Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 27.02.2015, Qupperneq 54
54 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Þ etta heppnaðist framar björt-ustu vonum. Það er viðbúið þegar menn eitthvað í fyrsta skipti að það klikki eitthvað en það klikkaði ekkert að þessu sinni,“ segir Ásgeir Már Björnsson, veit- ingastjóri á Slippbarnum. Ásgeir var einn skipuleggjenda Reykjavík Bar Summit sem hald- in var í fyrsta skipti í vikunni, frá mánudegi til miðvikudags. Tugir erlendra gesta sóttu hátíðina heim. Þar af voru barþjónar frá fimmtán börum í Evrópu og Ameríku sem öttu kappi. Barirnir kepptu sín á milli og svo kepptu heimsálfurnar í Hafnarhúsinu. Í keppni bara sigraði danski bar- inn Ström í Kaupmannahöfn. „Það gerðu allir tvo klassíska drykki út frá sínum bar og sínum hugmynd- um. Svo fengu þeir í hendurnar hráefni frá Reykjavík Distillery og Birkisíróp og áttu að gera drykk úr því. Danirnir voru mjög sniðugir og enduðu á því að fá alla upp á svið til sín í partí. Þeir voru sniðugir og tókst að sigra stóra bari. Það voru alla vega þrír eða fjórir sem áttu góða möguleika á sigri,“ segir Ási. Á þriðjudagskvöldið kepptu Evr- ópa og Ameríka sín á milli í Hafnar- húsinu. Hvort lið reiddi fram fimm kokteila og það lið sem afgreiddi fleiri sigraði. „Eftir talningu kom í ljós að þrátt fyrir að Evrópa hefði sýnilega skemmt sér betur og sett upp stærra „sjóv“ hafði Ameríka haldið áfram að gera kokteila tölu- vert lengur og þar af leiðandi unn- ið,“ segir Ási léttur í bragði. Hann segir að erlendu gestirnir hafi verið afar ánægðir með heim- sókn sína hingað. Auk þess að kynnast matar- og drykkjarmenn- ingu landsins fóru þeir meðal ann- ars í norðurljósasiglingu og í heilsu- lindina Laugarvatn Fontana. „Það var ótrúleg ánægja með þetta og menn sjá mikla möguleika í framtíð- inni. Það er ekki spurning að þetta verður haldið aftur á næsta ári. Nú þarf bara að finna dagsetningu, við erum farin að hlakka til.“  Reykjavík BaR Summit mikil ánægja geSt Það var mikið stuð þegar Evrópa og Ameríka kepptu sín á milli í Hafnarhúsinu. Ljósmyndir/Hari Tugir erlendra gesta komu hingað til lands í byrjun vikunnar vegna Reykjavík Bar Summit sem haldin var í fyrsta sinn. Danski barinn Ström sigraði í keppni 15 erlendra bara. Hátíðin er komin til vera, segir Ási á Slippbarnum sem skipulagði her- legheitin. Danski barinn Ström sigraði  BjóR áRleg BjóRhátíð á kex hoStel um helgina og nýR BaR Mikkeller og vinir hans komnir í bæinn Það verður nóg um að vera fyrir áhugafólk um góðan bjór í Reykja- vík um helgina. Í gær, fimmtudag, hófst hin árlega Icelandic Beer Festival á Kex Hosteli. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og stendur fram á sunnudag. Uppselt er á hátíðina. Í dag klukkan 18 verður barinn Mikkeller & Friends opnaður að Hverfisgötu 12. Danski farand- bruggarinn Mikkel Borg Bjergsø er kominn til landsins af þessu til- efni og verður viðstaddur opnunina. Hann mun sömuleiðis kynna Mikk- eller-bjóra á áðurnefndri bjórhátíð á laugardag. Á Mikkeller-barnum verða 20 bjórar á krana, frá Mikkeller sjálf- um en einnig öðrum brugghúsum á borð við To Øl. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að kynna Íslend- ingum hvað handverksbjór (e. craft beer) er og leyfa þeim að bragða á þeim bestu í heimi,“ sagði Mikkel Borg Bjergsø í viðtali við Fréttatím- ann á dögunum. Í því viðtali kom fram að hann er mikill áhugamaður um hlaup. Mikkel hefur vélað samstarfsmenn sína hér á landi til að hlaupa með sér á laugar- dagsmorgun. Hlaupið verður frá Kex Hostel klukkan 11 fyrir hádegi. Mikkel Borg Bjergsø kemur með alla sína bestu bjóra til landsins og býður þá á Mikkeller-barnum á Hverfisgötu. Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • S ÍA Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum se rv ét tú r ke rt i dú ka r Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmis servéttubrot Sjá hér! Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16 Rekstrarvörur - vinna með þér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.