Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 25.09.2008, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 200812 Forstöðumaður Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum Starfshópur um starfsendurhæfingu á Vest- fjörðum auglýsir hér með eftir forstöðumanni Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum með að- setur á Ísafirði. Um er að ræða nýja starfsemi í samræmi við stefnu stjórnvalda um starfsend- urhæfingu í heimabyggð. Hlutverk nýrrar stofnunar er: · að annast skipulag endurhæfingar ein- staklinga með skerta starfsgetu á Vestfjörð- um. · að annast samningagerð um heilbrigðis-, félags- og menntunarúrræði o.fl. við þar tilbæra aðila. · að bjóða upp á nám, endurhæfingu og starfsþjálfunarúrræði. · að hafa eftirlit með gæðum og árangri úr- ræða. · að annast samskipti við einstaklinga, stofn- anir, stjórnvöld og félagasamtök. · að annast fjármálalega umsýslu stofnunar. Menntunar- og hæfniskröfur: · Háskólapróf sem nýtist í starfi. · Reynsla af rekstri, stjórnun og samninga- gerð. · Frumkvæði í starfi ásamt leiðtoga- og sam- skiptahæfileikum. · Reynsla og þekking af málefnum mennta- og/eða heilbrigðiskerfis æskileg. Leitað er að jákvæðum og framtakssömum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Í boði er fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf við stjórnun og stefnumótun í skemmtilegu um- hverfi á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar veitir Arnheiður Jónsdóttir í síma 456 1337 eða 863 0961. Umsóknir skulu sendar á Verkalýðs- félag Vestfirðinga, Pólgötu 2, 400 Ísafirði merkt- ar „Starfsendurhæfing“ fyrir 1. október nk.* *Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum og aug- lýsa að nýju ef ekki finnst einstaklingu sem hentar starfsem- inni. Í BB 14. ágúst s.l. var skrif- að um upphaf hrefnuveiða við Ísland. Þar segir m.a.: „Heimir Tryggvason skipstjóri á Ísa- firði hefur sett upp sögufræga hrefnubyssu í garðinum hjá sér. Þetta er byssa með mikla sögu. Hrefnu-Gestur í Súða- vík átti hana fyrst en hann var einn af upphafsmönnum hrefnu- veiða á Íslandi.“ Báturinn sem Gestur notaði við hrefnuveið- ar hét Einar, áður Dagstjarnan, smíðaður á Ísafirði 1939. Ekki verður hjá því komist að víkja nánar að þessari sögu- skoðun um upphaf hrefnu- veiða Íslendinga. Þorlákur Hinrik Guðmundsson var fæddur í Eyrardal í Álftafirði 7. desember 1877. Hann var settur í fóstur á fyrsta ári að Saurum í Álftafirði og átti þar heima til æviloka. Á uppvaxt- arárum Þorláks voru Norð- menn með hvalveiðstöð á Langeyri við Álfafjörð. Heima- menn höfðu góðar atvinnu- tekjur af þeirri atvinnustarf- semi og var Þorlákur þar á meðal. Hann lagði sig eftir því að ná tökum á norsku máli og var í góðu sambandi við Norðmenn. Á þessum árum var mikið um hrefnur í Ísa- fjarðardjúpi og hafði Þorlákur Kristján, áfram hrefnuveið- um. Þeir voru reyndar löngu búnir að læra réttu handtökin við veiðarnar og höfðu áður farið margar veiðiferðir í for- föllum föður síns. Síðar kom að því að þriðji ættliðurinn, Kjartan Geir Karlsson tók við arfinum og hélt hrefnuveiðum áfram á bát sínum þar til hval- veiðar við Ísland voru bann- aðar. Ég vona að það sem hér hefur verið ritað svari þeirri spurningu hver hafi verið upp- hafsmaður hrefnuveiða á Ís- landi. Hrefnubyssan hans Þorláks er varðveitt í byggða- safninu á Ísafirði. Eftirmáli: Þegar Þorlákur hafði fangað hrefnu dró hann hana að landi til skurðar, oftast til Súðavík- ur. Að því verki loknu var aflinn seldur og var þá jafnan farið á bátnum til Ísafjarðar, sjávarþorpa við Ísafjarðardjúp og víðar. Fékk þá hver það sem hann vildi af kjeti, spiki og rengi á meðan birgðir ent- ust. Þorlákur var jafnan kallaður Hrefnu-Láki og var hann kunnur víða um land undir því nafni. Tvíburabróðir hans, Guðmundur Stefán var faðir minn. Hann ólst upp á Fola- fæti. Þó að þeir bræður ættu ekki samleið á æskuárum urðu þeir mjög samrýmdir strax á unglingsárum. Báðir höfðu mikinn áhuga á alls konar veiðimennsku. Eitt sinn lentu þeir í alvarlegum lífsháska. Þá voru þeir 17 ára og fóru út á Súðavíkurhlíð til refaveiða. Þá vildi svo til að þeir lentu í snjóflóði og bárust með flóð- inu í sjó fram. Þeir voru vel á sig komnir og gátu brotist í gegnum krapann og náð landi. Það var hörkufrost og bylur og föt þeirra frusu því fljótlega eftir volkið. Þeir vissu af ver- búðum utar á Hlíðinni, náðu að brjótast þangað og komust í skjól. Ég kynntist föðurbróður mínum, Hrefnu-Láka, strax á unglingsárum mínum. Hann kom stundum í heimsókn til okkar í Hnífsdal. Ég minnist Þorláks sem hæglætismanns og léttum í skapi sem vildi öllum vel. Í bók eftir Guð- mund Guðna Guðmundsson, Vaskir menn, sem var gefin út 1968 er frásagnarþáttur um þá bræður Þorlák og Guð- mund Stefán. Guðmundur Guðmundsson. áhuga á því að eignast tæki og búnað til hrefnuveiða. Síðla árs árið 1913 tókst honum að ná því marki að komast yfir byssu og annan búnað sem nauðsynlegur var til veiðanna. Hann eignaðist lítinn þilfars- bát, 6-7 rúmlestir, sem var lát- in heita Magga. Það var svo vorið 1914 sem Þorlákur gat siglt út á Djúpið og svipast eftir hrefnum og leið ekki löngu þar til þær birtust. Þor- lákur var góður sjómaður og stundaði veiðarnar áfallalaust nær því til hinsta dags. Síðustu hrefnuna skaut hann 1950, sama árið og hann gekk á vit feðra sinna. Þegar Þorlákur var allur héldu synir hans, Karl og Guðmundur Guðmundsson. Upphaf hrefnuveiða á Íslandi Vill stofna þekkingar- og hand- verksmiðstöð gamalla húsa og báta Ísafjarðarbær væri tilvalinn vettvangur til þess að stofna þekkingar- og handverksmið- stöð gamalla húsa og báta. Þetta sagði Halldór Halldórs- son bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar í fyrirlestri í Farskóla ís- lenskra safna og safnmanna sem haldinn var á Ísafirði í síðustu viku. „Hér er fjöldi gamalla húsa og hér er fjöldi þeirra friðaður. Hér er Byggða- safn Vestfjarða sem hefur þá stefnu að varðveita gamla báta og helst að hafa þá á floti, fyrir þessa stefnu og gott starf hlaut safnið hin Íslensu safna- verðlaun um daginn. Hér er töluvert mikil þekking á við- haldi gamalla húsa og ekki síður á því að gera upp gamla báta“, sagði Halldór og bætti við að mikill fjársjóður væri í þessum gömlu húsum, menn- ingarverðmæti sem tilheyra þjóðinni allri. Þá minntist hann á tillögu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar skipulagshagfræð- ings sem hann fram tillögu sem hann kallaði Hinir fögru fimm og gekk út á að fara í átaksverkefni á Ísafirði, Hnífs- dal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri í viðhaldi og uppgerð gamalla húsa sem eru hlut- fallslega mjög mörg í Ísafjarð- arbæ á öllum þessum stöðum innan sveitarfélagsins. „Hér verði lögð áhersla á að byggja upp frekari þekkingu á að gera upp gömul hús og báta og sú þekking verði breidd út um landið með því að bjóða upp á nám hér á Ísafirði á þessu sviði. Hugsa mætti sér sam- starf stofnana ríkisins eins og t.d. Húsafriðunarsjóðs, Mennta- skólans á Ísafirði og e.t.v. fleiri. Þá gæti ég séð fyrir mér að Ísafjarðarbær kæmi að slíku verkefni sérstaklega í upphafi“, segir Halldór. – thelma@bb.is Gömul og friðuð hús er mikil menningarverðmæti.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.