Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Side 6

Bæjarins besta - 07.04.2011, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560, kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Á ríkisstjórnin að lækka opinberar álögur á eldsneyti? Alls svöruðu 604. Já sögðu 541 eða 90% Nei sögðu 53 eða 9% Alveg sama sögðu 10 eða 1% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Ritstjórnargrein Þjóðgarðurinn Vestfirðir Ef ætlunin er að gera Vestfirði að einum þjóðgarði og hafa íbúana til sýnis túristum, sem harðgerðan ættbálk landsmanna sem öðrum fremur lærði að lifa af því sem landið gaf og sótt var í hafið, sem hjarði af öðrum betur farsóttir vegna einangrunar, tókst í gegnum aldir að halda fénaði margs konar óáran, landshlutana sem fyrr á öldum var sagður griðastaður ólánsmanna sem gerst höfðu fingralangir sér til lífsbjargar eða með einum eða öðrum hætti gegnið á snið við vilja þeirra sem deildu og drottnuðu sjálfteknu valdi, landshluta sem lengst af var horft til varðandi sjósókn og útgerð allt fram eftir síð- ustu öld, svo fátt eitt sé tínt til, já ef menn vilja gera Vestfirði að þjóð- garði og síðustu hreinræktuðu íbúana að sýningargripum, eiga menn bara að segja það umbúðalaust. Hins vegar: Ef einhver alvara er á bak við fagurgala stjórnmála- manna um að efla byggð á Vestfjörðum, byggja upp samfélag sem stendur undir þeim kröfum sem nútíminn gerir kröfur til, hlýtur af- staða heimamanna, öðru fremur, að ráða ferðinni þegar kemur að nýtingu lands og gæða; þess fólks sem þarna býr og ætlar að búa. Ástarjátning þingmannanna Marðar Árnasonar og Róberts Marshall um að ,,fá svæði henti jafnvel fyrir þjóðgarð og landið á milli Þorska- fjarðar og Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð, sem sjálfur nýtur sérstakrar verndar ásamt eyjum, hólmum, skerjum og fjörum,“ svo vitnað sér til orðskrúðsins, er léttvæg móti hagsmunum fóks sem berst við að halda lífi í byggð, sem verið hefur skjól ættmenna þeirra kynslóum saman, en á nú á brattann að sækja. Ekki vantar sérfræðinöfnin á allar þær stofnanir, nefndir og ráð, sem lagst hafa gegn vilja íbúa Vesturbyggðar um vegagerð á sunn- anverðum Vestfjörðum. Rök þeirra eru mörg hver ekki ný af nál- inni. (Hver man ekki eftir spám um helför alls fuglalífs í Gilsfirði við þverun fjarðarins?) En þegar gripið er til andmæla við samgöngu- bætur á þeim forsendum að þær ,,þjóni fyrst og fremst þeim sem vilja komast hratt á milli staða“ og að með öðrum hætti – minni leyfilegum hraða – megi drag úr öryggisþáttum, fer hrollur um fólk sem enn býr við vegaslóða sem markaðir voru í landslagið fyrir hálfri öld (Dynjandisheiði) eða eru aðeins færir torfærubílum. Og þegar á þrykk er látið út ganga að íbúar Vesturbyggðar geti vel sætt við minni gæði í vegagerð ,,þar sem nú er komið bundið slitlag alla leið til Ísafjarðar,“ (101- Strandir – Ísafjörður) er mælirinn yfirfullur. Sé ætlunin að Vestfirðir verði einn allsherjar þjóðgarður er eins gott að Vestfirðingar taki sjálfir frumkvæðið, segi sig frá lögum við samfélagið innan hringvegarins, grafi skurð um eiðið milli Bitrufjarð- ar og Gilsfjarðar og slái eign sinni á miðin fyrir utan nýja eyríkið. – s.h. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Útlit fyrir ákveðna sunnan- og suðvestanátt. Vætusamt einkum S- og V-lands og milt í veðri. Horfur á laugardag: Útlit fyrir ákveðna sunnan- og suðvestanátt. Vætusamt einkum S- og V-lands og milt í veðri. Horfur á sunnudag: Áframhald- andi SV-átt með ofan- komu, einkum vestantil á landinu og kólnar. Fjölmenni á opnu húsi Talið er að á milli 250-300 manns hafi sótt opið hús hjá stofnunum og fyrirtækjum í Vestrahúsinu á Ísafirði á föstudag. „Þetta gekk rosalega vel og mikil ánægja var bæði hjá gestum og sérstaklega hjá fólkinu í húsinu. Vinsælast var að kíkja til Kerecis þar fólki bauðst að búa til krem sem sló alveg í gegn. Einnig var mjög vinsælt að fara til Hafró þar sem sýndur var kafbátur. Margir fóru líka í Neðri málstofu, eins og við köllum hana, en þar buðu stofn- anir upp krækling og fleira góð- gæti úr sjónum. Fólk dreifðist svo um allt húsið og allir fengu fullt af fólki í heimsókn,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, einn af skipuleggjendum opna hússins. Markmiðið með opna húsinu var að gefa gestum og gangandi tækifæri til að kynnast þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu. „Við héldum síðast opið hús í nóvember 2008 í tilefni af opnun nýjustu álmunnar í nóvember 2008 en á þeim tíma var verið að opna Snjóflóðasetrið. Mér finnst alltaf að það sé alltaf opið hús þar sem húsið er alltaf öllum aðgengilegt en það reyndist vel þess virði að standa fyrir þessum viðburði þar sem mikill munur er að fyrir fólk ð hafa tilefni til að koma eins og sýndi sig þarna,“ segir Peter Weiss forstöðumaður Háskólasetursins. „Við erum ofsalega glöð með viðtökurnar og vonumst til að opið hús verði reglulegur við- burður hjá okkur í framtíðinni. Við viljum líka hvetja áhugasama til að kíkja í heimsókn til okkar hvenær sem þá langar til,“ segir Albertína. – thelma@bb.is Margt var að skoða á opna húsinu. Vinsælt var að framleiða til sín eigin krem.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.