Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 Aldrei fór ég..... hvert? Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar smáar Sýning um Kaldalón og Sigvalda Kaldalóns Sögusýningin Kaldalón og Sig- valda Kaldalóns verður opnuð í sal Tónlistarskólans á Ísafirði kl. 17 á skírdag, en hún fjallar um tónskáldið og lækninn Sigvalda Kaldalóns og tengsl hans við Djúpið. Sigvaldi kenndi sig við Kaldalón, en hann bjó á Ármúla og starfaði þar sem héraðslæknir á öðrum áratug 20. aldar. Þar samdi hann mörg sín þekktustu lög, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð, Svanurinn minn syngur og Hamraborgina. Við opnun sýningarinnar munu ísfirskar listakonur flytja nokkur lög eftir Sigvalda. Guðfinna Hreið- arsdóttir mun jafnframt kynna bók sína um Höllu skáldkonu og Ólafur J. Engilbertsson fylgja sýningunni úr hlaði. Að sýningunni og dagskránni stendur Snjáfjallasetur í samstarfi við Tónlistarskólann á Ísafirði og Tónlistarfélag Ísafjarðar. Gera má ráð fyrir fimm ára tímabili í þróun og uppbyggingu Nýsköpunarháskóla Íslands yrði hann settur á stofn. Þetta segir nefnd sem skipuð var til að gera tillögur um leiðir til eflingar há- skóla- og fræðastarfs á Vestfjörð- um. Hún hefur lagt til að fjár- veitingar til Háskólaseturs Vest- fjarða haldi sér þar til NHÍ tekur við haustið 2009 en falli þá niður enda verði setrið sameinað NHÍ. Þetta kemur fram í drögum í skýrslu sem menntamálaráðu- neytið hefur birt með þeim fyrir- vara efnahagsástandið hefur breyst mjög til hins verra síðan skýrslan var unnin. Í skýrslunni er minnt á að hugmyndir um efl- ingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum er liður í byggða- áætlun og einnig mótvægisað- gerðum ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla. Litið verði á fjármagn sem framlag ríkisins til að leggja grunn að háskóla- og fræðastarfi á Vestfjörðum. „Útfæra þarf sér- staklega hvernig samningar verða gerðir vegna þeirra fræði- manna sem lagt er til að ráðnir verði til starfa í Tækni- og vís- indagörðum NHÍ. Kortleggja þarf hvaða fræðastarfsemi á sérstaklega að efla á svæðinu og þá aðkomu þeirra ráðuneyta eða stofnana sem styðja þá starf- semi“, segir í drögunum. Áætla má að fjárfesting ríkis- sjóðs í verkefninu til ársins 2012 verði: 160 milljónir krónur fyrir kennslu, rannsóknir og undir- búning á árinu 2009, 290 millj- ónir króna fyrir kennslu og rann- sóknir fyrir árið 2010, 400 millj- ónir króna fyrir kennslu og rann- sóknir árið 2011, 500 milljónir fyrir kennslu og rannsóknir árið 2012. „Með þessa framtíðarsýn telur nefndin að hægt verði að snúa byggðaþróun við og byggja upp öflugt og eftirsóknarvert þekk- ingarsamfélag þar sem gott sam- spil daglegs lífs, menntunar- möguleika, atvinnu og tóm- stundaiðkunar skilar áhugaverðri útkomu og eftirsóknarverðri fyrir ungt fólk nútímans. Aukin þekk- ing, menntun og góð þjónusta / góðir innviðir eru þau verðmæti sem skila þeim arði sem þarf til að bjóða upp á áhugaverða búsetu á Vestfjörðum á 21. öld. Besta framtíðarfjárfesting Vestfjarða til lengri tíma er menntun“, segir í drögum skýrslunnar. – thelma@bb.is „Besta framtíðarfjárfest- ing Vestfjarða er menntun“ Lagt hefur verið til að háskóli verði stofnaður á Ísafirði. Í miðju óskýrra stjórnmála, þar sem loforð standast ekki hver sem þau gefur, þar sem athafnaleysið hrópar á almenning, þar sem hvert axarskaftið af öðru blasir við, hver sem heldur um stjórnartaumana, er það eins og dásamlegur lífselexsír að eiga hátíðina Aldrei fór ég suður til þess að létta alþýðunni lund. Enn eitt árið eru þeim sem að þessari frumlegu hátíð standa færðar þakkir. Listin gleður svo lengi sem stjórnmálamenn taka hana ekki í þjónustu sína. Alvöru tónlist, rokk, blús, jass, teknó, karla- kórssöngur eða blanda radda kvenna og karla í einum kór léttir lund. Hún hefur eiginleikann þegar flutningur er vandaður að fólk gleymir stund og stað. Það er gott og yljar sálum fólks. Á sama tíma og stjórnmálamenn vita ekki hvert þeir ætla að fara og hvert þeir ætla að leiða leiða þjóð, sem hefur fengið nóg af dekri þeirra við auðmenn og linku við sanna frásögn af tengsl- um við þá, þá vita Ísfirðingar og Vestfirðingar hvert þeir eiga ekki að fara, að minnsta kosti um páskana, ekki suður! Heitið Aldrei fór ég suður vísar til þess að þangað hafi ekki verið neitt bitastætt að sækja, að heima sé hinn raunverulega vísdóm að finna, að við Ísfirðingar og allir okkar nágrannar og gestir geti fengið hér næringu sálarinnar, án þess að sækja suður. Kannski ættu hinir misvitru stjórnmálamenn allra flokka að líta upp úr staglinu og kosningabaráttunni, sem líka er þreytt stagl, í besta falli ógáfulegt, í hinu versta sönnun þess að þeir ættu að líta upp fyrir Elliðaár og heimsækja Ísafjörð og njóta alvöru boðskapar sannra manna, alvöru listamanna. Listinn yfir listamenninna sem ætla að gleðja okkur er langur og merkilegur. Ekki er hægt að telja alla upp, mjög margir eiga hér heima, eiga rætur sínar meðal Ísfirðinga og er þá vísað til allra sem teljast með einhverjum hætti til Ísafjarðarsýslna, vest- ur, norður og Ísafjarðarkaupstaðar. Nöfn eins og Reykjavík!, Skúli Þórðar og Sökudólgarnir, Stórsveit Vestfjarða, Mugison, Fjallabræður úr Önundarfirði og Ragnar Sólberg að ógleymdum Dr. Spock heiðra hátíðina með nærveru sinni. Fjöldi góðra tón- listarmanna fyllir listann, allir góðir, hver á sínu sviði. Hátíðin Aldrei fór ég suður hefur vaxið með hverju árinu og er til sóma Mugga hafnarstjóra og Mugison. Hún sýnir hversu miklu hægt er að hrinda í framkvæmd hafi menn trú á sjálfum sér og öðrum og séu að auki tilbúnir að leggja á sig vinnu til að láta hugmyndir verða að veruleika. Það er sterkasti boðskapurinn til þjóðarinnar nú og gætu stjórnmálamenn lært af því hefðu þeir tíma og vit til. Vegtyllurnnar reka menn ekki til halda hátíðina heldur löngunin til þess að gera eitthvað gagnlegt, láta gott af sér leiða og skapa umhverfi til dægrastyttingar fyrir fjölda fólks, að gefa því tækifæri til að njóta lífsins og þess góða sem það hefur að bjóða. Þeir sem njóta segja með sönnum huga, Aldrei fór ég suður. Gleðilega páska! Til sölu er Yamaha Venture 600 cc vélsleði (1996). Mjög góður sleði sem lítur vel út og hefur alltaf verið geymdir inni. Uppl. í síma 861 4850. Óska eftir bensínslöngu og tanki fyrir 25 ha. Yamaha Kero- sene utanborðsmótor. Uppl. í síma 864 5199. Falleg smábarna taska með leikföngum fannst hjá Heilbr. stofnun Vestfjarða. Eigandi getur vitað hennar þar. Sektaður fyrir að pissa á almannafæri Tvítugur menntaskóla- nemi á Ísafirði fékk 10 þús- und króna sekt fyrir að kasta af sér þvagi í fjörunni við Pollgötu, á móti Edinborgar- húsinu á Ísafirði, aðfararnótt sunnudagsins 29. mars. Brot- ið varðar við 5. grein lög- reglusamþykktar Ísafjarðar- bæjar. Verði sektin ekki greidd innnan 30 daga frá undirritun sáttar, er heimilt að gera fjár- nám ella sæti hann tveggja daga fangelsi. Neminn sagði í samtali við RÚV, sektina fáranlega því engin almenningssalerni væru í bænum. Honum hafi verið mál að pissa og farið í fjöruna til að gæta velsæmis. Hann segir ekki koma til greina að borga sektina.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.