Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2014, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 06.03.2014, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Morð, mella og nauðgun er bara húmor Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 Kirkjuþjónn Sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju óskar eftir að ráða kirkjuþjón til starfa. Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér meðhjálparastarf og útfarir, vinnu við safnaðarstarf kirkjunnar, skrifstofuvinnu, ræsting- ar o.fl. Óskað er eftir manneskju sem hefur frum- kvæði og með góða hæfni í mannlegum sam- skiptum. Umsóknarfrestur er til. 25. mars nk. Upplýsingar gefur Björn Baldursson formaður sóknarnefndar í síma 848 4878 eða á netfanginu vigur@simnet.is. Ágæti lesandi! Látum hugann reika og ímyndum okkur að í Reykjavík, þar sem konur munu vera fleiri en karlar, búi margar ungar og áhugasamar stúlkur um framgang kynsystra sinna. Til þess að valda ekki misskilningi lesandi góður þá er hugurinn sem um pennann heldur kynlaus að þessu sinni, enda áfram um jafn- rétti kynjanna og reyndar allra annarra. Aftur að ímynduðu stúlkunni, sem í baráttunni fyrir femínisma fer mikinn. Heimasíða Femínistafélags Íslands á hinu víðfræga neti, sem sumum verður hált á, gefur þessa skilgreiningu: „Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitt- hvað í því.“. Ekki þarf meira til svo venjulegt fólk skilji hvað við er átt. Svo æxlast, að hin ímyndaða stúlka okkar, lesandi góður, kýs að skilgreina sig sem ofurfemínista hvað svo sem það þýðir. Samtök, sem meðal annars hafa femínisma að stefnumálum sínum, myndu sjá sér hag í því að láta á slíkri gæðastúlku bera og bæði innlend félög og af erlendum uppruna, jafnvel kennd við virt samtök ríkja um allan heim og veittu ímynduðum ,,ofur- femínista“ mikla viðurkenningu til þess að lyfta málstaðnum. Sjálf myndi hún segja að reka þyrfti illt út með illu og viðhafa stóryrði við mann og annan. Engum þætti það mikið í herbúðum femínista svo fremi stóru orðunum væri beint að þeim hluta manna sem alla jafna eru skilgreindir sem karlar og teljast oft, sennilega oftar en ekki, vart til upplyftingar ,,málstaðnum“. Netið er vett- vangur margra til þess að láta til sín taka og margir kjósa að gera það nafnlaust. Vart tekur að amast við því svo fremi hófs sé gætt í orðavali og refsiverðum ærumeiðingum og hótunum ekki beint að fólki. Ímyndum okkur að hinn ímyndaði ,,ofurfemínisti“ telji netið réttan vettvang en að orðavalið kynni að skaða ímyndina og tæki upp á því að deila ,,húmor“ sínum með öðrum netverjum með sama húmor, er birtist í því að kalla lækni, mellu, að vilja drepa lögmann með hamri, sem dæmdur manndrápari hefði áður notað á félaga sinn og ósk um að einhver nauðgaði söngkonu með tjaldhæl. Aum vörn er að þetta væri ,,lókalhúmor“ á sérstökum netsíðum sem kenndar eru við börn. Orðið femínismi hefði verið gengisfellt en þó ekki nærri því eins og konan sem léti þetta frá sér fara. Að aðrar konur taki svo til varna og segi að í lagi sé að kalla konu mellu er lágt lagst og í samræmi við ,,ofurfemínistann“ sem engar málsbætur ætti. Skilgreiningin á ,,einhverju“ á heimasíðu Fem- ínistafélags Íslands væri þar með komin fram. Starfsmenn Vegagerðarinnar ásamt björgunarsveitarmönnum frá Ísafirði, Hnífsdal og Þingeyri voru kallaðir út um kl. 21 á sunnu- dagskvöld svo hægt væri að koma sjúklingi á Þingeyri á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en leiðin um Gemlufallsheiði var ófær. Þá var þyrla Landhelgis- gæslunnar einnig sett í viðbragðs- stöðu. Björgunarmenn höfðu vélsleða með sér, ef flytja þyrfti lækninn yfir ófærð, en moksturinn gekk það vel að ekki þurfti á þeim að halda. Sjúklingurinn var fluttur af stað í sjúkrabíl, sem ók á eftir ruðn- ingstækjunum og þegar læknir- inn hafði skoðað sjúklinginn, var aðstoð þyrlunnar afturkölluð. Ferðin til Ísafjarðar gekk vel og var sjúklingurinn lagður inn á sjúkrahúsið á Ísafirði laust fyrir klukkan 23. – harpa@bb.is Fengu aðstoð björgunar- sveita og Vegagerðarinnar Úthafsrækjan: Allar líkur á málsókn Jón Guðbjartsson, útgerðar- maður á Ísafirði, segir allar líkur á að hann og líklega fleiri út- gerðarmenn fari í mál við ríkið, verði úthafsrækjukvótanum skipt eftir 70/30 reglunni sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- ráðherra, hefur lagt til. „Það bendir allt til þess að ég fari í mál. Það hafa komið fram lög- fræðiálit sem segja að 9. greinin standi. Við vorum að vinna eftir lögum og reglum og þá skiptir það engu hvort ákvörðun Jón Bjarnasonar var rétt eða röng,“ segir Jón. Níunda grein laga um stjórn fiskveiða kveður á um að aflahlutdeild skuli úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila. Jón Bjarna- son, þáverandi sjávarútvegsráð- herra, gaf rækjuveiðar frjálsar í kjölfar lítillar sóknar í stofninn. Eins og áður hefur komið fram er ekki bjart framundan í rækju- vinnslu á Íslandi. Aflabrögð í úthafsrækju hafa verið afar dræm og verksmiðjum á Íslandi reynist erfitt að fá keypta iðnaðarrækju erlendis. Jón segir að skipting rækjukvótans eins og ráðherra hefur lagt til væri mikið högg fyrir rækjuiðnaðinn. „Við værum settir í þá stöðu að þurfa að leigja heimildirnar af fyrirtækjum sem ekki eru í rækjuútgerð og ætla sér það ekki. Það myndi breyta öllu, ekki bara fyrir Kampa heldur fyrir hinar verksmiðjurnar, ef rækjukvótinn deilist niður á skip sem eru tengd rækjuverksmiðj- unum.“ Jón segir að með því að deila kvótanum á skip sem eru í eigu eða nátengd rækjuiðnaðinum væri verið að leiðrétta það þegar í upphafi kvótasetningar úthafs- rækju, var kvótanum útdeilt á loðnuskip og togara sem rækju- verksmiðjurnar voru með á leigu. – smari@bb.is Jón Guðbjartsson útgerðarmaður.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.