Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 54

Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 54
54 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Þ etta heppnaðist framar björt-ustu vonum. Það er viðbúið þegar menn eitthvað í fyrsta skipti að það klikki eitthvað en það klikkaði ekkert að þessu sinni,“ segir Ásgeir Már Björnsson, veit- ingastjóri á Slippbarnum. Ásgeir var einn skipuleggjenda Reykjavík Bar Summit sem hald- in var í fyrsta skipti í vikunni, frá mánudegi til miðvikudags. Tugir erlendra gesta sóttu hátíðina heim. Þar af voru barþjónar frá fimmtán börum í Evrópu og Ameríku sem öttu kappi. Barirnir kepptu sín á milli og svo kepptu heimsálfurnar í Hafnarhúsinu. Í keppni bara sigraði danski bar- inn Ström í Kaupmannahöfn. „Það gerðu allir tvo klassíska drykki út frá sínum bar og sínum hugmynd- um. Svo fengu þeir í hendurnar hráefni frá Reykjavík Distillery og Birkisíróp og áttu að gera drykk úr því. Danirnir voru mjög sniðugir og enduðu á því að fá alla upp á svið til sín í partí. Þeir voru sniðugir og tókst að sigra stóra bari. Það voru alla vega þrír eða fjórir sem áttu góða möguleika á sigri,“ segir Ási. Á þriðjudagskvöldið kepptu Evr- ópa og Ameríka sín á milli í Hafnar- húsinu. Hvort lið reiddi fram fimm kokteila og það lið sem afgreiddi fleiri sigraði. „Eftir talningu kom í ljós að þrátt fyrir að Evrópa hefði sýnilega skemmt sér betur og sett upp stærra „sjóv“ hafði Ameríka haldið áfram að gera kokteila tölu- vert lengur og þar af leiðandi unn- ið,“ segir Ási léttur í bragði. Hann segir að erlendu gestirnir hafi verið afar ánægðir með heim- sókn sína hingað. Auk þess að kynnast matar- og drykkjarmenn- ingu landsins fóru þeir meðal ann- ars í norðurljósasiglingu og í heilsu- lindina Laugarvatn Fontana. „Það var ótrúleg ánægja með þetta og menn sjá mikla möguleika í framtíð- inni. Það er ekki spurning að þetta verður haldið aftur á næsta ári. Nú þarf bara að finna dagsetningu, við erum farin að hlakka til.“  Reykjavík BaR Summit mikil ánægja geSt Það var mikið stuð þegar Evrópa og Ameríka kepptu sín á milli í Hafnarhúsinu. Ljósmyndir/Hari Tugir erlendra gesta komu hingað til lands í byrjun vikunnar vegna Reykjavík Bar Summit sem haldin var í fyrsta sinn. Danski barinn Ström sigraði í keppni 15 erlendra bara. Hátíðin er komin til vera, segir Ási á Slippbarnum sem skipulagði her- legheitin. Danski barinn Ström sigraði  BjóR áRleg BjóRhátíð á kex hoStel um helgina og nýR BaR Mikkeller og vinir hans komnir í bæinn Það verður nóg um að vera fyrir áhugafólk um góðan bjór í Reykja- vík um helgina. Í gær, fimmtudag, hófst hin árlega Icelandic Beer Festival á Kex Hosteli. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og stendur fram á sunnudag. Uppselt er á hátíðina. Í dag klukkan 18 verður barinn Mikkeller & Friends opnaður að Hverfisgötu 12. Danski farand- bruggarinn Mikkel Borg Bjergsø er kominn til landsins af þessu til- efni og verður viðstaddur opnunina. Hann mun sömuleiðis kynna Mikk- eller-bjóra á áðurnefndri bjórhátíð á laugardag. Á Mikkeller-barnum verða 20 bjórar á krana, frá Mikkeller sjálf- um en einnig öðrum brugghúsum á borð við To Øl. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að kynna Íslend- ingum hvað handverksbjór (e. craft beer) er og leyfa þeim að bragða á þeim bestu í heimi,“ sagði Mikkel Borg Bjergsø í viðtali við Fréttatím- ann á dögunum. Í því viðtali kom fram að hann er mikill áhugamaður um hlaup. Mikkel hefur vélað samstarfsmenn sína hér á landi til að hlaupa með sér á laugar- dagsmorgun. Hlaupið verður frá Kex Hostel klukkan 11 fyrir hádegi. Mikkel Borg Bjergsø kemur með alla sína bestu bjóra til landsins og býður þá á Mikkeller-barnum á Hverfisgötu. Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • S ÍA Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum se rv ét tú r ke rt i dú ka r Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmis servéttubrot Sjá hér! Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16 Rekstrarvörur - vinna með þér

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.