Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.11.2014, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 06.11.2014, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Litlu sigrarnir skipta máli Kennari, lögga, starfsmaður ís- lenskrar erfðagreiningar og ráð- gjafi. Ísfirðingurinn Hafdís Gunn- arsdóttir hefur komið víða við á sínum starfsferli. Hún starfar nú sem ráðgjafi barnaverndarnefnd- ar á norðanverðum Vestfjörðum, sem hún segir vera krefjandi en afar gefandi starf. Hún á tvo drengi og býr á Ísafirði ásamt eiginmanni sínum Shirani Þóris- syni. Þá á hún að baki langan körfu- boltaferil. Lengst af hjá ísfirska félaginu KFÍ en einnig varð hún Íslands- og bikarmeistari með KR árin 2001 og 2002. Hún spil- aði fjóra landsleiki í hópi leik- manna 20 ára og yngri og var fyrsta ísfirska stelpan til að vera valin í unglingalandsliðshóp í körfubolta. Blaðamaður fékk Hafdísi til að segja lítið eitt frá sínum fjöl- mörgu hlutverkum og búsetunni í Kanada og Mexíkó þegar hún var ung að aldri. Í spjallinu kom í ljós að frjó- semi íþróttakennara varð til þess að Hafdís lagði kennaraferilinn fyrir sig í stað þess að verða vel stæð sem verkfræðingur eins og upprunalega áætlunin var. Keilan varð verk- fræðinni yfirsterkari „Ég fór suður að loknum menntaskóla og sá fyrir mér að verða verkfræðingur og þar af leiðandi mjög rík,“ segir Hafdís hlæjandi. „Reyndar má segja að það hafi verið hálfgerðum múg- æsingi um að kenna að það starf varð fyrir valinu, en nokkrir strákar í mínum árgangi fóru líka og öllum fannst það ógurlega sniðugt. Það varð úr að við fórum fimm frá Ísafirði í verkfræði. Svo mætti ég í fyrsta tímann minn og kennarinn kynnti sig og sagðist ætla að kenna okkur stærðfræði- greiningu. Meira skildi ég ekki af því sem fram fór í tímanum. Það fóru því að renna á mann tvær grímur og við ísfirsku félagarnir litum hvert á annað og hugsuðum hvað við værum eiginlega búin að koma okkur út í. Eftir að hafa mætt samvisku- samlega í tíma í nokkrar vikur vorum við farin að átta okkur á því að þetta væri ekki að ganga upp hjá okkur. Kannski vorum við ekki að reyna nógu mikið á okkur og læra nóg heima, en við rembdumst við að leysa nokkur dæmi í tíma. Við vorum í hléi þegar eitt okkar segist ekki nenna að fara aftur í tíma og stingur upp á að við förum í keilu. Sem við gerum, og það var mjög gaman. Daginn eftir hittumst við í skól- anum en eftir fyrsta tímann ákváðum við aftur að skella okkur í keilu. Svona gekk þetta í tvær vikur og einn okkar var kominn með skor á við landsliðsmann í keilu. Þá ákváðum við að þetta væri nú bara komið fínt og sögð- um: „Jæja, eigum við ekki bara að finna vinnu.“ Það varð því úr að ég hætti í verkfræðinni og fór að vinna með Kára Stefánssyni og co. í De- Code. Það var mjög lærdómsríkur tími og gaman að vinna þar. En ári seinna hætti ég og fór í diplo- manám í iðnrekstrarfræði í Tækni- háskólanum. “ Reyndasti íþrótta- kennarinn á öðru starfsári Það má nú kannski segja að Hafdís hafi lagt drauminn um að verða rík á hilluna er hún sneri aftur vestur heim á firði, en hún fór þá í kennaranám. „Einn kennari var að fara í fæðingarorlof og ég sótti um starfið til að leysa hann af. Ég kenndi íþróttir í þrjá mánuði og fannst það mjög skemmtilegt. Haustið eftir vantaði aftur kenn- ara svo ég sótti aftur um, og í byrjun annarinnar var ég reynd- asti íþróttakennarinn þar sem allir hinir voru í fæðingarorlofi. Ég kenndi það ár og fannst það eiga mjög vel við mig að kenna. Um það leyti voru nokkrir aðrir hér að velta því fyrir sér að fara í kennaranám, og það varð úr að um tíu manna hópur fékk það í gegn að kennt var frá Akureyri í fjarnámi. Við vorum því fyrsti hópurinn hér fyrir vestan til að útskrifast úr fjarnámi í kennara- fræðum frá Háskólanum á Akur- eyri, en það var árið 2008.“ Að veita stuðning en ekki að vera nein grýla Í dag starfar Hafdís sem ráð- gjafi barnaverndarnefndar á norð- anverðum Vestfjörðum. „Ég kann vel við starfið. Það eru litlu sigrarnir inn á milli sem gera það að verkum að manni finnst maður vera að breyta ein- hverju í heiminum. Það er ótrú- lega góð tilfinning. Svo vinn ég með svo góðu fólki, bæði sam- starfsfólki og eins foreldrum og börnum.“ – Reynir starfið ekki meira á í svona litlu og nánu samfélagi en það myndi gera á stærra svæði? „Jú, eflaust á suman hátt getur það verið svo, en þar sem maður er í langflestum tilfellum í góðu samstarfi við foreldra og börn er það ekki vandamál. Starfið geng- ur út á að veita foreldrum og börn- um stuðning en ekki að vera ein- hver grýla sem fylgist með hverri hreyfingu skjólstæðinga sinna. En auðvitað reynir þetta líka á, enda var helsta ástæðan fyrir því að ég tók að mér starfið, að ég vildi ögra sjálfri mér. Ég var mjög ánægð í mínu kennarastarfi þegar mér bauðst staðan, en mér fannst ég ekki geta sleppt þessari áskorun. Það koma verkefni sem reyna á, stundum gengur vel að leysa úr þeim og stundum ekki eins vel. En þegar maður finnur að maður er í góðu samstarfi við fólk og miðar smám saman áfram, þá er þetta allt einhvern veginn þess virði.“ Bananasamloka olli hneykslun Hafdís er dóttir hjónanna Krist- ínar Hálfdánsdóttur og Gunnars Þórðarsonar og fæddist á Ísafirði. Fjölskyldan fluttist síðan frá Ísa- firði til Hnífsdals er hún var sex ára og segir hún það hafa verið afar gott að alast þar upp. Það voru því töluverð viðbrigði þegar hún fluttist með fjölskyldu sinni til borgarinnar St. John´s á Ný- fundnalandi í Kanada ellefu ára að aldri. „Mjög vel var tekið á móti mér í skólanum og ég var snögg að ná enskunni, enda fékk ég svo góða aðstoð við það. Allir erlendir nýnemar skólans voru strax settir í sérkennslu í ensku. Það kom mér á óvart hvað krakkar höfðu mikið val, en það var hægt að velja um alls kyns áfanga sem ekki höfðu verið í boði í mínum þrjátíu manna skóla í Hnífsdal. En það sem kom mér þó mest á óvart þegar ég byrjaði í skólan- um var að krakkarnir voru að borða snakk og ís í nestinu. Og það sem meira er, þau keyptu það sjálf í skólanum. Á hverjum degi fékk maður blað þar sem maður gat hakað við það sem maður vildi og þetta var meðal valkostanna. Þetta fannst mér stórfurðulegt, en mitt nesti vakti alveg eins mikla furðu hjá krökkunum, sem spurðu forviða hvað ég væri eiginlega með. Þeim fannst ég greinilega vera voða furðuleg, svo það er kannski óþarfi að taka það fram að ég kom ekki aftur með samloku með banönum í skólann. Ég fór að mæta með saltkringl- ur til að falla í hópinn, en þær gerðu mig alltaf svo skrambi þyrsta. En ég lét mig hafa það til að aðlagast þessum nýja menn- ingarheimi,“ segir Hafdís glott- andi. Lögreglumútur ekkert tiltökumál í Mexíkó – Var ekkert erfitt að flytja til nýs lands svona ung að aldri? „Nei, ekki get ég sagt það. Okkur systkinunum fannst það allavega ekkert voðalegt mál að flytja til annars lands. Mér fannst það nú mun erfiðara þegar við fluttum til Mexíkó þegar ég var sautján ára. Kannski er það erfið- ari aldur, en ég var í það minnsta ekki eins tilbúin fyrir þessa breyt- ingu og þegar ég flutti til Kanada. En þetta var samt ómetanlegur tími og mikill lærdómur sem felst í að búa í útlöndum. Við kynnt- umst nýjum siðum og hátíðum sem við höldum upp á enn í dag. Ég hlakka til dæmis mikið til að halda upp á Festivus með bræðr- um mínum þann 23. desember. Þá voru aðstæðurnar aðrar, en ég var í fjarnámi frá Verkmennta- skólanum á Akureyri og var því bara heima að læra. Eftir nokkra mánuði var ég reyndar skráð í skóla í borginni um tíma svo ég gæti nú kynnst fólki og spilað körfubolta. Þá fékk ég smá menn- ingarsjokk. Þegar ég mætti í skólann með Nonna bróður, sem þá var þrettán ára, kom jafnaldri hans keyrandi að skólanum á pallbíl fullum af krökkum. Ég rak upp stór augu og spurði Nonna hvað þetta væri nú eiginlega, en hann yppti öxlum og sagði eins og ekkert væri eðli- legra, að þetta væri nú bara hann Hector. Þá var pabbi þessa Hect- ors ríkur og mútaði lögreglunni svo strákurinn gæti verið að keyra um. Það var nefnilega eins og eðlilegasti hlutur í heimi að múta lögreglunni ef maður var tekinn fyrir eitthvert brot og fá að sleppa með skrekkinn.“ Löggan hirti íspeningana „Eitt sinn bauð pabbi mér að keyra þar sem ég var á þeim aldri að maður átti að vera byrjaður að læra, en mér fannst það eitthvað svo kjánalegt að ég þorði ekki. Nonni bróðir greip tækifærið og bauð sig fram í staðinn. Og það varð úr að hann fékk að keyra einhvern smáspotta í ísbúðina þangað sem við ætluðum. Mér fannst þetta óborganlega fyndið og furðulegt og skellihló yfir þessu þar til löggan stoppaði okkur. Pabbi sat í framsætinu við hlið Nonna með íspeninga tilbúna í hendinni (enda um afar stuttan spöl að ræða) og þrátt fyrir að upphæðin væri hærri en sú sem vanalega þurfti til að múta sig út úr svona aðstæðum heimt- aði lögreglumaðurinn að fá alla summuna. Svo að hlátur minn breyttist fljótt í grát Gunnars Atla yngri bróður míns, þar sem ís- peningarnir voru horfnir.“ Hér á gamla Fróni berast oft fréttir af glæpum tengdum fíkni- efnastríðum í Mexíkó, en aðspurð segist Hafdís ekki hafa orðið vör við neitt í þá áttina. Hins vegar hafi sumt sem bar fyrir augu verið mjög forvitnilegt. „Við bjuggum í borginni Guay- mas í Sonora-fylki, sem er mjög nærri landamærunum við Banda- ríkin. Við bjuggum rétt fyrir utan hverfi sem kallast Miramar þar sem margt mjög vel stætt fólk bjó við eina götuna. Það var nú mjög áhugavert að ganga þá götu, en við mörg húsin stóðu vopnaðir verðir. Mér fannst það alltaf jafn stórfurðulegt og manni stóð ekki á sama að ganga framhjá þeim. Ég get svo sem ímyndað mér hver ástæðan var að baki, að fólkið sem þar átti heima fannst sig þurfa á vopnaðri gæslu að halda.“ Mikill lærdómur að starfa hjá lögreglunni Segja má að reynsla Hafdísar af lögreglunni í Mexíkó sé eins og svart og hvítt samanborið við reynslu hennar af lögreglunni heima á Íslandi. „Ég vann í tvö sumur hjá lög- reglunni þegar ég var rétt komin yfir tvítugt. Það ættu allir að prófa að vinna í lögreglunni, að mínu mati. Þvílíkur lærdómur sem það er, og eftir að hafa unnið þar ber ég ómælda virðingu fyrir lögregl- unni. Þetta er mjög óeigingjarnt starf. Þetta er fólkið sem mætir á staðinn, sama hvaða aðstæður sem koma upp. Og oft þarf það að líða óvirðingu og dónaskap frá samborgurum. Ég kom nú eiginlega sjálfri mér á óvart með hvað maður náði að höndla ýmsar erfiðar að- stæður vel. Ég hafði einmitt velt því fyrir mér hvernig maður myndi bregðast við í þeim að- stæðum, en í hvert sinn sem erfið útköll komu upp fór maður í ein- hvern gír og hélt alveg rónni og gekk í verkið óhikað. Síðan þegar það var afstaðið og maður aftur kominn niður á stöð skalf maður kannski eins og hrísla. Mjög vel var haldið utan um mann, en eftir erfiðustu útköllin settist varðstjórinn niður með hópnum og ræddi við hann. Jafn- framt hvatti hann okkur til að ræða við sig ef manni liði enn illa dagana á eftir. Eins kallaði yfirlögregluþjónninn mann oft til sín og bauð manni að ræða líðan sína við sig. Fyrir vikið finnst manni ekkert vera óuppgert í dag þótt sumt hafi verið erfið reynsla á meðan henni stóð.“ Fussaði og sveiaði yfir körfuboltanum Hafdís var á árum áður frækin körfuknattleikskona og keppti um árabil bæði með KFÍ og KR. Hún kynntist einmitt Shirani Þór- issyni manni sínum í gegnum íþróttina, en svo skemmtilega vill til að hann er formaður KFÍ í

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.