Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.12.2009, Side 15

Bæjarins besta - 30.12.2009, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 15 Sælkeri vikunnar er Sigríður Gunnsteinsdóttir á Ísafirði. Hátíðarmatseðill Sælkeri vikunnar býður upp á sannkallaða hátíðarmáltíð. Í for- rétt er rækjukokteill með suðræn- um blæ. Fylltar villisveppa kalk- únabringur með villisveppasósu og rjómasoðinni seljurót og sætar kartöflum er í aðalrétt og loks er Skyr Polo í eftirrétt. Suðrænn Rækjukokteill Foréttur fyrir 4 200 g stórar rækjur 2 msk saxaður coriander 1 msk chili 1 þroskaður mangó (skorinn í teninga) 100 g spínat saxað Dressing 1 lime og börkur 1 ds sýrður 10% Salt og nýmulinn pipar Rækjukokteill aðferð: Blandið saman limesafa, berki og sýrðum rjóma. Kryddið með salti og ný- muldum svörtum pipar. Hellið dressingunni yfir rækjukokteil- inn skreytið með limesneið og mangóteningum. Dressing aðferð: Blandið sam- an limesafa, berki og sýrðum rjóma. Kryddið með salti og ný- muldum svörtum pipar. Hellið dressingunni yfir rækjukokteil- inn skreytið með limesneið og mangóteningum. Þíðið rækjurnar og blandið saman við mangóten- inga, koriander, spínat og chilli og setjið í glas. Fylltar villisveppa kalkúnabringur Fyrir 4 1 kg kalkúnabringu 20 korn mulinn grænn pipar Fylling: 20 þurrkaðir villisveppir 100 g sveppir 1 msk smjör 1 villisveppaostur steyptur 1 egg 2 dl brauðrasp 100 g pekanhnetur Salt og pipar Villisveppaostasósa 250 g saxaðir sveppir 50 g smjör 100 g fínt saxaður laukur 3 dl kjúklingasoð 125 rjómaostur með svörtum pipar 1 villisveppaostur steyptur 5 dl rjómi Sælkerinn Rjómasoðin seljurót og sætar kartöflur 400 g seljurót 300 g sætar kartöflur 1 peli rjómi 2 tsk þurrkað timjan Salt og nýmulinn svartur pipar Kalkúnn aðferð: Setjið villi- sveppina í bleyti í sjóðandi vatn. Látið standa i 15 mínútur, veiðið sveppina upp úr vatninu og saxið fínt ásamt sveppunum. Steikið sveppina á pönnu í smjörinu og setjið í skál. Rífið niður villi- sveppaostinn og blandið saman við kælda sveppina, setjið saman við restina af hráefnunum og hrærið vel saman. Skerið í hliðina á kalkúnabringunni svo að mynd- ist vasi, setjið fyllinguna í með skeið og brúnið bringurnar á pönnu. Setjið á grind og kryddið með salti, pipar og grænum pipar. Steikið við 130°C á blæstri í 45- 50 mínútur. Sósa aðferð:Steikið sveppina og laukinn í smjörinu, bætið við kjúklingasoðinu og rjómanum. Skerið ostinn í bita og bræðið í sósunni við vægan hita, þykkið að vild. Sætar kartöflur aðferð: Skerið seljurót og sætar kartöflur í ten- inga. Setjið í eldfast mót kryddið með timjan, salti og pipar. Hellið rjómanum yfir og bakið við 150°C í u.þ.b. 35 mínútur. Skyr Polo eftirréttur Botn 8 stk Prins Polo (6-8 stk) 2 dl sterkt Expressókaffi Fylling: 400 g rjómaostur 200 g cappuchinoskyr 150 g hvítt súkkulaði 100 g flórsykur 2 msk koníak eða góður kaffi- líkkjör 2 eggjarauður Aðferð: Raðið prins polo í form og bleytið í með expresso- kaffinu. Hrærið saman rjómaosti, cappuchinoskyri, sykri og eggja- rauðum. Bræðið súkkulaðið og blandið koníaki eða kaffilíkjör saman við hrærið saman og bætið loks varlega í rjómaostblönduna. Setjið blönduna yfir prins pólóið og kælið. Stráið kakói yfir og rifnu hvítu súkkulaði áður en kaka er borinn fram. Ég skora á Sædísi Ingvarsdótt- ur á Ísafirði að vera næsta sæl- keri vikunnar. inn á sjúkrahús. Þá vissi ég ekkert hvað sykursýki var. Ég vissi bara að það væri slæmt en ekkert hvað í því fælist. Ég vissi ekki hvort ég þyrfti að hætta í íþróttum og tók þessu mjög illa. Það tekur tíma að venjast þessu.“ Eftir tvö ár hefur Stefán náð góðum tökum á sjúkdómnum og lætur það ekkert aftra sér, hvort heldur sem það er í íþróttum eða námi. „Ég var að klára sveinsprófið og útskrifast sem húsasmiður um jólin en svo klára ég stúdents- prófið eftir áramót. Svo er óvíst hvað ég tek mér fyrir hendur. Það er svo margt sem mann lang- ar til að læra að erfitt er að velja á milli. Ætli næsta önn fari ekki í að skoða framboðið og velja hvað ég ætla að gera.“ – Ætlarðu að halda áfram í íþróttum? „Já, ég er mjög mikið í íþrótt- um og fer í Stúdíóið allavega þrisvar í viku auk þess sem ég er að hlaupa og á línuskautum þess á milli. Maður lætur ekkert syk- ursýkina stoppa sig enda er hreyfing hluti af því að hafa sjúk- dóminn viðráðanlegan. Að ein- hverju leyti hefur það því hjálpað mér að vera í íþróttum.“ – thelma@bb.is spreytti sig á inntökuprófi í svo- kallaðan KG-klúbb og var hann annar þeirra sem stóðust þrek- raunina. „Mig langaði bara til að prófa þetta. Ég mun þó ekki gera þetta aftur, það er alveg pottþétt. Ekki nema ég prófi eitthvað annað kjöt, ekki lambakjöt. Ég hef þó heyrt að nautakjöt sé enn erfiðara og þyngra í magann. Þetta var mikið erfiðara en ég bjóst við en hafðist. Síðustu bitarnir voru ansi erfiðir og vildu ekki fara niður kokið. En þetta slapp alveg og maður var frekar saddur daginn eftir, ég hafði enga lyst.“ – Hafði átið ekki áhrif á syk- ursýkina? „Nei, þar sem það er ekki kol- vetni í kjöti þá ruglaði þetta ekki blóðsykurinn.“ Léttist um sjö kíló á viku – Hvernig kom það í ljós að þú værir með sykursýki? „Mánuði áður en ég var greind- ur var ég frekar veikur, alltaf slappur og þreyttur. Í um 20-30 daga pissaði ég á klukkutíma fresti allan sólarhringinn. Ég létt- ist um sjö kíló á einni viku og við vissum ekkert hvað væri að ger- ast. Ég fór til læknis sem tók blóðprufu og fékk svo símtal þar sem mér var sagt að ég væri með sykursýki og þyrfti að leggjast Stefán Pálsson er ungur og efnilegur íþróttamaður. Þeg- ar hann var sautján ára greindist hann með sykursýki.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.