Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.03.2012, Síða 10

Bæjarins besta - 15.03.2012, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 „Mjög mikill. Almenningur í Tælandi berst ekki jafn mikið á, enda launin ekki há. Í síðustu ferð heimsótti ég vinkonu mína sem býr norðarlega í landinu. Þar er fólk sjálfu sér nægt með allt saman og stöðugt brosandi og hlæjandi. Enda er Tæland kall- að land brossins.“ Strangt eftirlit Vinkona Finns hafði áður heimsótt hann á Ísafjörð. „Hún kunni mjög vel við sig hér. Tælenskar konur sækja í að kynnast mönnum frá hinum vest- ræna heimi til að geta bjargað sér og sínum fjárhagslega. Hún kom hingað og ég fór svo út og heimsótti hana núna um áramót- in. En það er erfitt fyrir Tælend- inga að koma hingað. Hún varð að fá boðsbréf frá mér í gegnum Útlendingastofnun og í framhald- inu varð ég að sýna fram á að ég gæti framfleytt henni þann tíma sem hún dveldi hér, en hámarkið er þrír mánuðir. Þetta er það strangt og maður þarf helst að gifta sig til að þetta liðkist. En um daginn heyrði ég reyndar af manni sem er giftur tælenskri konu og ætlaði að bjóða tengda- foreldrum sínum hingað í heim- sókn til að hitta barnabörnin. Það tók níu mánuði að koma því í gegn.“ - Gætirðu hugsað þér að búa í Tælandi? „Já, ég gæti það. Enda hittir maður fullt af Íslendingum sem eru ýmist búsettir þar hálft eða allt árið. Allir mjög ánægðir. Það væri því ágætt að setjast í helgan stein þarna þar sem meira verður úr eftirlaununum.“ Golfæfingar í sundlauginni Nú er sól farin að hækka á lofti, hvað er framundan? „Ætli maður eyði ekki megn- inu af vorinu og sumrinu á golf- vellinum. Nú erum við golfarar komnir með fína æfingaaðstöðu á loftinu á sundlauginni. Þarna er net til að slá í, fínn púttvöllur og Auðunn Einarsson er að kenna. Það er boðið upp á sér- staka tíma fyrir karla, konur, unglinga og börn. Fólk ætti því að geta mætt í hörkuformi á völl- inn í vor. Enda sumarið stutt hér og leiðinlegt að missa kannski heil- an mánuð í að komast almenni- lega af stað,“ segir Finnur að lok- um. - Huldar Breiðfjörð. Húsfyllir var á Hlífarsam- sætinu sem haldið var í Frí- múrarasalnum á Ísafirði á sunnudag. „Samsætið gekk vonum framar, eins og alltaf. Ætli það hafi ekki verið um 170-180 manns sem sóttu það,“ segir Anna Karen Krist- jánsdóttir, formaður Kvenfé- lagsins Hlífar. Að venju var boðið upp á skemmtidagskrá en þar var m.a. að finna tón- listaratriði frá nemendum Tónlistarskólans á Ísafirði auk þess krakkar frá Leikfé- lagi Menntaskólans á Ísafirði fluttu atriði frá söngleiknum. Þá var Morfíslið MÍ með atriði og Halldóra Björnsdóttir leik- stjóri var með upplestur. Að dagskrá tæmdri var stiginn dans. „Við Hlífarkonur viljum þakka öllum þeim sem hjálp- uðu til við að samsætið heppn- aðist svona vel en að venju voru margir sem aðstoðuðu,“ segir Anna Karen. Hlífarsam- sætið hefur verið fastur liður í starfsemi Kvenfélagsins Hlífar í rúma öld. En það var fyrst haldið árið 1907 er konur buðu, gömlu fólki og þeim sem áttu bágt, til matarveislu. Hlífarsamsætið er í raun upp- hafið að stofnun félagins árið 1910. – thelma@bb.is. Eldri borgarar skemmta sér

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.