Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 30
skák í fordyrinu heima hjá henni. Skákin truflaðist þegar inn kom glæsilegt og veislubúið fólk, foreldrar hennar. Sumarið eftir fór hún til Kaupmannahafnar í ballett en ég fór á síld. Til er mikill litteratúr frá þessu sumri, mikið af bréfum. Það var aðallega ég sem skrifaði, hún sendi nokkrar kvittanir. Ég hafði sagt mig úr skóla í 5. bekk, fannst þar lítið gert nema beygja óreglulegar sagnir á ýmsum tungumálum. Ég ákvað að mennta mig sjálfur, keypti píanó og æfði grimmt, stúderaði skák og las íslenskar bókmenntir. Ég setti saman námsskrá og þetta var fínn skóli. Öðru hvoru brá ég mér í skólann til að sjá hvort ballerínu brygði fyrir, sem gerðist stundum. Sumarið 1957 dundi ógæfan yfir. Ég var vestur á fjörðum að rétta af staura í kompaníi við Ragnar nokkum Arnalds. Þá var tilkynnt í útvarpinu að stelpan hefði farið í fegurðarsamkeppni í Tívolí og í þokkabót orðið fegurðardrottning íslands. Mér líkaði þetta stórilla. Ég lagði á mig að ganga langan veg í símstöðina á Hólmavík til að geta sent skeyti sem í stóð: Svei attan. Jón Baldvin. Þar með var búið að mestu að slíta stjómmálasamskiptum. En í upplestrarfríi fyrir stúdentspróf varð þíða í samskiptum stórveldanna. Áður hafði Vigdís Finnbogadóttir tekið okkur Ragnar í nokkra aukatíma í frönsku. Eftir krókaleiðum fékk ég lánaða franska stíla Bryndísar sem ég endurritaði. Vigdís undraðist framfarir mínar. Niðurstaðan varð að ég náði 5 eða 6 í frönsku um vorið. Ég fór á sjó daginn eftir 17. júní 1958. Ævintýralegt sumar tók við, lengsti saltfísktúr sögunnar. Um haustið kom ég til baka moldríkur og fór til Edinborgar til náms. Ég hafði ekki sótt um skólavist þar í tíma svo ég var óreglulegur nemandi fyrsta veturinn. Það var skemmtilegasti veturinn á mínum námsferli.“ - Brá þér ekki í brún þegar þú fréttir að þú ættir von á barni? „Jú. Ég taldi mig vera að læra til forsætisráðherra svo það var mikil truflun. Við Bryndís höfðum ákveðið að eyða jólunum saman í París og hittast á brautarstöð í London. Ég mætti þar á umsömdum tíma með nýágræddan skegghýjung og í skósíðum Bolsafrakka. Ég gekk um allt en sá hvergi konuna sem ég ætlaði að hitta. Bryndís gekk líka fram og aftur en sá hvergi þann menntskæling sem hún var komin til að fínna. Loks nánast rákumst við hvort á annað. Þá sá ég að konan var langt gengin með bami. Við létum þetta þó ekki spilla jólagleðinni - en óneitanlega varð ég hugsandi við þessi tíðindi. Bryndís eignaðist svo „sitt bam“ eins og hún kallaði það. Veturinn eftir hugðist ég fara í lögfræði, koma okkur fyrir í kjallaraíbúð og vinna með náminu. En tengdaforeldrar mínir tóku af okkur ráðin. Björgvin Schram kallaði á mig inn á sinn kontór og sagði: „Þú ferð ekki fet með hana Bryndísi mína til útlanda nema þið séuð gift. „Ég setti þau skilyrði að athöfnin færi fram á latínu og ekki í kirkju. Þetta handsöluðum við Björgvin og svona varð þetta. Gifting okkar Bryndísar var seinasta embættisverk séra Bjama Jónssonar. Frú Áslaug spilaði undir í stofunni og vottamir voru formaður Heildsalafélagsins og forseti Alþýðusambandsins. Athöfnin var klukkan 12 á hádegi á laugardegi og við rétt náðum um borð í skip til að sigla til Edinborgar. Þessi fyrstu hjónabandsár vom erfið ár á ýmsan hátt.“ - Hvað telur þú að hafi haldið ykkur saman gegnum þykkt og þunnt? „Maður sem hefur átt konu eins og Bryndísi, hvert á hann svo sem að fara?“ svarar Jón Baldvin af bragði. „Bryndís er konungsgersemi. Smám saman uxum við saman og erum eiginlega orðin ein og sama persónan.“ - Hvað heldur neistanum lifandi? „Ekki er hægt að gefa nein ráð en það má ekki vera leiðinlegt. Við Bryndís höfum átt ævintýralegt líf, skipst hafa á útrásir, aðskilnaður og sameining. Stundum hefur verið hart að okkur sótt en þá snýr fólk bökum saman. Þeir voru til sem spáðu ekki vel fyrir þessu hjónabandi, en það hefur enst. Þetta er skemmtilegt og neistinn hefur ekki slokknað.“ Ég hugsa um það á leiðinni frá húsinu hve lík en þó ólík sýn þeirra sé á fyrstu kynni og sameiginlegt lífshlaup allt. Eðlilegt eflaust. Konur og karlar sjá hlutina frá mismunandi sjónarhomum. „Stjómmálamaður þarf eins og sjómaður að eiga konu sem getur séð um allt, ljármál sem böm,“ sagði Jón Baldvin með sínum afgerandi raddblæ í miðju samtali okkar. Þetta var samt sem fram kom ekki það sem heillaði hann í íyrstu, þokkafull fegurð Bryndísar og lífsgleði drógu hann að henni þá. Greind hennar og útsjónarsemi bættust greinilega við þá kosti síðar í augum eiginmannsins. Ég horfí á hvíta smásteinana í gangstígnum en fyrir augum mér er þó enn hlýjan í brúnum augum Bryndísar þegar hún lýsti fyrir mér í lágum hljóðum hvemig Jón Baldvin hefði frá upphafi yfírskyggt alla aðra menn í hennar huga. Margt hlýtur á daga fólks að drífa í rösklega 50 ára samlífi. En ef niðurstaðan er þessi er sannarlega ekki til einskis barist. Texti og myndir: Guðrím Guðlaugsdóttir. gudruns@gmail. com 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.