Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.11.2014, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 06.11.2014, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Tímaflakk stjórnmálamanna Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Málmiðnaðarmenn Slippurinn Akureyri ehf., óskar eftir að ráða vélstjóra/vélvirkja, stálsmiði og rennismið til framtíðarstarfa. Upplýsingar í síma 460 2900. Umsóknir send- ist á netfangið slipp@slipp.is. Slippurinn Akureyri ehf., · DNG · Nausta- tanga 2 · Akureyri. Sími 460 2900 · Fax 460 2901 · www.slipp.is · www.dng.is Allt bleikt og kaffið líka Október er bleikur mánuður og þar með helgaður vitundar- vakningu á brjóstakrabbameini. Fjölmargir vinnustaðir nota tæki- færið til að efla vinnuandann jafn- framt því að vekja athygli á sjúk- dómnum. „Í öllu gamninu er nokkur alvara,“ segir Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Ísafirði við BB. Starfsfólk í öllu Stjórn- sýsluhúsinu var ákaflega bleikt á fimmtudag í síðustu viku, bæði í klæðnaði og á vinnustöðvum og um miðjan dag voru veittar við- urkenningar fyrir ýmis bleik af- rek. „Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum upp á bleika daginn og það er alltaf verið að bæta við,“ segir Sturla. „Við gerum þetta til að fá upp stemmningu og það eru allir í húsinu sem taka þátt.“ Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir eru þarna til húsa, svo sem skattstofan, sýsluskrifstofan, Innheimtustofnun, Vátrygginga- félagið, Íslandsbanki og bæjar- skrifstofurnar. „Það eru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fimm manna dómnefnd sér síðan um að velja sigurvegara. Og viðurkenningar voru veittar við hátíðlega athöfn hér uppi á fjórðu hæð.“ „Bleikasta konan fékk viður- kenningu og það var Braga Ósk Bragadóttir, Hjörtur Sigurðsson var bleikasti karlinn, bæjarskrif- stofurnar bleikasti vinnustaður- inn, Innheimtustofnun var með bleikustu kaffistofuna, sýslu- skrifstofan með bleikustu vinnu- stöðina og Bryndís Ósk Jóns- dóttir var í frumlegasta bleika klæðnaðinum. Þetta er bara skemmtilegt og það er alltaf verið að bæta við skreytingum, og hér er allt bleikt í dag, meira að segja kaffið er bleikt,“ segir Sturla hress að lokum. – sfg@bb.is Því miður eru stjórnmálamenn ekki í miklum metum meðal al- mennings, sem hefur skrýtnar skoðanir á mörgu málefninu og mönn- um yfirleitt. Eitt er víst í síbreytilegum heimi að sólin kemur upp á morgnana og sest á kvöldin, svona yfirleitt. Við gang hennar hafa menn miðað lengd dags og skil hans og næturinnar. Hefur það geng- ið bara hreint prýðilega þó með örfáum undantekningum. Nú hafa nokkrir alþingismenn tekið á sig rögg og vilja að þessi gamli háttur verði látinn ráða klukkunni. Það hefur ekki verið gert um langt skeið. Lengi var sá háttur hafður á að flýta klukkunni á sumrin og seinka henni aftur að haustinu. Fyrir því munu hafa legið misgáfuleg rök, einkum að með því móti nytu Íslendingar dagsbirtu lengur að sumr- inu. Þá er að vísu bjart nánast allan sólarhringinn hvort eð er. Fyrir nærri hálfri öld var klukkunni ekki seinkað aftur að haustinu og hefur Ísland verið á Greenwich Mean Time, skammstafað GMT, frá 1968. Sá tími er að vísu hinn gamli sumartími á Íslandi og tími á hádegisbaug jarðar í London. Fyrir nokkrum árum datt alþingismönnum í hug að flýta klukkunni enn frekar á Íslandi og hafa sama tíma og á meginlandi Evrópu. Það varð ekki að veruleika og létti mörgum við þá niðurstöðu. Sjálfsagt hefur þessu góða fólki gengið gott eitt til, en ef fólk vill vakna um miðjar nætur þá getur hver og einn gert það óháð þvi hvað klukkan segir hverju sinni. Það er hluti af frelsi okkar hér á Íslandi að vakna þegar við teljum það hæfa okkur og leggjast til svefns með sömu rök- um, að við ráðum því einfaldlega sjálf. Forsendur að baki því að færa klukkuna til þess tíma sem áður var kenndur við GMT, en er nú nefnd- ur UTC sem stendur fyrir Coordinated Universal Time eða samræmdan heimstíma, eru meðal annars heilsa fólks og sérstaklega að börn skuli ekki rekin á fætur um miðjar nætur. En það er nú talið hafa slæm hrif á geðheilsuna að klukka fylgi ekki gangi sólar. Kannski er þar að leita skýringa á því hvernig stór hluti þjóðarinnar hagar sér. Tímaflakk alþingismanna er nú í rétta átt og ber að fagna því. Þá er einni spurningu ósvarað, þeirri hvort að tímaflakk verður aftur tekið upp innan ársins. Árin 1917-1921 var klukkunni flýtt um eina klukku- stund að sumrinu á grundvelli laga frá 1907, en hún var látin halda sér óbreytt árin 1922 til 1938, en svo var aftur farið að flýta henni að sumr- inu allt til þess tíma að flýtingin var látin halda sér árið 1968. Frá því merka ári, sem heil kynslóð velur að kenna sig við, hefur verið eilíft sumar á Íslandi, þótt þess hafi ekki séð stað í vetrarveðrum. Kannski er best að vera ekki að þessu tímaflakki. Síðustu 36 árin hefur þjóðin verið laus við það. En afar fróðlegt verður að sjá hver afdrif þessa nýj- asta tímaflakks verða. Kannski sprettur upp kynslóð íhaldsamra við afturförina í tímaflakkinu öfugt við það sem gerðist þegar hin rómaða ,,68“ kynslóð reis upp. Það er kannski betra að fara varlega í þessum efnum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.