Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.03.2012, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 15.03.2012, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 Tveir kaupmenn á Vestfjörð- um hafa gert athugasemdir við framkvæmd verðkönnunar Verka- lýðsfélags Vestfirðinga sem fram- kvæmd var á dögunum og greint er frá hér að ofan. Annar þeirra er Eyvindur Magnússon kaup- maður í Hólakaupum á Reyk- hólum. Hann segist vera mjög hlynntur verðkönnunum en rétt skuli vera rétt. Hann segir sjö atriði vera röng varðandi verð- könnun hjá hans verslun og það geti ekki verið klaufamistök. „Ég ætla að taka það fram strax að ég er mjög hlynntur verðkönnunum. En að því sögðu er það mín krafa að vandað sé til verka svo að upp- lýsingar komist réttar til neyt- enda. Að slá fram niðurstöðum eins og er gert þarna er engum til gagns og líka eru greinileg merki um óvandvirkni í öðrum verslun- um, Bónus er til dæmis með tvö- falt hærra verð á súrmjólk en aðrir sem ég efast um að sé rétt,“ segir Eyvindur en hann hefur sent formlega athugasemd til félags- ins. Eyvindur segir að könnunin í verslun hans hafi tekið 105 mínútur og reiknaði hann með að það væri merki um vandvirkni. Þá gerir hann athugasemd við nokkur atriði. „Eftirtalin atriði voru til í versluninni en eru skráð með e sem þýðir væntanlega ekki til: KEA skyrdrykkur með jarða- berjabragði, Frón pólo kex, Homeblest kex, þurrkaðar sveskj- ur, túrtappar OB en þau voru til. Síðan er ég skráður með ódýrasta kílóverð Kellogs kornflex sem væri gaman en ég hef ekki haft Kellogs í rúmt ár (bara Coop). Síðan er ég skráður með lang- hæsta verð á strásykri en þetta er verðið á 2 kg pk DDS sykri hér í búðinni í stað kílóaverðs annars staðar.“ Hann segir jafnframt að ekkert hafi verið minnst á 100% verðmerkingar í búðinni. Eyvindur segist vona að önnur könnun verði gerð fljótlega en að meira samráð verði haft við starfsmenn verslananna. „Verð- kannanir á að gera í samstarfi við verslunarfólk svo að rétta upp- lýsingar komist til skila, þ.e.a.s. að fylgja könnunarfólki um búð og finna vörur fyrir það. Vona ég að meiri vandvirkni verði höfð í næstu könnun sem ég vona að verði fljótlega,“ bætir Eyvindur við. Finnbogi Sveinbjörnsson, for- maður Verkalýðsfélags Vestfirð- inga, segir að verið sé að kanna athugasemdina. Hann segir að könnunin hafa verið unnin í sam- starfi við Alþýðusamband Ís- lands og unnið eftir verklags- reglum þeirra. „Ástæðan fyrir því að við birtum hana undir okkar formerkjum en ekki þeirra er sú að annars hefðum við þurft að henda helmingnum af verslunum út, því samkvæmt verklagsregl- um þeirra þurfa að vera ákveðið margar vörutegundir til í versl- unum annars má ekki birta sam- anburðinn. Við erum nú ekki með margar stórverslanir hér á Vest- fjörðum. Við höfum fengið óskir frá íbúum á minni stöðunum um að gerð yrði verðkönnun í þess- um búðum því fólk sem ekki hefur greiðan aðgang að stór- verslunum, notast við þær. Var því ákveðið að fara í verslanir víða um Vestfirði og birta þær undir okkar formerkjum.“ Finnbogi segir að margt hafi komið í ljós við gerð könnunar- innar og nefnir í því sambandi að sumar vörur hafi ekki verið sömu tegundar og í öðrum búðum. Í einni verslun hafi brauð verið á 1.100 krónur. „Ég ákvað að birta könnunina með þessum hætti fre- kar en að birta könnun sem sýndi eingöngu þrjár til fjórar stærstu verslunarinar en þannig hefði það verið ef við hefðum farið ná- kvæmlega eftir reglum Alþýðu- sambandsins. Annar kaupmaður gerir athuga- semd við það sem stendur í frétt Verkalýðsfélagsins að einn versl- unareigandi hafi neitað þátttöku í könnuninni. Verslunum hafi ekki staðið til boða að neita þátt- töku. Finnbogi segir vinnuregl- urnar vera þær að viðkomandi skoðunarmaður fer á staðinn án þess að gera boð á undan sér. „Hann á að fara og finna vörurnar en ef hann finnur þær ekki á hann að spyrja starfsmenn. Ef starfs- maður eða verslunareigandi vísar skoðunarmanninum á dyr þá lýk- ur könnuninni þar og gefið upp að fyrirtækið hafi hafnað að taka þátt. Öllum var þó frjálst að neita að taka þátt.“ Hann bætir við að hvergi hafi verið tekið illa á móti skoðunarmönnum fyrir utan á einum stað þar sem neitað var að taka þátt. Aðspurður hvort framhald verði á slíkum könnunum segist Finnbogi vonast til þess. „Þetta er fyrst og fremst gert í því skyni að vera á neytendavakt og ég vonast til að við getum gert þetta aftur. Þetta er náttúrulega heljar- innar útgerð að framkvæma svona könnun. Við vorum með menn á öllum stöðunum sem fóru út á sama tíma fyrir utan eina undantekningu en sami maðurinn fór bæði á Flateyri og Suðureyri. En vonandi getum við gert það fljótlega aftur en svona stór könn- un hefur ekki verið gerð á svæð- inu mjög lengi. Þetta hefur þegar haft góð áhrif en bætt hefur verið úr verðmerkingum á Suðurfjörð- unum sem var ábótavant þegar könnunin var gerð.“ Gera athugasemdir við verðkönnun Yfir 100% verðmunur hjá verslunum á Vestfjörðum Bónus var oftast með lægsta verðið þegar Verkalýðsfélag Vestfirðinga kannaði verð á ýms- um dagvörum í fimmtán mat- vöruverslunum á Vestfjörðum. Mikill verðmunur var á hæsta og lægsta verði nær allra vöruteg- unda, en skoðuð var ein lágvöru- verðsverslun og 14 aðrar versl- anir. Af þeirri 81 vörutegund sem könnuð var, var yfir 100% verð- munur á næstum helmingi þeirra, en í þriðjungi tilvika var á milli 50-100% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Af þeim vörum sem skoðaðar voru og voru verð- merktar, var verslunin Hólakaup á Reykhólum með hæsta verðið í 17 tilvikum af 81 og verslunin Albína á Patreksfirði í 15 tilvik- um. Bónus á Ísafirði var oftast með lægsta verðið eða á 61 vöru- tegund af 81 sem skoðaðar voru, Kaupfélag Strandamanna á Hólma- vík í átta tilvikum og Samkaup strax í Bolungarvík í fimm til- vikum. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í Bónus og Samkaupum og næst flestar fengust í Kaupfélagi Stranda- manna á Hólmavík og hjá Sam- kaupum strax í Bolungarvík. Áberandi var hve illa verðmerkt var í sumum verslunum. Af þeim 57 vörum sem verslunin Tálkna- kjör á Tálknafirði átti til voru 29 ekki verðmerktar. Í versluninni Vegamótum Bíldudal voru til 30 vörur sem skoðaðar voru í könn- uninni en 28 þeirra voru ekki verðmerktar. Hjá Bakkabúðinni Flateyri voru til 34 vörur en 21 þeirra var óverðmerkt og Bjarna- búð í Bolungarvík átti 34 vöru- tegundir en 14 þeirra voru óverð- merktar. Af þeim 17 mjólkurvörum, osti og viðbiti sem skoðaðar voru, var verðmunurinn undir 50% í 11 tilvikum. Minnstur verðmun- ur var á Fjörmjólk og var verð- munurinn 14% milli lægsta verðs sem var hjá Bónus og hæsta hjá Hamónu á Þingeyri. Mestur verð- munur var á E.F. pítusósu og var verðmunurinn 80% milli lægsta verðs sem var hjá Bónus og hæsta sem var hjá Albínu á Patreksfirði. Áberandi mestur verðmunur var á ávöxtum, grænmeti, dósamat og þurrvörum. Í öllum tilvikum nema þremur var yfir 100% mun- ur á hæsta og lægsta verði. Mestur verðmunur var á maís- baunum eða 347%. Þær ódýrustu fengust hjá Bónus á Ísafirði en þær dýrustu hjá Bjarnabúð í Bol- ungarvík. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Vega- mót Bíldudal, Bakkabúðin Flat- eyri, Hamraborg Ísafirði, Bjarna- búð Bolungarvík, N1 Ísafirði, Tálknakjör Tálknafirði, Hamónu Þingeyri, Víkurbúðin Súðavík, Fjölvali Patreksfirði, Hólakaup Reykhólum, Albínu Patreksfirði, Samkaupum Strax Bolungarvík, Kaupfélagi Strandamanna Hólma- vík, Samkaupum Úrval Ísafirði og Bónus Ísafirði. Verslunin Fisherman Suðureyri neitaði þátt- töku í könnuninni. – asta@bb.is Bónus á Ísafirði var oftast með lægsta verðið.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.