Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Síða 7

Bæjarins besta - 25.09.2008, Síða 7
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 7 Aldrei hefur veiðst eins mikið af laxi í Langadalsá í Djúpi og núna í sumar. Veiðitímanum lauk eftir hádegi á sunnudag og voru þá komnir á land 369 laxar og 17 bleikjur, að sögn Kristjáns Steindórssonar á Kirkjubóli í Langadal, en til samanburðar veiddust 233 laxar í ánni í fyrra. Gríð- arlegir vatnavextir hafa verið í ánni að undanförnu. „Ég hef trú á því að veiðin hefði komist í 400 laxa ef veðrið og vatnavextirnir hefðu ekki verið svona. Raunar finnst mér merkilegt að síðasta þriggja daga hollið sem endaði í gær fékk níu laxa, meirihlutann af því smá- laxa. Það voru tvö holl á undan sem fengu ekkert“, segir Kristján. Nú þegar stangveiði í Langa- dalsá er lokið er eftir að draga á og taka fisk vegna eldis. „Þeir voru að reyna í morgun en ég held að þeir hafi gefist upp. Það er búið að vera svo svakalegt vatn í ánni að það er ekkert venjulegt. Ég hef aldrei vitað svona nema þá í jaka- burði á vetrum. Það hefur grafist svo mikið frá brúnni hérna fram frá að það er ekki fært yfir hana. Það var haft aðeins lægra hérna megin við brúna svo að vatnið kæmist þar yfir ef brúin sjálf tæki það ekki. Núna hefur grafist svo mik- ið frá brúnni að það eru tveir metrar upp á hana. Flaum- urinn hreinsaði þetta allt saman í burtu en það er allt í lagi með brúna sjálfa. Núna er heldur farið að sjatna í ánni. Þetta var mest aðfaranótt fimmtudagsins þegar veðrið var verst“, seg- ir Kristján Steindórsson. Metveiði í Langadalsá Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða vegna deilu eigenda jarðanna Kleifa og Borgar í Skötufirði um landamerki milli jarðanna á svæði sem nefnt er Eyjar. Héraðsdómur Vestfjarða úr- skurðaði fyrir tæpu ári að hluti svæðisins kæmi í hlut eigenda Kleifa en hinn hlutinn væri í eigu eigenda Borgar. Í dómsorði segir að skilyrði hefðarlaga um huglæga af- stöðu þess sem hefðarland á grundvelli laganna þurfi að vera fullnægt með þeim hætti að sá sem á hefðarland má ekki búa yfir þeirri vitneskju að annar aðili geri sambæri- legt tilkall til sama svæðis. Gögn málsins þóttu veita óræka vísbendingu um að frá fornu fari hafi verið óljóst með eignarhald á Eyjunum. Málinu var vísað til Hæstaréttar sem kvað upp á dögunum að dóm- ur héraðsdóms skyldi vera óraskaður. „Landamerki jarðanna Kleifa og Borgar í Skötufirði skulu vera þessi: Að austanverðu ræður Kleifárós merkjum frá sjó og fram að Borgará, en þaðan ræður Borgará merkj- um alla leið fram að Mjódd“, segir í dómnum. Staðfestir dóm Hér- aðsdóms Vestfjarða Atvinnuátakssamningi sagt upp af báðum aðilum Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur sagt upp atvinnuátaks- samningi við ráðgjafafyrir- tækið Alsýn á Ísafirði frá og með fimmtudeginum 18. sept- ember. Á bæjarstjórnarfundi var greint frá því að niðurstaða endurskoðunar atvinnumála- nefndar á samningnum var sú að nefndin lagði til uppsögn á honum Niðurstaða atvinnu- málanefndar er sú að markmið um fjölgun starfa hafi ekki gengið eftir. Þrátt fyrir við- ræður um breytingu á samn- ingnum hafi borið of mikið á milli aðila til að samningar gætu náðst. Uppsögn samn- ingsins var samþykkt af hálfu bæjarstjórnar með fimm at- kvæðum gegn fjórum. Forsaga málsins er sú að í nóvember í fyrra gerði Ísa- fjarðarbær samning við Alsýn um að fyrirtækið stjórnaði at- vinnuátaki í Ísafjarðarbæ. Verkefnið gekk út á að halda námskeið um stofnun fyrir- tækja og rekstur og gera það aðgengilegra að stofna fyrir- tæki og afla hlutafjár. Mark- miðið var að skapa 50 ný störf á tveimur árum. Þegar níu mánuðir voru liðnir af samn- ingstímanum núna þann 17. ágúst fór í gang endurskoð- unarferli á vegum atvinnu- málanefndar. Í frétt sem birtist á bb.is sagðist Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, vera afar óánægður með framkvæmdina á samn- ingnum. Þá vekur það athygli að sama dag ákvað stjórn Alsýnar að segja upp samningnum. „Við kærum okkur ekkert um að vinna samkvæmt þessum samningi á meðan vinnubrögð bæjaryfirvalda eru eins og þau eru í dag. Treysti bæjaryfir- völd sér til að vinna að verk- efninu á faglegan hátt, af ein- hug og af sönnum vilja þá erum við tilbúin til áframhald- andi viðræðna, þar sem við erum jú búin að leggja mikla orku í verkefnið nú þegar“, segir Einar Á. Hrafnsson, stjórnarformaður Alsýnar. Tónar í gler Dagnýjar Dagný ásamt börnum sínum fyrir framan eitt verka hennar. Dagný Þrastardóttir, gler- listamaður á Ísafirði, opnaði listasýninguna „Tónar og gler“ í Bryggjusal Edinborg- arhússins á Ísafirði á föstu- dag. Sýningin er sjöunda einkasýning Dagnýjar en hún hefur einnig sýnt á stærri sýningum með öðrum listamönnum. „Ég hef unnið glerlist síðan 1996 en að þessari sýningu hef ég unnið síðan í apríl. Það var alltaf stefnan að opna hana á 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar og ekki skemmdi fyrir að afmælisdaginn minn bar upp á opnunardegi sýn- ingarinnar,“ segir Dagný. Á sýningunni notaðist Dagný við lög vestfirska tónlistar- manna. „Verkin eru þannig upp- byggð að ég nota nótur úr vestfirskum lögum og geri glerlist úr þeim t.d. lög eins og „Vals fyrir Ásgeir“ eftir Villa Valla, „Húsið og ég“ eftir Helga Björns og „Á sprengisandi“ eftir Sigvalda Kaldalóns og fjölmörg önn- ur lög. Mig langar að gera aðra sýningu með svipað „konsept“ í framtíðinni, ég get ekki haldið áfram með þessa sýningu því verkin eru uppseld,“ segir Dagný. Fjölmargir gestir virtu sýninguna fyrir sér. Gunnlaugur Jónasson þurfti ekki sýningarskrá til að sjá hvaða tónsmíðar voru á verkum Dagnýjar. Honum nægði að syngja nóturnar á verkunum til að finna út hvaða lag þau höfðu að geyma. Meðal aukning ferðamanna á Vestfjörðum hefur verið um 8% á ári undanfarin fimm ár en á milli áranna 2006 og 2007 varð 13,7% aukning. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu ferðamála á Vestfjörðum sem Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða hefur tekið saman. Mesta aukningin er á erlend- um ferðamönnum og er bilið milli innlendra og erlendra ferðamanna stöðugt að minnka og ef tekið er mið af þróuninni undanfarin ár þá verða erlend- ir ferðamenn á Vestfjörðum orðnir í meirihluta árið 2010. Þá kemur einnig fram að á milli áranna 2006 og 2007 voru það einungis 3 landsvæði sem juku markaðhlutdeild sína í gistinóttum en það voru höfuðborgarsvæðið, Vestur- land og Vestfirðir. Þrátt fyrir þessa aukningu var markaðs- hlutdeild Vestfjarða einungis 3%. Skýrslan er unnin upp úr tölum frá Hagstofu Ísland og gefur skýra mynd af þróuninni undanfarin ár. Í skýrslunni er farið yfir þróunina á landinu öllu, Vestfirðir skoðaðir í heildina og bornir saman við þróunina á landsvísu og svo er hvert svæði fyrir sig á Vest- fjörðum skoðað ítarlega. Ferðamönnum fjölg- ar á Vestfjörðum Hrafnseyri er einn þeirra staða sem dregur ferðamenn til Vestfjarða.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.