Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 Þúsundir námsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi í sumar samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem framkvæmd var meðal stúdenta við háskóla landsins. Stúdentaráð Háskóla Íslands berst nú fyrir því að kennt verði í sumar svo þær þúsundir náms- manna sem standa frammi fyrir atvinnuleysi geti stundað nám yfir sumartímann. „Ég hef ekki heyrt mikið um það en það hefur alltaf verið eitthvað um atvinnu fyrir námsmenn tengt ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum. Reyndar hef- ur stundum gengið frekar erfið- lega að ráða. Síðustu tvö sumur hafa vestfirskir námsmenn ekki komið heim yfir sumarið,“ segir Guðrún Stella Gissurardóttir, for- stöðumaður Vinnumálastofnun- ar á Vestfjörðum, um atvinnu- horfur vestfirskra námsmanna í sumar á Vestfjörðum. Hún segir nokkuð um að náms- menn hafi verið fastir í leigu í Reykjavík. „Sumar íbúðir eru leigðar í ársleigu, eins og hjá stúdentum, sem gerir það að verkum að fólk er að leigja allt árið og því heldur það bara áfram að vera í Reykjavík, fyrst það er hvort sem er að greiða leigu. En það verður kannski einhver breyting á því núna,“ segir Guð- rún Stella. Hún segir fyrirtæki á svæðinu vera byrjuð að senda stofnuninni fyrirspurnir um starfskrafta fyrir sérverkefni. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að rúm 64% stúd- enta, eða sem samsvarar um 12.810 einstaklingum, hafa ekki enn fengið sumarvinnu. Og af þeim telja tæp 76% litlar líkur á því að þeir fái vinnu í sumar. Tæp 76% stúdenta telja líklegt að þeir myndu stunda sumarnám fái þeir ekki vinnu, ef það stæði til boða. Könnunin var lögð fyrir stúdenta við Háskóla Íslands, Há- skólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri, Háskólanna á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskól- ann á Hólum dagana 9.-23. mars. Þátttakendur voru 3491 talsins. – birgir@bb.is Námsmenn koma síð- ur heim yfir sumarið „Svæðinu til framdrátt- ar að vinna eigin áætlun“ „Ég tel að það sé mjög gott mál og svæðinu til framdráttar að marka sína eigin framtíðarsýn og vinna tillögur í samræmi við hana“, segir Sigríður Elín Þórðar- dóttir starfsmaður Byggðastofn- unar aðspurð um afstöðu stofn- unarinnar til þess að Vestfirðir ætli að vinna sína eigin sértæku byggðaáætlun. „Ein tillaga byggða- áætlunar er um svæðisbundnar þróunaráætlanir þar sem sveitar- félög og svæði vinna sínar áætl- anir og að vissu leiti kemur áætl- un Vestfirðinga inn á það. Þar er markmiðið að samþætta allar áætlanir þannig að þær gangi í takt og styðji hver við aðra“, segir Sigríður. Aðspurð hvort fleiri svæði séu að vinna sínar eigin áætlanir segir Sigríður sér ekki vera kunnugt um það. „Sveitarfélögin hafa verið með ákveðnar áætlanir í gangi og vaxtasamningar koma inn á þessa þætti en mér er ekki kunnugt um að unnar hafa verið byggðaáætl- anir með þessum hætti sem Vest- firðingar eru að gera.“ Eins og fram hefur komið ætla Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða að vinna landshlutaáætlun sem stefnt er að verði klár í haust. Þar verða lagðar áherslur á sér- stöðu Vestfjarða, til að mynda í sjávarútvegi. Byggðaáætlun sem nú er í vinnslu hjá stofnuninni gildir frá 2010-2013 og hefur hún verið kynnt á samráðsfundum um allt land. Að sögn Sigríðar hafa fund- irnir gengið vel. „Á þeim fundum sem ég sat á komu fram mjög gagnlegir óskir um það hefði átt að vera meiri áhersla á landshluta og sérstöðu landsvæðanna en kemur fram í byggðaáætlunin. Áætlunin tekur ekki á svæðis- bundnum málum og meira heild- arplagg fyrir stefnu ríkisins í byggða- málum. Gagnrýnt var að ekki var sérstaklega minnst á sjávarút- veg, landbúnað og samgöngur, þó það megi segja að þær atvinnu- greinar geti flokkast undir ný- sköpun og atvinnuþróun. Við munum taka saman það sem fram kom á fundunum og vonandi kemst það inn í byggðaáætlun- ina.“ – thelma@bb.is Atvest og Fjórðungssam- bandið vinna að sértækri áætlun fyrir Vestfirði. Flateyringar hafa eignast nýja hafnsögubát en hann kemur úr smiðju skipasmíðastöðvar Úlfars Önundarsonar á Flateyri. Báturinn hefur fengið nafnið „Muggi“ í höfuðið á Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, og segir Úlfar smíði bátsins vera algjör- lega eftir sínu höfði. Nafngiftina má rekja til þess að helstu hafnar- stjórar hafa alltaf fengið nafn sitt á hafnsögubáta. „Það er hefð fyrir því. Svo þegar kemur slíkur hafnsögubátur til Flateyrar, þá verðum við að leita að slíkum mönnum,“ segir Úlfar. Nýr hafnsögubátur á Flateyri! Hafnsögubáturinn Muggi. Ljósm: Páll Önundarson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.