Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.03.2012, Page 8

Bæjarins besta - 15.03.2012, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 lenduvöruverslanir.“ - Voru samskiptin við kúnnana öðruvísi þá en í dag? „Þau voru miklu persónulegri. Reyndar held ég að Jón Bárðar hafi verið einn fyrsti kaupmað- urinn á landinu til að opna svokallaða sjálfsafgreiðsluversl- un. En í til dæmis Björnsbúð var allt afgreitt yfir borðið. Kex, kornvara og fleira kom í kössum en svo var þetta vigtað og pakkað á staðnum. Mér er líka alltaf minn- isstætt þegar ég var í landlegu á þessari einu vetrarvertíð sem ég fór á og gekk upp Hafnarstrætið með skipsfélaga mínum. Þá heilsuðu allar konurnar mér kumpánlega. Þegar við vorum komnir upp að kirkjugarði var félaga mínum nóg boðið og spurði hvernig það eiginlega væri með mig. En allar þessar konur voru auðvitað fyrrverandi kúnn- arnir mínir í Björnsbúð og hjá þau í Hafnarstræti 1 þar sem Stjórn- sýsluhúsið stendur í dag og síðar í Aðalstræti 22 en það hús hefur líka verið rifið,“ segir Finnur. „Í dag eru skólafélagarnir gömlu líka flestir farnir. Ég á 50 ára fermingarafmæli í vor en af yfir sextíu manna árgangi erum við aðeins sex eftir hérna. Af hópn- um eru ekki nema fimm dánir, hinir eru bara allir fluttir.“ Verslunarmaður Finnur fór að vinna í gömlu Björnsbúð aðeins fjórtán ára gamall. „Þá byrjaði ég sem verslunar- maður og hef nánast ekki gert neitt annað alla mína ævi, nema að ég var eina vetrarvertíð á sjó. Hér var mikil verslunarmenning og kaupmenn á mörgum hornum. Björnsbúð, Finnsbúð, Jónas Magg og fleiri litlar matvöru- og ný- Finnur Magnússon var ekki nema fjórtán þegar hann hóf afgreið- slustörf í gömlu Björnsbúð en verslunarrekstur átti svo eftir að verða ævistarfið. Blaðamaður BB hitti Finn á heimili hans og spjallaði við hann um kaup- mennsku, möndludropa, land brossins og kúluna hvítu. Sex af sextíu „Ég er fæddur á Ísafirði árið 1948 og bjó hér mín fyrstu 21 ár. Þá flutti ég suður, eða „skrapp í burtu“ í 24 ár, en kom aftur hing- að 1995. Þegar ég snéri aftur reyndust lítil ummmerki um veru mína hér áður fyrr. Öll heimili sem ég hafði átt á Ísafirði voru horfin. Ég fæddist í Norðurtanga- húsinu en síðan fluttu foreldrar mínir í lágreist hús sem stóð á bakvið Ásbyrgi við Skipagötu, það var horfið. Því næst fluttu Jóni Bárðar.“ - Hvernig líkaði þér á sjónum? „Ágætlega, þótt ég hafi verið hræðilega sjóveikur til að byrja með. Ég var kokkur, við vorum á línu og bara fimm um borð. Þegar ég hafði losnað við sjóveikina varð þetta fínt.“ Finnsbúð Eftir viðkomu í Keflavík starf- aði Finnur sem verslunarstjóri í Hagabúðinni á Hjarðarhaga, keypti síðan sína fyrstu verslun. „Já, sú hét Finnsbúð. Ég keypti eina af svokölluðu Kiddabúðun- um, mat- og nýlenduvöruverslun sem stóð á horni Bergstaðastrætis og Baldursgötu. En Kiddabúð- irnar voru í samkeppni við Silla og Valda búðirnar á sínum tíma. Mér fannst auðvitað mjög spenn- andi að vera kominn í eigin rekst- ur. Það var mitt lán að þegar ég fór í Verslunarbankann til að biðja um fyrirgreiðslu var þar bankastjóri Höskuldur Ólafsson sem hafði verslað í Hagabúðinni og því þekktumst við. Ég var staðráðinn í að breyta búðinni, innréttingum og öðru, enda var hún orðin barn síns tíma. Og ég fékk fyrirgreiðsluna sem ég þurfti til þess. Þetta voru skemmtilegir tímar og margir þekktir landsmenn sem maður kynntist í Hagabúðinni og í Finnsbúð. Þar verslaði til dæmis sonur Sveins Björnssonar, Guðni kjaftur, Ármann Snævarr og Húsameistari ríkisins. En þarna í kringum Bergstaðastrætið var líka eitthvað af óyndisfólki sem var mikið í víni og þesshátt- ar. Ég keypti mikið inn frá Matkaup sem var þekkt heild- verslun en þeim þótti undarlegt hvað konurnar í hverfinu væru duglegar að baka. Finnsbúð var

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.