Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 17

Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 17 Steinunn Knútsdóttir leikstjóri annar stofnenda Herbergis 408 listaverk. Við reynum að vera í samstarfi við heimafólk, eða að minnsta kosti fólk sem hefur ein- hver tengsl við sýningarstaðinn. Hugmyndin er að styrkja menn- ingarlíf á hverjum stað líka, í stað þess að senda leikara á hvern og einn stað, til dæmis,“ útskýrir hún. Árni Pétur Guðjónsson er í að- alhlutverki í Reykjavík, Halldóra Malin Pétursdóttir á Seyðisfirði en Aðalbjörg Árnadóttir á Akur- eyri. Á Ísafirði er það leikarinn Ársæll Níelsson sem fer með hlutverk Halldórs, en Bjarni Þór Sigurbjörnsson sér um leikmynd og útlitshönnun. Bjarni hefur haft annan fótinn á Flateyri á síðustu árum, en Ársæll er Vestfirðing- um hins vegar að góðu kunnur eftir starf sitt með Kómedíuleik- erum við öll að vinna á sama staðnum og klukkan er frekar mikið á lofti,“ segir Steinunn og brosir. „Við erum svolítið að skoða millitímana og stilla þetta saman. En það eru auðvitað leiðir til þess að samstilla sýningarnar þó að við séum á fjórum mismun- andi stöðum,“ segir hún. Fá heimafólk í lið með sér Frumsýning Jökla er 15. apríl, en sýnt verður nokkrum sinnum í dymbilvikunni, á Skírdag og laugardegi fyrir páska. Þegar sýn- ingum er lokið verður efnið hins vegar unnið og klippt saman og gert aðgengilegt á netinu. „Það verður þá svolítið í lík- ingu við hljóðverkið Herbergi 408. Fólk mun geta nálgast það á netinu og við munum þá texta verkið líka. Internetið er alþjóð- legur vettvangur og þannig getur fólk alls staðar að úr heiminum komið í leikhúsið okkar,“ bendir Steinunn á. Fjöldi fólks kemur að undir- búningi og sýningu Jökla og Steinunn segir hópinn hafa reynt að nýta sér hæfileika heimafólks á hverjum stað. „Ég og Hrafn- hildur Hagalín erum handritshöf- undar og svo erum við með fullt af samstarfsfólki um allt land. Það er að mestu leyti myndlist- arfólk sem hefur umsjón með sjónræna hlutanum, svo hver sýning er í raun eins og sjálfstætt húsinu. Steinunn hefur gert internetið að viðfangsefni sínu og miðli áður. „Árið 2003 vann ég sýning- una Aurora Borealis með leik- hópnum Lab Loki í samstarfi við leikhúsið Kassandra Production í Danmörku, þar sem við settum upp sýningar í báðum löndum sem töluðust á yfir hafið,“ segir hún frá. „Ég er hins vegar ekki bara hrifin af internetinu sem miðli, heldur líka sem rými. Í leikhúsinu erum við nefnilega alltaf að vinna með rými. Internetið er líka stað- ur þar sem fólk eyðir miklu af sínum tíma og þar er til dæmis orðinn stór vettvangur fyrir menningarneyslu – öll neysla hefur færst mikið yfir á netið. Fólk er ekki eingöngu að sækja sér afþreyingu þar, heldur líka menningu,“ útskýrir Steinunn. „Þess vegna finnst mér það mjög eðlilegt að skoða netið sem vett- vang fyrir ýmiss konar gjörn- inga,“ bætir hún við. Frá því að hún vann sýninguna Aurora Borealis fyrir átta árum hefur hins vegar ýmislegt gerst hvað varðar tæknimál. „Tæknin var allt önnur þá, það er mun auðveldara að gera þetta núna,“ segir Steinunn og hlær við. „Þá vorum við að glíma mikið við „delay“-vandamál. Ef einhver sagði eitthvað þurfti að bíða að- eins þangað til það heyrðist á hinum staðnum. Í dag er ekkert mál fyrir okkur að tala saman og halda fundi í gegnum netið. Þó að við séum sitt í hverjum lands- hluta getum við talað saman á netinu og öll verið í mynd,“ segir Steinunn. „Það er mjög spennandi að fylgjast með því hvernig tækn- inni fleygir áfram. Það eru alltaf að opnast nýjir möguleikar,“ bætir hún við. Þróunin einskorð- ast þó ekki við tæknileg atriði, heldur hefur internetið sjálft með árunum öðlast breyttan sess. Allt það sem þar er að finna eignast sífellt stærri þátt í lífi mannsins, sem sækir í dag mun fleira en upplýsingar á veraldaravefinn. „Þetta er ekki lengur spurning um formtilraunir, heldur er þetta þannig í dag að sögur gerast mikið á netinu. Fólk gerir allt á netinu, löglegt og ólöglegt, það elskast og hatast og afgreiðir öll sín mál og sinnir flestum sínum þörfum í netheimum. Þessi staður sem veraldarvefurinn er, er orð- inn nýr vettvangur fyrir mannleg samskipti,“ segir Steinunn. „Í tilfellum eins og hjá persón- unum í Jöklum getur fólk lifað lífi sínu að miklu leyti á netinu. Þar á það sín samskipti. Fyrir því fólki er netið mun meiri veruleiki en það sem er fyrir utan hurðina. Þar eigum við samskipti, finnum ástina, þrána og allt það sem við erum alltaf að fjalla um í leik- húsinu í heild sinni,“ segir Stein- unn. Nánari upplýsingar um verkið má nálgast á heimasíðunni www. herbergi408.is. – Sunna Dís Másdóttir. Leikhópurinn sem tekur þátt í verkinu. Árni Pétur Guðjónsson, Halldóra Malin Pétursdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir og Ársæll Níelsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.