Bæjarins besta - 29.07.2010, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 11
mmtán árum
syni á Vébirni á troll og þá sjó-
aðist ég loksins. Við vorum lengi
í burtu, lönduðum fyrir norðan, á
Skagaströnd og Siglufirði og
víðar, og bjuggum alltaf í skipinu.
Þá loksins fór úr mér þessi and-
skotans sjóveiki.“
Karfi og ufsi í kojunni
„Ég fór á síldarvertíð 1946 með
Guðjóni Halldórssyni á Auðbirn-
inum. Þá var auglýst eftir mönn-
um á togarann Vörð frá Patreks-
firði og ég fór þangað og var á
honum í þrjá túra. Það var mjög
dýrmætur skóli.
Eitt sinn var ég í koju. Það var
búið að fylla togarann og hann
var mjög þungur. Veður var ekk-
ert mjög slæmt en nokkuð þungur
sjór. Þá kemur allt í einu hnútur
og það skolast bæði karfi og ufsi
yfir hausinn á manni þarna í koj-
unni. Manni brá náttúrlega and-
skoti við“, segir Ásgeir og hlær.
„Þegar ég var tvítugur árið
1948 byrjaði ég sem skipstjóri á
Bryndísinni en hafði áður verið
stýrimaður í tvö ár. Við lentum í
óhappi um veturinn en sluppum
þokkalega frá því og það styrkti
mig svolítið, og síðan kláraði ég
vertíðina á Jódísinni. Næsta ár
tók ég við Pólstjörnunni og var
með hana í þrjú ár. Það gekk
ágætlega. Svo vildi ég nú fara að
komast á stærri skip en það gekk
ekki vel. Þá fór ég út í Bolungar-
vík og tók við Bangsanum.
Það fór nú eins og það fór.“
Þegar Bangsinn fórst
„Það gerði norðaustan helvítis
drullu og við fórum með bátinn
úr Bolungarvík og hingað inn á
Ísafjörð. Svo fer eitthvað að lag-
ast og spáði ekkert mjög illa,
norðaustan stinningskalda og
allhvössu með kvöldinu. Ég var
nú rólegur hérna inn frá því að
það var svoddan bölvuð snjó-
mugga og maður sá ekki neitt.
Svo var hringt og sagt að þeir
væru að fara á sjóinn út frá. Mér
er það minnisstætt, að Sirrý kon-
an mín ætlaði ekki að geta vakið
mig með nokkru einasta móti
áður en við fórum í þessa sjóferð.
Ég hafði kastað mér út af eftir
kvöldmatinn svo ég yrði sofinn
ef veðrið færi eitthvað að lagast.
Við fórum í róðurinn og lögð-
um lóðirnar um sextán mílur
norðnorðaustur af Rit. Þá skellur
hann á af norðaustan þegar við
erum hálfnaðir að draga. Skrúfu-
blöðin gefa sig og komið alveg
snarbrjálað veður og ekkert hægt
að gera nema sigla. Við komumst
á seglunum nær landi og náum
sambandi við land í gegnum
radíó. Varðskipið María Júlía var
statt undir Grænuhlíðinni. Ég
ætla ekki að kenna einum eða
neinum um neitt þegar svona
kemur fyrir. Hann kallar til okkar
og sagði að við skyldum fella
seglin því að hann væri alveg að
koma. En á meðan við vorum að
bíða fengum við á okkur rosalegt
brot og misstum út tvo menn.
Við sáum þá aldrei meir.
Ég var alltaf í talstöðinni. Þetta
var alveg rosalegt andskotans
veður. Með allra verstu veðrum
sem ég hef lent í á sjó. Við vorum
sjö mílur norður af Ritnum þegar
María Júlía kemur að okkur.
Hann dældi út olíu og við það
lægði svo mjög ölduna kringum
skipið að hann gat tekið okkur
hina þrjá sem eftir vorum. Svo
sökk báturinn bara.“
Hvíldi sig á
skipstjórninni
„Fyrst eftir þetta vildi ég hvíla
mig á skipstjórninni og réð mig á
Sólborgina og var þar í níu mán-
uði. Það var mjög gott og góður
skóli. Þetta gekk allt vel, við fisk-
uðum vel bæði á Selvogsbanka
og Eldeyjarbanka. Við vorum
búnir að gera þrjá túra og sigldum
með fyrsta túrinn.
Svo er farið í veiðiferð rétt um
miðjan maí 1952. Við vorum að
veiða í salt og fórum hérna beint
út á Halann. Palli skipstjóri var
klár og gekk yfirleitt vel. Í þetta
skipti toguðum við í klukkutíma
og svo keyrði hann á fullri ferð í
klukkutíma. Þetta gerði hann hátt
á annan sólarhring þangað til við
vorum komnir austur að Gerpi og
búnir að fara meira en í kringum
hálft landið. Aflinn í holi náði
aldrei 500 kílóum. Á þessum tíma
komu miklar aflafréttir frá Græn-
landi. Þar þurfti ekki annað en
dýfa í, trollið mátti ekki fara í
botn. En við vorum með tómt
skip.
Eftir veruna á Sólborginni tók
ég aftur við Pólstjörnunni. Hún
var afburða sjóskip og gaf stærri
bátunum ekkert eftir.“
Rosaleg átök
að missa menn
– Var þetta eina skiptið sem
þú misstir menn á sjó?
„Nei. Þetta var ekki búið. Það
skeði aftur á Guðbjörginni, fyrsta
skuttogaranum með því nafni,
haustið 1974. Þá vorum við vest-
ur á Kolluálskanti og misstum
þrjá menn. Við fengum alveg
óstjórnlegan skafl þegar við vor-
um að taka trollið. Hann reið yfir
skipið og þeir hurfu þrír. Það
hefur verið bæði súrt og sætt hjá
manni gegnum tíðina. Sjórinn
hefur bæði gefið mér mikið og
tekið mikið.
Það var gríðarlega erfitt að
lenda í því að missa menn. Það
hjálpaði mér mikið hvað við stóð-
um saman við Sigríður konan
mín. Hún hjálpaði mér í gegnum
þetta. Þetta voru rosaleg átök.
Ég held að ég hefði aldrei komist
í gegnum þetta nema vegna þess
hvað hún stóð þétt við hliðina á
mér.“
Með sjö Guggur í röð
Útgerðarfélagið Hrönn hf. á
Ísafirði gerði út Guðbjargirnar
alla tíð. „Við stofnuðum Hrönn-
ina 1956. Við byrjuðum reyndar
á því 1955 að taka Ásbjörninn á
leigu hjá Samvinnufélaginu og
ég var með hann um haustið og
veturinn. Við fengum ekki fyrstu
Guðbjörgina fyrr en í apríl 1956.
Síðan er ég með rununa af Guð-
björgunum. En þegar frystitog-
arinn kemur 1994 verður Bjartur
sonur minn aðalskipstjóri en ég
er afleysingaskipstjóri á því skipi
fyrsta árið og hætti 67 ára gamall
árið 1995 og fór alveg í land. Ég
leysti hann af bara í þrjá túra
fyrsta árið.
Guðbjargirnar eða Guggurnar
hans Geira, sem útgerðarfélagið
Hrönn hf. gerði út, voru sjö tals-
ins í þessari röð: Árið 1956, 48
brúttórúmlestir; árið 1959, 75
brl.; árið 1963, 115 brl.; árið
1967, 250 brl.; árið 1974, 500
brl.; árið 1981, 628 brl.; árið
1994, 1.200 brl.
– Þú ert einhver kunnasti afla-
maður landsins.
„Það gekk ágætlega að fiska,
það vantaði ekki. Það hjálpaði
nú til að hafa góðan mannskap,
alltaf valinn maður í hverju rúmi.
Þetta byrjaði vel strax á fyrstu
vertíðinni hjá mér þó að ég væri
ekki nema með fimmtán tonna
bát. En þegar ég kom á Pólstjörn-
una var þetta allt annað líf. Hún
var miklu meira skip heldur en
Dísirnar litlu. Þá reri maður miklu
stífar.“
Geiri minnist sumarsins 1988
þegar þeir komu inn á Ísafjörð
og lönduðu tæpum tvö hundruð
tonnum eftir fimm daga. „Það
var bara losað einum í hvelli og
farið út aftur og vorum svo komir
aftur í land með 342 tonn eftir
fjóra daga.“
Ásgeir Guðbjartsson var skip-
stjóri í fjörutíu og fimm og hálft
ár þegar búið er að draga frá níu
mánuðina sem hann var á Sól-
borginni og tímann þegar hann
var í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík, en þaðan útskrifaðist
hann árið 1966. Áður en Ásgeir
byrjaði sem skipstjóri var hann
búinn að vera stýrimaður í tvö ár.
Sirrý var ekkert
venjuleg kona
Þau Ásgeir og Sigríður Guð-
munda Brynjólfsdóttir, sem jafn-
an var kölluð Sirrý, voru 59 ár í
hjónabandi eða þangað til hún
lést í fyrravor eftir langvinna van-
heilsu. Börn þeirra eru fjögur.
Guðbjartur er elstur og síðan
koma Guðbjörg, Kristín og Jón-
ína Brynja.
„Hún Sirrý mín var ekkert
venjuleg kona. Hún var traust“,
segir Ásgeir. „Hún sá marga hluti
sem aðrir sáu ekki.
Ég hef gaman af að nefna eitt
atvik í því sambandi. Það var
eftir að ég kom í land og ég var
dálítið í því að kaupa og selja
hlutabréf í hinum og þessum fyr-
irtækjum. Ég var kominn í eigna-
stýringu hjá Kaupþingi og það
komu til mín tveir ágætir og
hressir strákar að spjalla um það
hvað væri nú framundan í fjár-
málaheiminum. Þetta var tveimur
árum fyrir hrunið og allt svo bjart
og fínt. Við sátum niðri í eldhús-
inu og Sirrý mín var þarna líka
og var ágætlega hress þó að hún
hafi lent í þessum veikindum sín-
um. Við erum að drekka kaffi og
strákarnir eru að tala um það
með stjörnur í augunum hvað
hlutabréfin séu alltaf að hækka
og hækka.
Þá segir Sirrý mín við þessa
ungu drengi alveg umbúðalaust:
Hlutabréfin í bönkunum verða
ekki meira virði eftir nokkur ár
en sandurinn í Sahara. En dreng-
irnir töldu að það væri nú ekki
mikil hætta á ferðum!
Ég rak mig svo oft á það hvern-
ig hún Sirrý mín sá hlutina fyrir.
Ég veit ekki hvort á að kalla
þetta skyggni eða hvað. Þess má
geta, að ég seldi öll mín hlutabréf
átta mánuðum fyrir þetta bless-
aða bankahrun.“
Guggan áfram gul ...
– Fræg urðu ummæli þáver-
andi stjórnarformanns Samherja
á Akureyri þess efnis, að Guggan
yrði áfram gul og áfram gerð út
frá Ísafirði.
Ásgeir skellihlær. „Það er nú
eins og það er. Þetta byrjaði nú
þannig að það var alltaf verið að
skerða þennan blessaðan kvóta.
Þegar við fórum af stað og pönt-
uðum þetta nýja skip var dæmið
alveg hreint og klárt. Ég man
ekki hvað það var svo búið að
skerða kvótann gríðarlega á tveim-
ur árum frá því að skipið var