Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 11
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 11
Vestfjarðaskýrslunni fylgt eftir
Svanlaug Guðnadóttir formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar sóttu fund fjárlaganefndar Alþingis 10. september síðastliðinn þar sem hins svokallaða
Vestfjarðaskýrsla var rædd, en skýrslan gengur út á að fá 85 störf til Vestfjarða á næstu þremur
árum. Fram kemur í bréfi Halldórs til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að viðtökur nefndarinnar hafi verið
góðar. „Á fundinum kom fram að fjárlaganefnd Alþingis mun óska eftir upplýsingum frá forsætis-
ráðuneytinu um stöðu mála og hvort ekki hefur verið gengið þannig frá fjárlagaerindum ráðuneyta að
tillögur Vestfjarðarskýrslunnar séu þar með,“ segir Halldór í bréfi sínu til bæjarráðs.
Vilja samræma veiðar á ref og mink
Búnaðarsamband Vestfjarða skorar á sveitarstjórnir á Vestfjörðum að
samræma veiðar á mink og ref. Sambandið tekur undir tillögur þess eðlis
sem Fjórðungssamband Vestfirðinga gaf frá sér árið 2007 og segir að
stórauka þurfi fjármagn í verkefnið svo árangur náist. Bæjarráð Ísafjarð-
arbæjar tók erindið fyrir og bendir á að 53. Fjórðungsþing Vestfirðinga
sem haldið var á Reykhólum fyrir stuttu hafi falið stjórn FV að útfæra
hugsanlega yfirfærslu málaflokksins til Fjórðungssambandsins .
Ísfirðingar opnuðu heimili sín og buðu upp á tónlistarflutning.
Margrét Geirsdóttir og Baldur Geirmundsson
tóku lagið á heimili Margrétar ásamt börnum
húsmóðurinnar og barnabarni.
Önundur Pálsson, Samúel Einarsson, Stefán Baldurs-
son, Magnús Reynir Guðmundsson, Vilberg Vilbergs-
son og Ólafur Kristjánsson tóku lagið í Hamraborg.Tónlistarbærinn bar nafn
með rentu á laugardag
Ísfirðingar opnuðu
heimili sín fyrir gestum og
gangandi á laugardag
þegar tónlistardagurinn
mikli var haldinn. Að sögn
Önnu Sigríðar Ólafsdóttur
skipuleggjenda dagsins
tókst uppátækið mjög vel.
Yfir 20 heimili opnuðu
dyrnar fyrir gestum sem
vildu hlýða á tónlistaratr-
iði af ýmsum toga. Á einu
heimilinu voru gestirnir
taldir og vel á annað
hundrað manns komu til
að hlýða á tónlistarflutn-
ing fjölskyldunnar.
Flytjendur voru á öllum
aldri og sýndu hæfni sína á
ýmis hljóðfæri auk radd-
bandanna. Segja má að
tónlistarbærinn Ísafjörður
hafi borið nafn með rentu
á laugardag en hátt hlut-
fall bæjarbúa hefur sótt
nám þau 60 ár sem Tón-
listarskólinn hefur verið
við lýði. – thelma@bb.is
Systurnar Anna Áslaug og Sigríður Ragnarsdætur
tóku lagið á heimili þeirrar síðarnefndu.
Þar var fjölmennt eins og víðar um bæinn.
Harmonikkan hljómaði í húsi einu við Tangagötu.
Mikið fjör var á mörgum heimilum. Og tónlistarmennirnir voru á öllum aldri.
Tónlistarmennirnir léku á ýmis hljóðfæri.