Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Auglýsing um breytingu á deiliskipu- lagi snjóflóðavarna undir Traðarhyrnu Bæjarstjórn Bolungarvíkur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deili- skipulagi snjóflóðavarna undir Traðarhyrnu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að svæðið sem gildandi deiliskipulag tekur yfir stækkar úr 23 ha í 24,7 ha. Breytingin er gerð í tengslum við gerð nýs snjóflóðavarnargarðs sem kemur austan við þann garð sem nú er í bygg- ingu en sunnan við götuna Stigahlíð. Skipulagssvæðið nær að lóða- mörkum Völusteinsstrætis 1 og 2a, og Hjallastrætis 2. Deiliskipulagstill- agan sýnir legu nýja snjóflóðavarnargarðsins, einnig legu göngustíga og annarra útivistarsvæða við hann. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu í Bolungarvík og á heima- síðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is, frá og með 1. apríl 2011 til og með 13. maí 2011. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 13. maí 2011. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Bolungarvíkur, Ráðhúsinu Aðalstræti 10-12, Bolungarvík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykkir henni. Bolungarvík, 30. mars 2011, Gísli Gunnlaugsson, byggingarfulltrúi. Strandar á Byggðastofnun Byggðastofnun hefur ákveð- ið að ganga til samningar við fyrirtækið Toppfisk í Reykjavík um sölu á eignum þrotabús Eyrarodda ehf., á Flateyri, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins. Aðeins er um að ræða þær eignir búsins sem Byggða- stofnun er veðhafi í en fyrir- tækið Lotna ehf., hafði áður fest kaup á stórum hluta eignanna. Jón Steinn Elías- son, framkvæmdastjóri Topp- fisks, segir viðræður við Byggðastofnun vera á byrj- unarstigi og ekki sé búið að ganga frá kaupunum. „Tilboð okkar hljóðar upp á allar eignir þrotabúsins, en eins og er, er annar aðili með rekstur í hluta húsanna. Það verður því í raun ekki hægt að hefja samningavið- ræður fyrr en búið er að ganga frá þeim málum,“ seg- ir Jón Steinn, sem vill ekki tjá sig um framtíðaráform fyrirtækisins með kaupum á fiskvinnslunni á Flateyri. „Málið er einfaldlega of stutt á veg komið svo ég geti tjáð mig. Ég geri mér þó vonir um að málin muni skýrast betur í þessari viku,“ segir Jón Steinn í samtali við BB. Kristján Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Lotnu ehf., sem rekur fiskvinnslu í húsum þrotabúsins, segir í samtali að fyrirtækið ætli að halda áfram að verka fisk í húsunum. „Við höldum bara okkar striki. Ég veit ekki hreint og beint ekki hvernig málin munu þróast og fylgist einfaldlega með í fjölmiðl- um,“ segir Kristján. Í frétt RÚV um málið er haft eftir samstarfsmanni Kristjáns í Lotnu, Sigurði Aðalsteins- syni, að það breyti engu þótt fyrirtækið þurfi að afhenda þær eignir sem Lotna hefur leigt af Byggðastofnun eftir stjórn stofnunarinnar ákvað að hætt við söluna. Hægt sé að halda áfram vinnslu. Breski Óskarsverðlaunahafinn og stórleikarinn Jeremy Irons var staddur á Ísafirði í byrjun vikunn- ar. Var hann í fylgd með breskum kvikmyndagerðarmönnum en þeir vinna nú að heimildarmynd sem beinir sjónum sínum að sorp- förgun og vandamálunum sem fylgja henni. Ísafjörður komst ný- verið í fréttirnar vegna sorp- brennslustöðvarinnar Funa en henni var lokað eftir að díoxín- mengun mældist frá henni. Að því er fram kemur á dv.is ætlar Jeremy því að beina sjónum sínum að Ísafirði og þeim vanda- málum sem sveitarfélagið hefur þurft að takast á við vegna sorp- förgunar og tóku kvikmynda- gerðarmennirnir meðal annars viðtal við bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, Daníel Jakobsson. Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Iceland Review, hefur verið breska framleiðslufyrirtækinu Blenheim Films innan handar vegna verkefnisins. „Þetta er al- þjóðlegt verkefni sem fjallar um sorpförgun og það er tekið um allan heim í rauninni. Ísafjörður er fyrsti áfangastaður og það er verið að velta fyrir þessu díoxín vandamáli sem kom upp og er hér á Íslandi, víðar en hér reynd- ar,“ segir Bjarni í samtali við DV. Hann segir Breta notast við sorpbrennslustöðvar og hyggi á að byggja fleiri slíkar. „Þetta er því vandamál víðar en hér. En mér skilst að það sé verið að taka allhressilega á málum á Íslandi og allir byrjaðir að flokka sorp og taka til,“ segir Bjarni en hann segir Jeremy Irons vera fenginn í verkefnið sem þulur myndarinn- ar. Jeremy Irons á að baki glæstan kvikmyndaferil en hann hefur einnig leikið í fjölmörgum leik- ritum á sviði og bæði sjónvarps- myndum og þáttum. Sem dæmi um myndir hans má nefna The Man in the Iron Mask, Stealing beauty, Die Hard with a Venge- ance, Lion King, Eragon og Rev- ersal of Fortune en fyrir leik sinn í henni hlaut hann fjölda verð- launa þar á meðal Óskarsverð- laun sem besti leikarinn. – thelma@bb.is Jeremy Irons á Ísafirði Jeremy Irons er margverðlaunaður og heimsfrægur leikari.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.