Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 13

Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 13
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 13 Nýr GSM sendir hefur verið settur upp á Flateyri til að bæta GSM sambandið á staðnum. „Fyrr á árinu var settur upp sendibúnaður við Holt í Ön- undarfirði, sem átti að þjóna Flateyri en þar sem ekki fékkst leyfi til að setja búnaðinn nægilega hátt í mastrið á staðnum dugði hann ekki til. Við höfum þess vegna bætt við sendi svo Flateyringar geti notið bestu mögulegu þjónust- unnar“, segir Hrannar Péturs- son forstöðumaður almanna- tengsla Vodafone. Uppsetning sendisins er lið- ur í uppbyggingu GSM sam- bands um allt land. Hópur manna á vegum Vodafone er að störfum í Dalasýslu við undirbúning uppsetningar á fjölmörgum sendum þar sem lýkur væntanlega innan 6-8 vikna, sem er um tveimur mánuðum á undan áætlun. Á sama tíma verða að líkindum gangsettir sendar í austur- og vestur Barðastrandasýslu. Að sögn Hrannars verður að því lokun öll sú leið vestur komin í GSM samband. – thelma@bb.is Talið er að fjölmargir arnarungar hafi komist á legg í ár að sögn Böðvars Þórissonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Grétar Sigurðsson á Ísafirði átti leið um Vatnsfjörð á Barðaströnd í síðustu viku og náði þá þessari góðu mynd af erni sem spókaði sig í blíðunni rétt hjá þjóðveginum. „Örninn heldur sig mjög mikið á þessu svæði, þ.e. við Breiðafjörðinn. Árið hefur verið hið þokkalegasta hjá erninum og vonumst við til að það sjáist oftar til hans,“ segir Böðvar. Örninn hefur verið alfriðaður í nær heila öld. Erfiðlega hefur gengið hjá honum að dafna þrátt fyrir að langur tími liðinn frá því hann var friðaður. Eru það því gleðitíðindi að örninn skuli sjást oftar á Vestfjörðum. – birgir@bb.is Örn við þjóðveginn í Vatnsfirði Örninn spókaði sig í blíðunni í Vatnsfirði. Ljósmynd: Grétar Sigurðsson. Bætt GSM samband á Flateyri

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.