Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 34

Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 34
Duttlungafullt drónaflug Í Í mínu ungdæmi áttu margir strákar sér draum um að verða flugmenn og fljúga um loftin blá. Af menntaskólabræðrum mínum urðu þó aðeins tveir atvinnuflug­ menn. Fríður hópur skólasystra skellti sér hins vegar sumarlangt í flugfreyju­ starf að stúdentsprófi loknu en aðeins ein gerði það að ævistarfi. Ég gekk hvorki með flugmanns­ né flugfreyjustarf í mag­ anum en hafði engu að síður gaman af að horfa á flugvélar – og hef raunar enn. Það er eitthvað magnað við að sjá stórar flugvélar taka á loft og lenda, jafnvel fleiri hundruð tonn að þyngd. Það þarf gríðar­ legt afl til þess að koma þeim í loftið og hreyflar verða stöðugt öflugri og flug­ vélarnar þar af leiðandi stærri. Ég sækist ekkert sérstaklega eftir því að fljúga sem farþegi í breiðþotum fremur en þeim sem mjórri eru á belginn. Það fer svo sem vel um farþega, en mér finnst það taka full langan tíma að ferma þær og afferma. Manni stendur að sönnu ekki til boða að fljúga í risaflugvélum til og frá Ís­ landi en ég hef setið í bumbum á öðrum langleiðum. Á áfangastað er maður ansi lengi að koma sér frá borði. Það er aftur á móti gaman að sjá þær athafna sig og á flugvöllum erlendis get ég gleymt mér við að horfa á raðir flugvéla taka á loft, hver af annarri. Það styttir biðtíma á flugvöllum en vist þar er annars heldur þreytandi. Gamlar flugvélar vekja einnig áhuga minn og mér finnst vorið varla komið fyrr en ég heyri í þristinum góða, DC­3 flug­ vélinni sem fylgt hefur okkur í sjötíu ár eða svo, fyrst hjá Flugfélagi Íslands, svo hjá Landgræðslunni en hið síðari ár sem heiðursgestur á flugsýningum. Hljóðið í þristinum er alveg sérstakt og ólíkt hljóði í nútímaflugvélum, þungt og seiðandi. Stofnað hefur verið félag um varðveislu og notkun þessarar merku flugvélar og sumir láta sig dreyma um að breyta henni í farþegaflugvél á ný og bjóða útsýnis­ ferðir á góðviðrisdögum. Ég upplifði það á unglingsárum að fljúga með DC­3, í fyrsta sinn sem ég ferðaðist með flugvél. Það var upplifun og ekki síst að lenda á þeim fræga Ísafjarðarflugvelli þar sem flugmenn þurfa að taka u­beygju milli fjalla áður en lent er. Nú hefur hins vegar orðið breyting á stöðu minni hvað flug varðar, þegar sá tími nálgast óðfluga að skólabræðurnir tveir sem lögðu flugmennskuna fyrir sig fari á eftirlaun – en atvinnuflugmenn verða að hætta starfi á besta aldri vegna alþjóðareglna. Ég er sem sagt orðinn flugnemi, þó ekki á eiginlegar flugvélar heldur dróna. Drónar eru merkileg fyrir­ bæri og sjást æ oftar í notkun. Við lesum fréttir af því að ómannaðar flugvélar, drónar, séu notaðar í hernaði. Mann­ skepnan finnur sífellt upp ný drápstól. Öllu geðslegri eru drónarnir sem notaðir eru til myndatöku í stað þyrlna og ná oft á tíðum ótrúlegum myndskeiðum. Við urðum vitni að slíku í stórbrunanum í Skeifunni í fyrra og kannski enn frekar í tengslum við eldgosið í Holuhrauni. Mitt drónaflug er af öðrum toga. Drón­ inn minn er leikfang – en ansi forvitni­ legt. Tengdasynir mínir hafa gaman af alls konar tólum, meðal annars flygildum. Annar þeirra hefur að undanförnu náð ágætum árangri með leikfangadróna og sambærilegar þyrlur og flýgur þeim af list. Ég hreifst með og bað hann að útvega mér dróna en tók það fram að ég vildi hafa hann af smæstu gerð. Þá taldi ég síður hættu á að ég skaðaði einhvern. Strákurinn brá við skjótt og færði tengda­ föður sínum léttvaxinn dróna með fjar­ stýringu. Saman komum við apparatinu í flughæft ástand og hann kenndi mér í fljótheitum helstu handtökin við stjórn þess. Dróni þessi er eingöngu til brúks inn­ anhúss, svo veigalítill er hann. Í höndum þeirra sem með flygildið kunna að fara flýgur það hins vegar óaðfinnanlega, er stöðugt í loftinu og fer að óskum stjórn­ andans. Þá getur æfður maður „flippað“ drónanum í hring í loftinu og gert aðrar hundakúnstir. Allt þetta sýndi tengason­ ur minn mér og virtist ekki mikið hafa fyrir því. Leiðbeiningabæklingur fylgdi en ég nennti ekki að lesa hann, treysti frekar á munnlegar leiðbeiningar flug­ kennara míns á stofugólfinu heima. Eftir sýnikennsluna tók ég við stjórntækjum drónans en þá kárnaði gamanið. Tækið þaut þráðbeint upp, stangaði stofuloftið og hrapaði með það sama til jarðar. Marg­ ur er hins vegar knár þótt hann sé smár svo dróninn slapp óskaddaður frá þessu háskaflugi. Ég gaf því minna inn í næstu flugtil­ raun svo tækið lyfti sér aðeins í brjóst­ hæð manns, eða svo. Hálfgert fát var hins vegar á flugmanninum enda flaug dróninn stefnulítið beint á stofugardínu frúarinnar og festi sig kirfilega, en gardínan er gerð úr fíngerðum þráðum. Flækt garn var umhverfis alla fjóra spaða tækisins. Það tók tíma að losa þau ósköp. Dróninn smágerði þoldi þó meðferðina svo ég beitti honum í hið þriðja sinn. Þá tók hann óumbeðið lágflug og spann sig niður í kýrhúð sem húsmóðirin á heimilinu keypti fyrir nokkru og lagði til skrauts á stofugólfið. Tækið er, sem betur fer, svo smágert að það skildi ekki eftir skallablett á beljunni en flækt var það, maður lifandi. Ég gerði hlé á flugæfingum eftir að ég náði að losa hárvöndulinn úr spöðunum. Ekkert tjón var hins vegar að sjá á græj­ unni þrátt fyrir meðferðina. Ég mun því halda æfingum áfram í þeirri von að ég nái tökum á fluginu. Miðað við flugmannshæfileika mína má farsælt telja að ég lagði atvinnuflug ekki fyrir mig, eins og skólabræður mínir tveir – en alveg er hugsanlegt að ég hefði orðið bærileg flugfreyja! Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 34 viðhorf Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Láu hjartað ráða Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fair- tradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana. VARSJÁ f rá Tímabi l : apr í l 2015 15.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS Fermingar- hárskraut SKARTHÚSIÐ Laugavegi 44 S. 562 2466 Vertu vinur okkar á facebook Sendum í póstkröfu Kristalsteinar kr. 290 stk Blómakransar kr. 1500. Fallegir krossar, semelíuarmbönd og fermingarhanskar í miklu úrvali.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.