Bæjarins besta - 06.11.2014, Síða 13
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 13
Straumlaust á Vestfjörðum þrjár næt-
ur í næstu viku vegna álagsprófana
Straumlaust verður hjá öllum
íbúum Vestfjarða aðfararnótt 13.
og 14. nóvember og aðfararnótt
12. nóvember hjá íbúum Bolung-
arvíkur og Ísafjarðar. Ástæðan
er álagsprófanir á vegum Lands-
nets og Orkubús Vestfjarða
vegna lokafrágangs á umfangs-
miklu uppbyggingarferli raforku-
mála á svæðinu sem til framtíðar
á að draga verulega á líkum á
langavarandi straumleysi á Vest-
fjörðum.
Lagning jarðstrengs milli Bol-
ungarvíkur og Ísafjarðar, endur-
bygging og endurbætur á raflín-
um, nýtt tengivirki á Ísafirði og
nýtt tengivirki og varaflsstöð i
Bolungarvík eru allt liðir í þeim
áformum Landsnets og Orkubús-
ins að stórbæta afhendingarör-
yggi raforku á svæðiskerfinu á
Vestfjörðum. Notendur hafa að-
eins orðið varir við það að þetta
er í bígerð á síðustu dögum og
vikum því truflanir hafa orðið á
rafmagni á meðan nýr búnaður í
kerfinu er prófaður. Þannig er
m.a. búið að uppfæra og breyta
varnarbúnaði á Mjólká og því
miður leysti út af þeim sökum
fyrir nokkrum dögum biðjumst
við velvirðingar á því,“ segir Víð-
ir Már Atlason, verkefnastjóri hjá
Landsneti. Að hans sögn er verið
að koma upp svokölluðu snjall-
netslausnum í raforkukerfinu á
Vestfjörðum en snjallnetið tengir
varaaflstöðvar við kerfið með
sjálfvirkum hætti og lágmarkar
þann tíma sem kerfið er úti.
Í þessari viku hefur verið fram-
hald á prófunum með keyrslu
díselvélanna sex í nýju varaafls-
stöðinni í Bolungarvík. Þessar
prófanir hafa ekki haft nein
óþægindi í för með sér fyrir íbúa
á Vestfjörðum nema hvað Bol-
víkingar gætu hafa orðið varir
við reyk frá stöðinni.Í næstu viku
munu hins vegar íbúar Bolungar-
víkur og Ísafjarðar, og reyndar
Vestfirðingar allir, verða fyrir
straumleysi vegna álagsprófana
á vegum Landsnets og Orku-
búsins því þá verður rafmagn
tekið að til að fylgjast með virkni
svæðiskerfisins. Ekki er útlokað
að rafmagnstruflanir verði einnig
vestra aðfararnótt 18. og 19. nóv-
ember vegna kerfisprófana en
það skýrsit þó ekki endanlega
fyrr en í lok næstu viku.
Vonast eftir skilningi
af hálfu notenda
„Þessar prófanir fara mest-
megnis fram á nóttunni og þá
verða allir Vestfirðir undir. Við
prófum að slá út Breiðadalslínu
og Mjólkárlínu og sjáum hvernig
kerfið bregst við,“ segir Víðir Már
og bætir við að breytingarnar á
raforkukerfinu á Vestfjörðum
sem nú sé verið að leggja loka-
hönd á séu mjög umfangsmiklar
og flóknar. „Í nýju aðveitu- og
varaaflstöðinni í Bolungarvík er
mjög flókinn tæknibúnaður, á
Ísafirði var byggð ný aðveitustöð
og svo var búnaður uppfærður í
spennivirkinu í Breiðadal og
einnig í Mjólkárvirkjun. Þetta
kerfi er líka mjög umfangsmikið,
það er að segja tæknibúnaður á
mörgum stöðum þarf að vinna
saman sem gerir þetta enn flókn-
ara en ella. Til þess að vera vissir
um að þetta gangi allt upp þurfum
við að fara í prófanir sem ekki er
hægt að gera nema með því að
taka rafmagnið af,“ segir Víðir
Már. Hann segist vonast til að
íbúar vestra sýni þeim þolinmæði
og skilning vegna þeirra óþæg-
inda sem þeir gætu orðið fyrir
meðan á prófununum stendur en
reynt verði að lágmarka áhrifin
eins og kostur er, m.a með því að
gera flestar þessara prófana að
næturlagi.
Aukið raforku-
öryggi markmiðið
Markmiðið með umræddum
breytingum er að auka raforku-
öryggi á Vestfjörðum. Aðspurður
hversu mikil stytting verði á þeim
tíma sem íbúar gætu þurft að
vera rafmagnslausir í hvert sinn
sem vetrarlægðir skella á vill
Víðir Már engu lofa á þessum
tímapunkti. „Það fer alveg eftir
því hvaða lína leysir út. Ef
Breiðadalslína leysir út og norð-
urfirðirnir verða rafmagnslausir
er markmiðið að það taki ekki
nema mínútu að keyra upp vara-
aflstöðvarnar segir Víðir Már en
bætir við að það taki örugglega
einhvern tíma að fínstilla allt
kerfið til að það náist. Algengara
sé hins vegar að Vesturlína, sem
tengir Mjólká við landskerfið,
leysi út og þá geti kerfisstýringin
orðið aðeins flóknari. „Það fer
t.d. eftir því hversu mikið álag er
á Mjólkárvirkjun. Það sem við
sjáum fyrir okkur ef Vesturlínan
leysir út er að snjallnetið klippi
þá út Breiðadalslínu og keyri
norðursvæðið á varaafli frá Bol-
ungarvík en Mjólká sjái um suð-
urfirðina,“ segir Víðir Már.
Nánari upplýsingar um fyrir-
hugaðar prófanir Landsnets og
Orkubúsins er að finna í auglýs-
ingu á bls. 11.
Frá vígslu tengivirkisins á Skeiði í september.