Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Síða 18

Bæjarins besta - 07.04.2011, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Krossgáta og Vestfirðinga. Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal. Lausn á síðustu krossgátu Sykurmolar, teskeiðar og plastpokar á safni? Hugmyndir um svokallað Dellu- safn á Flateyri hafa vakið mikla athygli og hefur Jón Svanberg Hjartarson, tilvonandi safnstjóri, fengið loforð um tvö einkasöfn til framtíðarvörslu. Þar er um að ræða safn aldraðrar konu í Reyk- javík sem hefur safnað teskeiðum á ferðum sínum um heiminn. Safnið telur yfir 300 teskeiðar frá yfir 40 þjóðlöndum. Þá á Jón Svanberg einnig gamalli ferða- tösku sem er full af plastpokum frá verslunum sem starfað hafa á Ísafirði síðustu áratugi. „Það er klárt að þar leynast gullmolar enda um hluti að ræða sem fæstir hafa haft rænu á ða halda upp á,“ segir í bréfi Jóns Svanbergs til bæjaryfirvalda. „Þá hafa menn lýst áhuga á að koma upp pennasafni, járnmódelsafni með nákvæmar eftirlíkingar vinnuvéla- og vörubifreiða. Einnig er hugsanlegt að sýnt verði sykurmolasafn, tóbaksum- búðasafn frá hernámsliðinu sem var á Flateyri í síðari heimstyrj- öld, og svo framvegis,“ segir í bréf- inu þar sem Jón Svanberg ítrekar beiðni um styrk. Eins og komið hefur fram hefur hann farið þess á leit við Ísafjarð- arbæ að fá húsnæðið sem áður geymdi skrifstofur Flateryrar- hrepps og bóksafn, leigt án end- urgjalds til þriggja ára á meðan safninu er komið á koppinn. Ósk- ar hann því eftir að ef Ísafjarðar- bær samþykkir að leigja honum húsnæðið að gengið verði frá því sem fyrst. Jón Svanberg segir hugmynd- ina hafa kviknað þegar hann fór að velta fyrir sér hvaða mögu- leikar gætu verið í boði til að skapa störf á Flateyri. Segist hann hafa til nokkurra ára haft hug á því að opna á Flateyri alþjóðlegt lögregluminjasafn. Hann hefur jafnframt bent á að safnið gæti orðið aðdráttarafl fyrir ferða- menn og gæti jafnvel átt mögu- leika til tekjuöflunar þannig að það geti orðið sjálfbært hvað varð- ar launa- og húsnæðiskostnað. Jón Svanberg Hjartarson, tilvonandi safnstjóri.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.