Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 07.04.2011, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 13 Á átta ára ferli stendur ýmislegt upp úr, sem blaðamaður stenst ekki mátið að spyrja um. „Það er alveg slatti,“ segir Öddi. „Það fyrsta sem stóð upp úr voru tónleikar á Spáni þar sem ég ætlaði að hætta að vera tónlistarmaður. Það urðu alveg ógleymanlegir tónleikar – ég gaf allt í þá. Mér var alveg sama. Mig langaði helst að það liði yfir mig. Ég dró eins djúpt andann og ég gat og svo öskraði ég eins hátt og ég gat, eins lengi og ég gat. Ég var farinn að sjá nokkrar stjörnur, svona, og hugsaði bara jess – það er að líða yfir mig! Djöfull væri það flott! Svo leið ekki yfir mig. Ég var mjög svekktur, en þetta voru samt al- veg geðveikir tónleikar. Ég var kannski svolítið inn í mig fram að þeim, vel krúttaður á því. En svo fattaði ég þarna að maður verður að gefa svolítið í. Þeir breyttu mér, þessir tónleikar,“ rifjar hann upp. Hann hefur sömuleiðis hitað upp fyrir bandið Queens of the Stone Age á tónleikaferðalagi um Kanada þvert og endilangt. „Það var líka ógleymanlegt í alla staði, að vera með þessu bandi og að spila fyrir fimm, tíu þúsund manns á kvöldi,“ segir hann frá. „Þegar ég var að tölvutrúba- dorast hitaði ég líka upp fyrir band sem heitir Fantomas í Lon- don. Þar voru svona 5000 manns í salnum og allt gotharar. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að taka eina einustu ballöðu og man að ég setti allt í botn. Það var alveg rosalegt hljóðkerfi þarna. Ég setti eitthvað bassahljóð í gang og hélt grínlaust að ég myndi sprengja húsið. Ég horfði út í sal og fólk var í alvörunni hrætt. Að sjá fimm þúsund goth- ara vera að skíta á sig af hræðslu... það fannst mér eitthvað alveg geggjað,“ segir hann og hlær við. Einangrunin hentar vel Öddi og Rúna hafa nú búið í Súðavík í fimm ár, sem hann segir hafa verið góðan tíma. „Þetta er búið að vera æðislegt og góður balans, að vera í ein- angrun hér og svo í geðveikinni. Það á mjög vel við mig. En það er samt alveg hellings einangrun að búa í Súðavík veturlangt. Það getur verið alveg hundleiðinlegt að vera í þessu myrkri. Ég vinn líka heima hjá mér, þannig að maður fær stundum smá „cabin fever“. Þetta er eins og að vera út á sjó – að labba bara upp og niður stigann heima hjá sér, út í kaupfélag og til baka. Þó það sé æðislegt fólk hérna þá er sjón- deildarhringurinn kannski svo- lítið lokaður stundum,“ segir Öddi, sem reiknar með því að fjölskyldan flytji sig einhvern tíma um set – þó hann hafi ekki hugmynd um hvort það verði í næsta mánuði eða eftir tuttugu ár. „Þetta eru náttúrulega heima- hagarnir hennar Rúnu, svo ég hugsa að við verðum alltaf með eitthvað „base“ þarna, en ég held að við verðum ekki í einhverjum Húsið á sléttunni fílingi þarna að eilífu,“ segir hann brosandi. Auk plötuútgáfunnar, og auð- vitað Aldrei fór ég suður, stefnir Öddi á tónleikahald í sumar. Hann hefur þegar bókað sig á nokkra tónleika erlendis, en von- ast til að komast á rúnt um Ísland líka með börn og buru og tjald í farteskinu. „Það væri draumur að geta sameinað tónleika og úti- legu,“ segir hann. „Ég hlakka líka til að fara til Færeyja, á G! Festivalið. Það er besta hátíð í heimi, ekki bara út af músíkinni, heldur bænum, Götu. Þegar ég var þar fór ég einu sinni út í runna að pissa. Á meðan ég var að kom karl út úr runnanum og bauð góðan daginn – þá var ég að pissa í garðinn hans. Hann benti mér á, í góðum fíling, að húsið væri opið og mér væri velkomið að pissa bara í klósettið hans. Ég hélt náttúru- lega að hann væri að grínast og baðst afsökunar. Svo var hann ekkert að grínast. Hann sagði að það væru öll hús þarna opin og fólki velkomið að fara inn og nota klósettið – og hjá honum og bróður hans gætum við líka farið í ísskápinn og sótt okkur bjór eða lagt okkur í sófanum, eða hvað sem er,“ segir Öddi frá, en hann segist gjarnan vilja sjá svip- aðan anda á Ísafirði í kringum Aldrei fór ég suður. „Vestfirðingar eru sérlundaðir og skemmtilegt fólk. Það væri geðveikt ef það væri hægt að virkja þessa stemningu meira, að bærinn sé bara í afmælisveisl- unni,“ segir hann. „Það er það sem er svo skemmtilegt – fyrir aðkomufólk líka. Bærinn er ekki bara hylki utan um einhverja há- tíð, heldur gæti þetta verið lífæð – að það sé gaman að koma hingað út af fólkinu. Þess vegna langaði okkur líka að hluta til að opna þetta og fá Ísfirðinga meira með okkur í hin og þessi verk- efni,“ segir Öddi, sem elur annars þann draum í brjósti sér að geta lagt hátíðina í hendur annarra. „Draumurinn væri að geta sagt sig frá þessu og verið bara gestur. Ekki spurning. Rúna hefur stund- um ekki séð eitt einasta atriði. Og ég hef ekki borðað páskaegg með strákunum mínum í mörg ár. Ég veit að þannig er það hjá okkur öllum í nefndinni góðu,“ segir hann og brosir. Og þar með, á meðan upp- hafstónar Hagléls hljóma í út- varpinu, lýkur spjallinu á hafn- arkontórnum. Áhugamenn um Aldrei fór ég suður geta hins vegar hlakkað til komandi páska, og þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta haft samband við rokkstjórann Jón Þór, eða rétt upp hönd á Facebook-síðu hátíð- arinnar. Hver veit nema aðstoð- armaður úr klósettnefnd þetta árið geti orðið arftaki Ödda og félaga þegar fram líða stundir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.