Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 19 kr. á núverandi verðlagi. Með nýjum vegi og jarðgöng- um opnast samgönguleið á milli Barðastrandasýslna og Ísafjarð- arsýslna. Hér er gert ráð fyrir að vegur um Dynjandisheiði verði líka lagfærður en sú framkvæmd er á þriðja tímabili langtímaáætl- unar. Vegagerðin áætlaði kostn- að í ágúst 2008 ríflega 4 milljarða kr. Heildarkostnaður við bæði verkin gæti því verið nærri 11 milljarðar kr. á verðlagi nú í þess- um mánuði. Verulegur áhugi hefur verið á því að gera göng í gegnum Dynj- andisheiði í stað vegagerðar. Samkvæmt mati Vegagerðarinn- ar frá ágúst 2008, sem áður var getið, er kostnaður við jarðgöng frá 10–17 milljörðum kr. meiri en nýr vegur. Þessi munur er svo mikill að ekki er raunhæft að pólitísk samstaða náist um svo dýra framkvæmd á næstu árum og er því lagt til í þingsályktunar- tillögunni að velja nýjan veg um Dynjandisheiðina. Það er mat Vegagerðarinnar að unnt sé að byggja heilsárveg yfir Dynjand- isheiðina. Hann yrði í aðalatrið- um á sama stað og núverandi vegur en nýr vegur og vel upp byggður. Á einstaka stað þarf að gera sérstakar ráðstafanir til þess að leysa snjóavandamál, svo sem sérstakar fyllingar eða jafnvel yfirbyggingar. Víst er að vegur- inn yrði einn af erfiðari fjallveg- um landsins en engu að síður er talið að hann verði ekki erfiður ef veðurfar og snjóalög verða svipuð og síðasta áratug. Með auknum samgöngum má vænta að samskipti á milli svæð- anna verði mun meiri, bæði at- vinnulega séð og félagslega. Vegalengd á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er nú 173 km að sumri en að vetri þegar Hrafns- eyrarheiðin er lokuð er hún 687 km. Þess má geta að ýmsar stofn- anir sem eiga að þjóna Barða- strandarsýslu eru á Ísafirði en þjónusta þeirra er léleg vegna samgönguleysis. Með framkvæmdunum mundi verða greið leið allt árið frá Ísafirði til Reykjavíkur um Vest- fjarðaveg og vegalengin getur farið niður í 400 km ef öll áform um styttingar á leiðinni ganga eftir. Það er því fyrirsjáanlegt að meginþungi umferðarinnar til og frá norðanverðum Vestfjörðum verði um Vestfjarðaleið þegar sú leið opnast. Til þess að hraða framkvæmd- um og gera það kleift að ljúka þeim á þremur árum er lagt til að heimilt verði að fjármagna þær með lánsfé t.d. frá lífeyrissjóðun- um og að ríkið endurgreiði lánið á nokkrum tíma, allt að 25 árum. Með þessu móti vinnst að sam- göngubæturnar dragast ekki íbú- unum til hagsbóta og að lífeyris- sjóðirnir fá trygga og örugga ávöxtun á sparnað sjóðsfélaga.“ – thelma@bb.is „Aðför að verkafólki á landsbyggðinni“ „Okkur finnst þetta fárán- legt, það er ekkert annað orð yfir þetta. Þetta er hrein og klár eignaupptaka, þjóðnýt- ing,“ segir Einar Valur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, um fyrningu afla- heimilda um 5% á ári eins og stjórnarflokkanir hafa á stefnu- skrám sínum. Einar Valur segir stjórnarflokkana sjálfsagt geta kallað inn allar aflaheimildir HG en um 90% þeirra hefur fyr- irtækið keypt samkvæmt lög- um og reglum sem sett hafa verið á Alþingi. „Ef stjórnvöld kjósa að kalla þetta inn þá gera þau það varla bótalaust. Hvern- ig ætla þau líka að þróa það hverjir fá að kaupa aflaheimild- irnar aftur. Við Vestfirðingar erum um 2% þjóðarinnar og erum með um 10% kvótans. Á þá bara að taka 80% af kvótan- um frá Vestfirðingum,“ segir Einar Valur. Hann segist vita að fólk sé ekki ánægt með kerfið og að margir telji það óréttlátt. „En allt hefur þetta verið gert sam- kvæmt lögum frá Alþingi og það voru nú m.a. Jóhanna Sigurðar- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem sátu í meirihluta á Alþingi þegar þessi kvóti var ákveðinn,“ segir Einar Valur. Hann segist halda að stjórnvöld hefðu nóg á sinni könnu, verandi komin með nánast allt bankakerfið á sínar hendur. „Ég veit því ekki hvort það sé á það bætandi að fara og taka allan kvótann og úthluta honum. Þá verður þetta eins og í Rússlandi, allt skammtað úr sama hnefanum. Þessi fyrningar- eða upptökuleið vegur að rótum sjávarútvegsins, eykur óstöðug- leika í rekstri og skapar óvissu um aflaheimildir. Síðast en ekki síst er með þessu verið að koma á nýrri leið til gjaldtöku af sjávar- útvegi, án tillits til afkomu fyrir- tækjanna,“ segir Einar Valur. Þeir sem eru í atvinnurekstri tengdum sjávarútvegi eiga ekki eftir að fara út í fjárfestingar eða horfa langt fram í tímann varð- andi reksturinn ef þeir eiga það á hættu að aflaheimildirnar verði teknar af þeim, að mati Einars Vals. „Með svona fyrningar- leið er verið að ala á óstöðug- leika og óöryggi hjá fólki sem vinnur í þessari grein. Það er heldur enginn greiði gerður við landverkafólk, með þessari fyrningarleið, því það fer yfir- leitt saman að þegar fyrirtækj- um í sjávarútvegi gengur vel þá hefur fólk í landi það betur. Svona hugmyndir eru einungis aðför að verkafólki og starfs- fólki á landsbyggðinni,“ segir Einar Valur. – birgir@bb.is Einar Valur Kristjánsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.