Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Page 2

Bæjarins besta - 07.04.2011, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Stjórnarkjör Samkvæmt 15. gr. laga Verkalýðsfélags Vest- firðinga um stjórnarkjör er auglýst eftir listum eða tillögum um einstaklinga í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir starfsárin 2011 til 2013 að viðhafðri alls- herjar atkvæðagreiðslu. Samkvæmt því ber að skila lista skipuðum formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og fjórum til vara ásamt 30 einstaklingum í trún- aðarmannaráð. Tveimur skoðunarmönnum reikninga og tveimur til vara eða tillögum um einstaklinga í eitthvert, einhver eða öll stjórnar- sætin sem kjósa skal til samkvæmt lögum fé- lagsins. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 25 fullgildra fé- lagsmanna. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins og er birtur á vef- síðu þess, www.verkvest.is. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Pólgötu 2, Ísafirði eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 19. apríl 2011. Ísafirði, 4. apríl 2011, Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og fyrrum lands- liðsmaður á skíðagöngu, nældi sér í brons í hefðbundinni göngu á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum á laugardag. Í kvennaflokki varð eiginkona hans Hólmfríður Vala Svavarsdóttir í öðru sæti en ein- ungis munaði sekúndu á henni og sigurvegaranum Veroniku Lag- un. Daníel og Hólmfríður kepptu bæði undir formerkjum Skíðafé- lags Ísfirðinga. Í sprettgöngu sigraði Silja Rán Guðmunds- dóttir frá Ísafirði í flokki kvenna. Þá var Einar Ólafsson frá SFÍ í öðru sæti í flokki 35-49 ára í göngu með frjálsri aðferð. Í síðustu grein göngukeppn- innar, boðgöngu, hafnaði sveit Ísafjarðar í þriðja sæti. Í kvenna- flokki var engin sveit skráð í boðgöngu þar sem ekki náðist að manna þriggja manna sveitir en þess í stað var keppt í tvímenn- ingskeppni þar sem hver kona fór tvo spretti. Sigursveitin kom rétt rúmri mínútu á undan Hólm- fríði Völu Svavarsdóttur og Silju Rán Guðmundsdóttur sem höfn- uðu því í öðru sæti. Keppnin telst þó ekki hluti af Skíðamóti Íslands. – thelma@bb.is Ísfirðingar á verðlaunapalli rannsóknaniðurstöður sýna að í lagi sé að beita þar. Lagt er til að gerð verði lítil beitartilraun (þrjár kindur með lömbum af ómeng- uðu svæði) til að kanna upptöku Sérfræðingahópur sem stofn- aður var til að fjalla um mengun í búfé og framtíð búskapar í Skut- ulsfirði segir ekki ráðlegt er að beita skepnum í Engidal þar til díoxína og etv. fleiri efna í Engi- dal. Án slíkrar tilraunar er ekki óhætt að hleypa afurðum á mark- að nema að undangengnum ítar- legum rannsóknum. Í skýrslu sem hópurinn hefur gefið út segir að bægja þurfi að- komufénaði frá Engidal. Hey- skapur muni minnka álag díoxína á landið, en heyinu ætti að farga. Gera þurfi ítarlegar rannsóknir á jarðvegi. Þá þurfi einnig að taka þarf sýni af villtum fiski í sumar. Huga þurfi að sýnatöku á rjúpu og berjum fyrir veiðitíma/upp- skeru. Hreinsa þurfi öll gripahús, hlöður og fóðurgeymslur vand- lega. Eftir ítarlegar umræður, rýni niðurstaðna, greiningu ýmissa efnamynda díoxíns, lestur greina og annarrar þekkingaröflunar þá eru þessar niðurstöður helstar: Búfé í Efri Engidal er líklega töluvert mengað, svo og afurðir. Búfé frístundabænda er líklega töluvert mengað, svo og afurðir. Sama gildi um búfé fengið í Engi- dal. Ekki er hægt að segja til um fyrr en að loknum rannsóknum á jarðvegi og ryki. Hvað varðar villt dýr segir í skýrslunni að líklegt er að rjúpa geti verið menguð. Villtur fiskur í ánni og lóninu þarfnast rannsóknar þar sem setið geti verið mengað. „Það eru því varla forsendur til að undanskilja nein dýr á svæð- inu þegar talað er um mengun,“ segir í skýrslunni. Tekin voru alls þrettán sýni af kjötafurðum frá bændum í Skut- ulsfirði. Af þessum 13 sýnum reyndust tvö vera eðlileg og í samræmi við niðurstöður sem fengist hafa við fyrri rannsóknir á búfjárafurðum. Tvö sýni sýndu væga hækkun en fimm sýni sýndu verulega hækkun en þó undir viðmiðunarmörkum. Tvö sýni níu af tólf voru yfir viðmið- unarmörkum. Einnig var sýni úr kú sem hafði verið eitt ár á bæn- um Efri Engidal, en fengin annars staðar frá, við viðmiðunarmörk. Sama má segja um niðurstöðu sýnis úr fimm vetra gamalli kind sem slátrað var í rannsóknarskyni og hafði gengið á beit í Engidal en á heyfóðri annars staðar frá. Auk þessa voru tekin sex sýni af mjólk hjá framleiðendum. Fimm sýni voru tekin á Vest- fjörðum og eitt í Öræfum. Sýni tekið í Efri Engidal reyndist yfir mörkum, hin voru eðlileg. Einnig var tekið heysýni í Skutulsfirði Efri Engidal. Þar var um að ræða safnsýni tekið úr nokkrum hey- rúllum. Mæligildi þessa meðal- talssýnis reyndist einnig það hátt að þeir gripir sem éta það fóður að staðaldri, fara mjög líklega yfir viðmiðunargildi sbr. niður- stöður mjólkur- og nautgripa- kjötsýna frá Efri Engidal. Af því leiðir að þetta fóður leiðir til ónýt- anlegra afurða. Skýrslan var kynnt á fundi Mat- vælastofnunar með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands, sam- tökum afurðasölufélaga og Um- hverfisstofnun þar sem sérfræði- hópur kynnti áfangaskýrslu um áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Engidal í Skutulsfirði. Niðurstaða fundarins og sér- fræðihópsins var sú að markaðs- setning búfjárafurða af þessu svæði sé ekki ásættanleg og að skoða verði framtíð búskapar á svæðinu í því ljósi. Til að taka afstöðu til framtíð- araðgerða á svæðinu var ákveðið að þegar yrði boðað til fundar með sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu, umhverfisráðu- neytinu, MAST, Umhverfis- stofnun, Bændasamtökum Ís- lands, fulltrúum bænda á svæð- inu og Ísafjarðarbæjar. Búfé líklega töluvert mengað Engidalur í Skutulsfirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.