Listin að lifa - 01.09.2000, Page 7
um baksunds-fótatökum. Hér voru þó
hængar tveir á: Þar sem félagar mínir
gátu ekki farið í laugina sökum las-
leika en heimafólk á Eiðum eingöngu
fullorðið fólk og smábörn hafði ég
engan jafningja til að æfa mig með og
ég þar að auki miklu slakari í bak- en
bringusundi leit þetta ekki „björgu-
lega“ út fyrir mér. Eitthvað var ég þó
að sulla í lauginni þessa daga, en
hvort ég reyndi að hafa kút eða kork
fyrir jafningja man ég ekki gjörla.
Þá var það um nónbilið á öðrum
degi hvítasunnu að kennarinn kallaði
á mig. Kvað hann nú loks vera lag,
fólk á mínu reki væri niðri í sundlaug
og skyldi ég koma þangað og þreyta
björgunarsundið. Eg þaut niður í bað-
klefa fullur
bjartsýni,
dreif
mig
heldur en ekki kímileitar er ég birtist í
gættinni, struku framan úr sér ný-
komnar úr kafinu. Þær kunnu víst að
synda!
Atti ég að synda með stelpu? Og
það í flík sem ekki var einu sinni
brókarígildi! Og hún í litlu efnismeiri
fatnaði! Aldrei fyrr hafði ég séð stelpu
öðruvísi klædda en samkvæmt gild-
andi siðalögmálum, í mesta lagi með
bera leggi eitthvað áleiðis upp til
hnjánna í góðviðri á sumardögum.
Atti hin svo að horfa á og hlæja að?
Eg sá greini-
lega að
þær
skelli-
kveðjuskyni, aldrei grunað að það
væri svona viðkomu, svona hlýtt,
svona mjúkt, svona lifandi. Snerting-
in við það sendi undrasterka strauma
um allan lrkama minn og þeir ollu ó-
lýsanlegum stormsveipum innra með
mér, öðrum ofan við þind, hinum neð-
an við hana. Sveipir þessir sendu síð-
an enn magnaðri strauma út í bjórinn
á mér aftur og þaðan sló þeim inn á ný
af sívaxandi krafti.
Hér var hafinn darraðardans líffær-
anna, sem mér var um megn að ráða
við. Eg fann hálsinn á mér herpast
saman og svelgdist á einhverju öðru
en sundvatninu, saup hveljur, missti
allt ráð handa og fóta, sleppti öllum
tökum í miðri laug, kraflaði mig í
dauðans ofboði að bakkanum
og upp á hann, ætlaði að
láta skjálfandi fætur forða
mér inn í baðklefa, en
kennarinn stóð í vegi fyr-
úr hverri spjör, skolaði mig undir
sturtunni, tróð mér í sundskýlunna og
ætlaði að snarast inn í laug, en nam
staðar í dyrunum af mikilli skyndingu
eins og ég hefði gengið á vegg, fann
blóðið þjóta fram í andlitið af miklum
sprengikrafti, fékk sting í brjóstið, titr-
ing í hné, og hjartað, sem tekið hafði
ógnarviðbragð, síga ískyggilega hratt
áleiðis niður í sundskýluna.
í lauginni voru tvær stelpur af ná-
grannabæ og ekki annað manna. Þær
höfðu komið sér fyrir úti við annan
hliðarbakkann og héldu í rennuna út-
breiddum örmum. Kennarinn var
kominn á vettvang og hafði sýnilega
búið þær undir komu mína, því að þær
urðu ekkert undrandi á svipinn en
hlógu báðar innan í sér; þeim þótti
víst þessi kafrjóði, hvimandi og heim-
óttarlegi „herramaður“, sem þarna
væflaðist fram á laugarbakkann, hrifn-
ingarverður í hófi.
Kennarinn benti annarri stúlkunni
að koma að bakkanum, sem ég hímdi
á, sagði mér að bjarga henni frá
drukknun og ég fann hvernig hin
glotti í gegnum mig. Skelfingu lost-
inn klöngraðist ég niður í laugina og
fikraði mig að stúlkunni, fálmaði til
hennar í ofboði, greip undir kverkar
henni, spyrnti í bakkann; lagði á djúp-
ið upp á líf eða dauða og nú flissaði
hin opinberlega.
Aldrei fyrr hafði ég snert stúlkuhör-
und, nema þá með handabandi í
ir mér, stuggaði mér niður í laugina
aftur og sagði að ég gæti þetta ...víst.
Aftur lagði ég af stað með stúlkuna
og aftur varð mér snertingin við þenn-
an álfakropp um megn og ég sleppti
honum eftir enn færri sundtök en áður.
Kennarinn lét mig reyna a.m.k. einu
sinni enn, kannski oftar, ég man það
ekki, en gafst loks upp, hristi höfuðið
og sagði mér að hætta þessum björg-
unaraðgerðum. Þá voru stelpumar
löngu orðnar vitlausar úr hlátri og
ekki síður sú, er ég hafði margdrekkt
en hin sem horfði á slysfarirnar.
Sigurður Oskar Pálsson,
Faxatröð lOb, Egilsstöðwn