Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 19

Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 19
þomar í pottinum gefa kristallamir vatnið frá sér smátt og smátt þannig að það verður aðgengilegt plöntunum. Annað ráð er að fylla hálfs líters gosflösku (eða eins líters flösku) af vatni og stinga henni á hvolf ofan í blómakerið. A meðan moldin er rök þá rennur lítið sem ekkert vatn úr flöskunni en þegar þomar þá seytlar vatnið smám saman úr flöskunni og vökvar þannig plöntumar. I sumum tilfellum er nauðsynlegt að styðja við flöskuna þannig að hún haldist upprétt en detti ekki á viðkvæmar plöntumar og brjóti þær. Gömlu, ljótu útileguhnífapörin henta einstaklega vel í svona verkefni. Ef maður er svo heppinn að það rigni inn á svalimar þá er um að gera að reyna að koma pottunum þannig fyrir að það rigni ofan í þá. Áburðargjöf Áburðargjöf er ákaflega mikilvæg þegar um ræktun í pottum er að ræða. Þegar við plöntum í kerin okkar og pottana veljum við að sjálfsögðu sérstaka pottamold sem er blönduð áburði þannig að plöntumar fái ákveðið nesti í upphafí. Nestið dugir hins vegar ekki allt sumarið og það er nauðsynlegt að vökva plöntumar reglulega með blómaáburði til að tryggja að þær haldist grænar og blómstri eins og þær eigi lífið að leysa. Best er að nota bara sama áburð á kerin og pottana eins og maður notar á inniblómin, allar plöntur þurfa í gmnninn sömu næringarefni. Leiðbeiningar um blöndun áburðarins í vatn standa yfírleitt utan á brúsanum en gott er að miða við að setja eins og einn tappa í tvo lítra af vatni. Það þarf að vökva með áburði að minnsta kosti tvisvar í viku en það er allt í lagi að vökva alltaf með áburði þegar plöntumar em orðnar stórar og þurfa meiri næringu. Best er að vökva annaðhvort snemma á morgnana áður en fer að hitna verulega á svölunum eða á kvöldin þegar sólin gengur til viðar. Ef maður vökvar yfir plönturnar í mesta hitanum um miðjan daginn verða plöntumar fyrir áfalli. Einnig er rétt að gæta þess að vökva frekar sjaldnar og gera það þá vel heldur en að láta smáskvettu yfír blöðin duga, það gerir ekkert gagn. Meindýr Blaðlús getur alveg gert vart við sig á svölunum, rétt eins og í görðum. Hægt er að nota plöntulyf eins og permasect á blaðlúsina en sumir kjósa frekar að nota vistvænni aðferðir og blanda brúnsápu í volgt vatn og úða því á lúsina, sápan virkar ágætlega gegn lús. Hlutföllin em um það bil 1 dl af sápu í um 5 1 af volgu vatni. Þessu úðar maður með úðabrúsa á þær plöntur þar sem maður sér óvæmna en athugið að hér er ekki um fyrirbyggjandi aðgerð að ræða, það er til lítils að úða plöntulyfjum eða sápu á plöntur nema það sé raunverulega einhver sýnileg óværa til staðar. Skjól Við val á plöntum á svalimar þarf að huga vel að skjóli. Yfirleitt fínnst plöntum ekkert sérstakt að vera í stöðugu roki, þær þoma hraðar en ella og blöð og blóm tætast til og geta skemmst. Efveðurspáin er slæm er hyggilegt að taka hengipotta niður af veggjum og setja þá í skjól upp við vegg þar til veðrið er afstaðið. Fjölmargir em komnir með yfirbyggðar svalir og er það algjör bylting því það lengir ræktunartímann yfir árið og gerir manni kleift að rækta hitakærari tegundir en ella. Plöntuval Hvaða plöntur em það svo sem maður getur ræktað í litlu plássi? Að sjálfsögðu er rétt að velja plöntur sem taka ekki of mikið pláss. Flestar gerðir sumarblóma henta vel og er um að gera að prófa sig áfram þar til maður hefur fundið þær tegundir sem dafna best á viðkomandi svölum. Skjólið á svölunum stýrir því að einhverju leyti hversu hávaxnar plöntur hægt er að rækta því almennt þola lægri plöntur betur vindálag. Kryddjurtir er alveg tilvalið að rækta í pottum á svölunum og em þær ekki bara góðar á bragðið, heldur mesta augnayndi líka. Graslaukur, piparmynta, blóðberg, steinselja, dill og oregano em allt tegundir sem þrífast vel saman í pottum og ekki spillir að þegar vökvað er yfir þær blossar upp alveg dásamlegur ilmur. Hægt er að rækta ýmsar tegundir af salatplöntum, sérstaklega blaðsalöt þar sem maður tekur eitt og eitt blað í einu og hefur með máltíðinni. Mikilvægt er að passa vel upp á vökvun og áburðargjöf salatplantna því ef þær lenda í þurrki verða þær svo beiskar á bragðið. Grænkál er mjög sniðug planta til að rækta á svölum en almennt taka kálplöntur mikið pláss þannig að þær em kannski ekki mjög hentugar í svalaræktunina. Fjölærar plöntur og skrautmnna er vel hægt að rækta á svölum en þá þarf að passa upp á að draga pottana í skjól yfir veturinn. Þegar mesti kuldatíminn er afstaðinn þarf að vökva einstaka sinnum í pottana og þegar plöntumar fara að gægjast upp er mikilvægt að huga einnig að áburðargjöf. Það að skapa sælureit á svölunum er ekkert tiltökumál hafí maður til þess áhuga og tíma. Ekkert er eins táknrænt fyrir sumarið eins og blómlegur gróður og fátt er eins friðsælt og að sitja innan um plönturnar og heyra flugumar suða þegar þær flögra á milli blómanna. Þetta er því bara spuming um það hvað maður treystir sér til að gera mikið, jafnvel eitt fallegt blóm getur breytt gráum svölum í sælureit. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufrœöingur gurry@lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.