Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Page 14

Bæjarins besta - 07.04.2011, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Bann við dragnótaveiðum út af Ströndum tekur gildi 15. apr- íl og stendur til og með 31. desember 2015. Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð þess eðlis. Verða þá allar veiðar með dragnót bannaðar á eftirfarandi svæði: Inn- an línu sem dregin er frá Rana í Hornbjargi 66°27,3´N - 022° 24,1´V í Selsker 66°07,5´N - 021°30,0´V og þaðan í Gjögurvita 65°59,3´N - 021°19,0´V allt árið. Brot á ákvæðum reglugerðarinn- ar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. Dragnótaveiðar bannaðar Norrænar handverksbúðir verða haldnar á Þingeyri í sumar á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands í samstarfi við Þjóð- búningafélag Vestfjarða. Í sumarbúðunum verður boðið upp á námskeið fyrir alla aldurshópa m.a. námskeið í jurtalitum, vattasaum, útskurði, eldsmíði og íslenskri matargerð. Þá verður boðið upp á fyrirlestra á milli námskeiða auk þess sem haldnar verða sýningar, kvöldvökur og í dagsferð um Arnarfjörð. Þátt- takendur koma frá öllum Norðurlöndunum og fer kennslan fram á skandinavísku. Handverksbúðir á Þingeyri Kosning til embættis vígslubiskups í Skálholti lýkur á föstu- dag. Gert er ráð fyrir að talið verði miðvikudaginn 13. apríl og að niðurstöður liggi fyrir samdægurs. Fimm prestar eru til- nefndir í kjörinu þar á meðal sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sókn- arprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastdæmi. Auk hennar gefa kost á sér sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson, vímuvarnarprestur og fyrrum prestur á Suður- eyri, Tálknafirði og Ísafirði. Nýr vígslubiskup verður vígður á Skálholtshátíð 17. júlí. Sr. Agnes gefur kost á sér Eva Margrét Kristjánsdóttir leikmaður KFÍ hefur verið valin í landslið stúlkna yngri en 15 ára. Er hún meðal tólf leikmanna sem Tómas Holton þjálfari, hefur valið til að taka þátt í sterku móti í Kaupmannahöfn í sumar. Ísland hefur tekið þátt undan- farin ár og sigruðu meðal annars mótið fyrir tveimur árum í flokki drengja en mótið mun vera fyrir bæði kynin í fyrsta sinn í ár. Síðasta ár léku stelpurnar nokkrar leiki við jafnöldrur sín- ar í danska landsliðinu. U15 er fyrsta stig í landsliðsstarfi KKÍ og undanfari U16 liðanna sem taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert. Eva hefur staðið sig vel í leikjum með KFÍ í vetur þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára. Eva valin í U15 ára landslið Hlaða batteríin í sumar á Kirkjubóli í Bjarnardal Sjónvarpshjónin Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson ætla að reka litla bændagistingu í Bjarnardal í Önundar- firði í sumar. „Við fáum svo sem lítið út úr því nema bara fyrir kostn- aði enda er það sam- veran sem við erum að leita eftir,“ segir Svavar í viðtali við helgarblað DV. Hann segist mjög spenntur fyrir verkefn- inu og að öll fjölskyldan muni hjálpast að við verkefnið. „Stóru stelp- urnar munu fá sín verkefni og smá laun fyrir það. Þær verða í því að undirbúa morgunmatinn og einhverju fleira. Þetta verður svona fjölskylduframtak að halda staðnum gangandi og við hlökkum mikið til. Þannig ættum við Þóra að geta hlaðið batteríin og mætt tvíelfd til leiks eftir sumarfríið.“ Auglýsing um kjörfund 9. apríl 2011 Tilkynning frá kjörstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar Þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011, fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Kjörfundur þann 9. apríl 2011 verður haldinn í fundarsal Ráðhúss Bolungarvíkur að Aðalstræti 12. Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 22:00 síðdegis. Bolungarvík, 30. mars, Kjörstjórnin í Bolungarvík. Á leikárinu 2009/2010 sóttu 1.500 Vestfirðingar sýningar áhugaleikfélaga í fjórðungnum. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands á leikhúslífi landans voru á síðasta ári starfandi tvö áhuga- leikfélög á Vestfjörðum og settu þau upp tvær uppfærslur sem sýndar voru 15 sinnum. Þetta þýðir að meðalfjöldi sýningar- gesta á Vestfjörðum var 100 tals- ins á síðasta ári. Þegar miðað er við íbúafjölda í fjórðungnum sóttu tveir af hverjum tíu íbúum sýningar áhugafélaganna sem er tvöfalt hærra hlutfall en á land- inu öllu. Á Vestfjörðum er líka starfandi einn atvinnuleikhópur, Kómedíuleikhúsið, en tölur um gesti og uppfærslur leikhópsins eru ekki með í þessum tölum Hag- stofunnar. Þegar litið er til sögunnar hef- ur leikhúslífið á Vestfjörðum oft verið líflegra en síðastliðin ár. Leik- árið 2001/02 voru gestir leikhús- anna 6.810 sem þýðir að 9 af hverjum 10 Vestfirðingum hafi sótt uppfærslur leikfélaganna. Þá má sjá að áhugaleikfélögum hefur fækkað nokkuð hratt síðastliðna tvo áratugi. Leikárið 1991/92 voru starfandi sjö áhugaleikfélög í fjórðungnum og settu þau upp 10 uppfærslur sem sýndar voru 68 sinnum. – kte@bb.is Vestfirðingar eru dug- legir að sækja leikhús Almenn skynsemi er besta forvörnin Vírusvarnir mega sín lítils þeg- ar notendur velja sjálfir að virkja forrit með því að smella á hlekki á netinu. Björn Davíðsson, þró- unarstjóri hjá tölvuþjónustunni Snerpu á Ísafirði, segir „almenna skynsemi“ seint verða ofmetna sem forvörn á internetinu. Fólk sem notar samskiptavefinn Face- book kann að hafa orðið vart við nokkra aukningu á því að jafnvel grandvörustu menn sendi frá sér það sem virðist vera tenglar í vafasamt efni á vefnum. Full ástæða er til að sýna aðgát í þess- um efnum, jafnvel þótt einungis virðist vísað á saklaust grín. Í samtali við Fréttablaðið segir Björn algengt að fólk þurfi að setja upp kerfisviðbætur til að skoða efni á netinu, svo sem Microsoft Silverlight, Flash eða Shockwave. Mikilvægt sé hins vegar að sýna aðgát þegar fólk er beðið að samþykkja forrit sem það ekki þekkir. „Við köllum þetta trójuhesta, en það eru forrit og forritsbútar sem virðast vera annað en þeir eru,“ segir hann. Fjölmargar útgáfur eru af slík- um svikabrögðum á netinu, en flestar eiga þær sammerkt að fiskað er eftir upplýsingum úr tölvu notandans, oftar en ekki til þess að senda fleirum óvær- una. „Og stundum kemur fyrir að notandinn samþykkir notkun- ina, jafnvel án þess að kynna sér skilmála sem upp koma. Þar gæti eins staðið að forritið ætli að nýta sér upplýsingar úr tölvu notand- ans,“ segir Björn, þessi leikur hefur verið leikinn á Facebook, þar sem fólk lætur plata sig gegn loforðinu um að fá að sjá myndir, myndskeið eða brandara. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.