Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.03.2012, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 15.03.2012, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 9 Maður skyldi aldrei segja aldrei stærsti kúnninn í möndludropum. Það bjuggu nefnilega tvær fjöl- skyldur þarna í hverfinu sem komu daglega og keyptu heilan kassa af möndludropum,“ segir Finnur og brosir. Fjárhagsörðugleikar Eftir sex ár við Bergstaða- strætið ákvað Finnur að snúa sér að öðru. „Þá keypti ég verslunina Hreið- rið sem stóð lengst af við Smiðju- veg í Kópavogi. Ég keypti hana af kunningja mínum sem hafði verið verslunarstjóri minn á Hafn- argötu í Keflavík. Hann hafði farið út í húsgögn og opnað þessa verslun ásamt þeim sem rak Lín- una á sínum tíma. En Hreiðrið var sérverslun með rúm.“ - Hvernig var að skipta úr mat- vöru í húsgögn? „Það voru eiginlega rosaleg viðbrigði og mér hreinlega kross- brá fyrst. Í matvörunni er maður að selja allan daginn, smátt og smátt. En í húsgagnaversluninni sat maður kannski og gerði nán- ast ekkert allan daginn og seldi ekkert. Svo síðasta klukkutímann komu 2-3 kúnnar og allt í einu var maður kannski búinn að selja meira á þessum eina klukkutíma en maður hefði gert frá níu til sex í matvörunni. Þetta voru því stærri tölur en mun færri.“ Finnur rak Hreiðrið í níu ár en þá hallaði undan fæti. „Ég hafði farið út í það að byggja og á sama tíma fór ég út í það að kaupa húsnæði fyrir versl- unina. En þetta var á þeim tíma sem kaupgjaldsvísitalan var tekin úr sambandi, 1984. Eftir á hafa stjórnmálamenn lýst því yfir hversu mikil mistök það hafi ver- ið, enda yfir 80% verðbólga á þessum tíma. Allt í einu hafði fólk miklu minna á milli hand- anna og maður sá verðbólguna éta upp eignirnar. Og sjálfur fór ég mjög illa fjárhagslega út úr þessum tíma.“ Austur svo vestur Spurður hvernig Ísfirðingnum hafi liðið í borginni á þessum árum, svarar Finnur: „Ég kunni mjög vel við mig. Var meira að segja búinn að segja á þeim tíma að ég ætti aldrei eftir að koma aftur hingað vestur, nema bara í heimsóknir. En mað- ur skyldi aldrei segja aldrei.“ Eftir stutta viðkomu sem versl- unarstjóri hjá Plúsmarkaðnum í Grafarvogi tók Finnur næst upp verslunarrekstur austur á fjörð- um. „Já, mig langaði til að breyta til og fór austur á Breiðdalsvík til að reka kaupfélagið þar. Þeir voru að tölvuvæða hjá sér og ég hafði orðið mér út um einhverja þekkingu á því hjá Plúsmarkaðn- um. Þarna var ég í tvö ár og kunni mjög vel við mig. Þótt starf væri ekki umsvifamikið var það skemmtilega fjölbreytt.“ Árið 1995 snéri Finnur svo aftur á Ísafjörð. „Ég var nýskilinn við þáver- andi sambýliskonu mína og faðir minn var háaldraður í Bolungar- vík. Þannig að ég ákvað að koma hingað vestur í smátíma. Ég réði mig í Bókhlöðuna, þangað sem ég hafði horft sem lítill drengur úr glugganum á Hafnarstræti 1, og er þar enn. Eftir að ég kom hingað sökkti ég mér í félagslíf aftur og er til dæmis einn af stofn- endum Litla leikklúbbsins. Ég kynntist líka hvítu kúlunni og sökkti mér í golfið. Það var bara virkilega gott að vera kominn aftur,“ segir Finnur. „Þótt ég hefði kunnað vel við mig í Reykjavík þann tíma sem ég bjó þar þá er ég orðinn þannig í dag að ég stoppa ekki þar lengur en ég nauðsynlega þarf. Ég þarf að komast heim sem fyrst aftur.“ Hvíta kúlan Finnur er öflugur golfari og segist hvergi líða betur en úti á velli. „Það var samt aldrei meiningin að fara út í golfið. Þegar menn sem ég þekkti spurðu mig hvort ég ætlaði ekki að fara að kíkja með þeim á völlinn hélt ég nú ekki. Ég hefði aldrei snert á golf- kylfu og hygðist ekki gera það. En svo af tilviljun fór ég á golf- námskeið haustið 1995 og bara gjörsamlega féll fyrir þessu. Það má segja að ég nánast flytji lög- heimili mitt inn í Tungudal á vorin og til baka á haustin. Maður er þarna öllum mögulegum stundum en hef líka rekið veit- ingasöluna í skálanum undanfar- in ár.“ - Hvað er svona heillandi við golf? „Það er svo margt. Þetta er mikil útivera, góð hreyfing og svo er félagsskapurinn frábær. Við hér á Ísafirði erum svo lán- samir að geta nánast alltaf gengið beint á teig. Í flestum tilfellum hittir maður þá einhvern sem er að hefja hring. Þetta er ekki eins og í Reykjavík þar sem maður þarf að taka ákvörðun um að spila með tveggja daga fyrirvara og svo framvegis.“ Finnur tekur reglulega þátt í mótum og er með 19,3 í forgjöf. „Hér fyrir vestan erum við með 27 holur, þrjá níu holu golfvelli, það telst bara mjög gott. Fyrir sunnan hef ég farið svolítið í Leiruna, líklega vegna þess að bróðir minn býr í Keflavík, en mér finnst líka skemmtilegt að spila á Keilisvellinum. Eitthvað sumarið tók ég þátt í landsmóti eldri kylfinga sem var haldið á Akranesi. Hélt svo áfram og fór um bæði Norður- og Austurland til að spila. Ég er því búinn að prófa marga velli á landinu.“ Land brossins Finnur hefur gert töluvert af því að skreppa út fyrir landstein- ana til að spila golf. „Frá því 1996 hef ég farið á hverju ári í golfferð erlendis. Fyrst fór ég til Skotlands, síðan mikið til Spánar og Portúgal. Það var alltaf verið að spyrja mig hvers vegna ég færi ekki til Tæ- lands en ég var bara ekki sérstak- lega spenntur fyrir því. Fannst langt þangað. En svo ákvað ég að gefa sjálfum mér golfferð til Tælands þegar ég yrði sextugur, árið 2008. Síðan hef ég eiginlega ekki séð annað, búinn að fara á hverju ári og er mjög heillaður af landinu og þjóðinni.“ - Hvernig er Tæland? „Mannlífið er skemmtileg og menningin, auk þess sem landið er geysilega fagurt. Og golfvell- irnir eru náttúrlega frábærir. Á Pattaya ströndinni eru 22 golf- vellir, hverjir öðrum ólíkir en allir skemmtilegir. Pattaya er mik- ið ferðamannasvæði en Banda- ríkjamenn uppgötvuðu þessa strönd í Víetnamstríðinu. Þeir voru með herflugvöll stutt frá henni og ströndin byggðist upp út frá því. Til dæmis hitti Earl Woods, faðir Tiger Woods, kon- una þarna á Pattaya þegar hann var í Víetnamstríðinu,“ segir Finnur. „Að vísu er orðið svolítið dýr- ara að dvelja þarna en þegar ég fór fyrst árið 2008. Þá var tæ- lenska battið um 2 krónur ís- lenskar en hefur verið nær 4 krón- um undanfarin ár. Því hefur mað- ur ekki verið að spila dýrustu vellina upp á síðkastið. Á þeim er rásgjaldið yfirleitt um 2000 bött en við höldum okkur yfirleitt við velli þar sem rásgjald er nær því að vera 1000 bött. Maður verður að ráða til sín kylfusvein og leigja golfbíl og þannig bætast við 600 bött. Að spila þokkalegan völl með öllu kostar því 1600 bött, eða 6400 krónur.“ Finnur er tiltölulega nýkominn heim frá Tælandi. „Ég kom heim fyrir um mánuði eftir sex vikna dvöl. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið yfir áramót. Það var mjög skemmti- leg reynsla að liggja á ströndinni um áramótin og horfa á flug- eldahafið. Annars sýndist mér Tælendingar halda upp á ára- mótin með svipuðum hætti og Íslendingar.“ Finnur bætir við: „Þrátt fyrir hækkunina á batt- inu er landið enn mjög ódýrt. Til dæmis geturðu hæglega borðað þrjár góðar máltíðir á dag á veit- ingastað fyrir þúsund krónur ís- lenskar.“ - Finnst þér mikill munur á lífsstíl og viðhorfum Íslendinga og Tælendinga?

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.