
hlutverk og á að sjá um þennan
upplýsingapakka. Þannig að
þetta er allt á réttri leið.
Í sjálfu sér er ekkert skrítið
að við séum aftarlega á mer-
inni, innflytjendamálaflokk-
urinn er einfaldlega það ungur
hérna miðað við á hinum
Norðurlöndunum. Þess vegna
er ekkert óeðlilegt að við séum
komin skemur en nágrannar
okkar. Bara fyrir 10-15 árum
var hlutfall erlendra ríkisborg-
ara á Íslandi eitthvað um 2%,
en í janúar á þessu ári var það
komið upp í 6,8%.“
– Þannig að það má segja
að með Fjölmenningarsetrinu
sé verið að vinna í þessum
málum akkúrat á réttu augna-
bliki?
„Jú, og við mættum ekki
vera seinna á ferðinni að mínu
mati.“
Kerfið getur
verið flókið
– Ykkar hlutverk hlýtur að
einhverju leyti að vera að
koma innflytjendum í sam-
band við einhvern sem getur
hjálpað þeim, t.d. lögfræðing
eða verkalýðsfélag ef fólk á í
vinnudeilu?
„Jú, bæði það að hjálpa
þeim áfram og svo hreinlega
að hjálpa þeim að komast í
gegnum kerfið sem getur ver-
ið afskaplega flókið. Eins og
til dæmis með dvalarleyfi fyrir
börn fólks sem eru í sumum
tilfellum að koma seinna til
landsins. Það getur verið mjög
flókið, sérstaklega fyrir þá
sem koma utan EES-svæðis-
ins.
En þú getur ímyndað þér
hvernig það er að koma í nýtt
land sem er gífurlega frá-
brugðið þínu heimalandi. Það
eru allskyns leyfi sem þú þarft
að hafa og þú þekkir ekkert
inn á stjórnsýsluna. Sjálfur
myndi ég ábyggilega eiga í
erfiðleikum með að fóta mig í
fjarlægu og framandi landi.“
Gagnast öllum
– En vefsíðan getur nú líka
verið afskaplega fróðleg lesn-
ing fyrir Íslendinga. Þarna eru
alls konar upplýsingar, eins
og til að mynda trúarbragða-
dagatal þar sem fram koma
allir helstu hátíðardagar ólíkra
menningarheima.
„Það var einmitt unnið með
félagsmálaráðuneytinu, Al-
þjóðahúsinu og fleirum, og er
mjög sniðugt. En svo er annar
hluti síðunnar sem við erum
að vinna í núna, eins konar
sveitarfélagagátt, og hún mun
koma til með að nýtast Íslend-
ingum ekki síður en öðrum.
Þar getur maður smellt á
ákveðið sveitarfélag og fengið
upplýsingar um hreinlega allt,
ökukennara, skóla, læknis-
þjónustu og í rauninni hvað
sem er.
Það er komin beinagrind að
þessu, en við erum að vinna
þetta með sveitarfélögunum
og ennþá vantar töluvert af
upplýsingum þarna inn. Hún
verður þannig upplýsinga-
gjöfin að mynd af staðnum
með götukorti fylgir með og
þar getur maður klikkað á
staðsetningar ákveðinna stofn-
anna og þá birtast allar upplýs-
inga um þá stofnun. Eins og
gefur að skilja er þetta gríðar-
lega mikil vinna, því þarna
verða upplýsingar um öll
sveitarfélög landsins, á fimm
tungumálum.
Þannig að síðan verður í
stanslausri þróun og er ekki
tilbúin þó hún hafi verið form-
lega opnuð um daginn. Gamla
síðan var úr sér gengin og
þess vegna ákváðum við að
opna hina nýju þó hún væri
ekki alveg klár. En þetta kem-
ur allt saman.
– halfdan@bb.is
Allar upplýsingar á sama stað