Bæjarins besta - 06.11.2014, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Ísfirðingurinn Hermann Níels-
son, íþróttafrömuður, hefur verið
sæmdur heiðurskrossi Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands fyrir
störf sín í þágu íþrótta í landinu.
Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ af-
henti Hermanni heiðurskross-
inn að viðstaddri fjölskyldu hans
og fulltrúum ÍSÍ, á Landsspítalan-
um við Hringbraut þar sem Her-
mann dvelur nú vegna illvígra
veikinda. Hermann hefur helgað
lif sitt íþróttum og uppbyggingu
þeirra á landsvísu. Hann var ötull
íþróttakennari við Alþýðuskól-
ann á Eiðum um langt skeið og
snerti þar líf hundruða nemenda.
Þá var hann í forsvari fyrir íþrótta-
hreyfinguna á Austurlandi til
margra ára, meðal annars sem
formaður Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands (UÍA) í
um áratug.
Sem formaður Knattspyrnufé-
lagsins Harðar á Ísafirði hefur
hann sinnt uppbyggingu glímu-
íþróttarinnar svo eftir því hefur
verið tekið, auk annarra íþrótta.
Ekki má gleyma starfi Hermanns
í þágu almenningsíþrótta en hann
átti lengi sæti í Trimmnefnd ÍSÍ
sem var undanfari samtakanna
Íþróttir fyrir alla og síðar al-
menningsíþróttasviðs ÍSÍ. Hér er
fátt eitt nefnt og gæti upptalning
á störfum Hermanns í hreyfing-
unni verið mikið lengri og inni-
haldið m.a. stofnun Körfuknatt-
leiksfélags Ísafjarðar, keppnis-
feril hans í fjölmörgum íþrótta-
greinum, starf sviðsstjóra íþrótta
við Menntaskólann á Ísafirði og
kvikmyndagerð um afreksíþrótta-
brautir.
– sfg@bb.is
Hermann sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ
Hermann tekur við Heiðurskrossinum frá Lárusi Blöndal. Ljósm. ÍSÍ.
„Það verður að tala hreint út
um þessa hluti. Þegar við höfum
sagst ætla að ná fram leiðrétting-
um á lægstu kjörum okkar fé-
lagsmanna hafa viðbrögð við-
semjenda okkar verið á þann veg
að það getur ekki stefnt í annað
en harða baráttu,“ segir Finnbogi
Sveinbjörnsson, formaður Verka-
lýðsfélags Vestfirðinga. Félags-
menn ASÍ eru um 100 þúsund og
Finnbogi segir að lægst launuð-
ustu 10 prósent þeirra, verði að
fá leiðréttingar á kjörum sínum
áður en gengið verður til kjara-
samninga.
„Við sömdum á síðasta ári um
litlar launahækkanir til að halda
niðri verðbólgu og viðhalda stöð-
ugleika en svo komu aðrir hópar
og sömdu um mun hærri launa-
hækkanir. Af hverju eiga félags-
menn ASÍ að bera ábyrgð á því
að halda stöðugleika í landinu en
aðrir fá frítt spil? Ég get ekki séð
að þjóðarskútan fari á hliðina ef
þeir lægst launuðustu í landinu
fá leiðréttingar á sínum kjörum,
að vaxtastig rjúki upp við það.
Launaskrið forstjóra hefur verið
upp á tugi prósenta og það virðist
ekki ógna neinu,“ segir Finnbogi.
Finnbogi og samverkamenn hans
í verkalýðshreyfingunni þurfa
ekki bara að eiga við forystumenn
í Samtökum atvinnulífsins. „Við
erum einnig að slást við ríkisvald-
ið og þar eru ekkert nema svik á
svik ofan. Stærstu svikin eru í
fjárlagafrumvarpinu en ríkis-
stjórnin ætlar að fella niður fram-
lag til jöfnunar örorkubyrði líf-
eyris sem var ein meginforsenda
kjarasamninga 2005. Sumir
lífeyrissóðir gætu lent í veruleg-
um skerðingum á lífeyri á næstu
árum, allt að 4,5%,“ segir Finn-
bogi.
Hann segir tóninn í félags-
mönnum ASÍ vera þannig að fólk
er tilbúið í átök og verkföll ef allt
þrýtur. „Skilaboðin sem við fáum
frá okkar félagsmönnum eru þau
að það þýðir ekki fyrir okkur að
koma með svipaðan samning og
síðast. Ef við náum ekki árangri
í viðræðum við SA og ríkið þá
gæti það endað með verkfalli og
eins og staðan er núna þá get ég
ekki heyrt á okkar viðsemjend-
um, hvorki SA né ríkinu, að þeir
sé opnir fyrir því að bæta stöðu
hinna lægt launuðu,“ segir Finn-
bogi.
– smari@bb.is
Hörð kjarabarátta framundan
Finnbogi Sveinbjörnsson.