Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.11.2014, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 06.11.2014, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 9 dag. En körfubolti heillaði ekki Hafdísi alla tíð. „Ég man að ég var í leikfimi- tíma hjá Kalla Aspelund í gamla íþróttahúsinu við Austurveg, ætli ég hafi ekki verið um tíu ára. Ég var tuðandi yfir því að það ætti að spila körfubolta eina ferðina enn, og þá sagði Kalli að ég ætti bara að vita til, ég yrði körfubolta- kona er ég yrði eldri. Ég fussaði og sveiaði bara því mér fannst hugmyndin svo langsótt. En sjö árum seinna var ég kom- in á kaf í íþróttina. Þá hafði Bald- ur Jónasson komið upp að mér eftir fótboltaæfingu og spurt hvort mig hefði aldrei langað til að prófa að æfa körfubolta. Ég ákvað að slá til, mætti á eina æfingu, og þá varð ekki aftur snúið.“ – En hvernig kom það til að þú færðir þig frá KFÍ yfir til KR um tíma? „Eftir að ég flutti suður, þá kom í raun og veru ekkert annað til greina en KR. Ég hafði alltaf haldið með þeim í fótbolta og þegar ég fékk símtal frá þjálfaran- um þar sem hann bauð mér á æfingar var ég ekki lengi að þiggja það.“ Hollt að prófa að vera lítill fiskur í stórri tjörn Hafdís æfði með KR í þrjú og hálft tímabil og segir þann tíma hafa verið afar lærdómsríkan. „Á þessum tíma hafði ég nýlega verið valin í U20 hóp og fór með honum á Norðurlanda- mót í Danmörku. Eftir því sem best ég veit var ég fyrsta stelpan sem var valin í unglingalands- liðshóp frá KFÍ. En skömmu seinna voru tvær valdar frá fé- laginu í aðallandsliðið. Það var ótrúlega hollt og gott að fara frá því að vera stór fiskur í lítilli tjörn hjá KFÍ í að vera lítill fiskur í stórri tjörn hjá KR. Fyrsta árið mitt í KR var liðið gjörsamlega frábært með fullt af landsliðskonum innanborðs. Ekki laust við að ég hafi verið afar grobbin af því að spila með þeim. Ég var því vön því að heiman að vera alltaf í byrjunarliðinu og spila slatta í hverjum leik, en þetta fyrsta ár spilaði ég samtals þrjár mínútur allt tímabilið. Ég ákvað samt að þrauka þetta þar sem ég myndi læra helling bara af því að æfa með liðinu. Enda var það algjörlega raunin, ég tók miklum framförum og var orðin mikið betri körfuboltamaður fyrir vikið. Næsta vetur var ég farin að spila um fimmtán til tuttugu mínútur í hverjum leik.“ Fjölskyldan öll í körfunni Í lok viðtalsins uppljóstrar Haf- dís að hún sé mætt aftur á park- etgólfið. „Já, ég er byrjuð aftur að mæta á æfingar eftir nokkurra ára hlé. Það er mjög skemmtilegt. Svo má nú eiginlega segja að þetta sé orðið fjölskylduáhuga- mál, ég byrjuð að æfa aftur, Shir- an er að þjálfa, eldri sonur okkar Jón Gunnar er líka að æfa og Guðmundur Arnór, sá yngri, hef- ur mikinn áhuga á körfubolta og hefur mætt á nokkrar æfingar í krílaboltanum.“ – Thelma Hjaltadóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.