Iðnaðarmál - 01.03.1970, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.03.1970, Blaðsíða 20
inn kostnað til þess að skapa sýning- arvörum sínum glæsilega umgerð. Vafalítið er þó, að ékki væri lagt í slíkan kostnað, ef það borgaði sig ekki margfaldlega. Mér var tjáð, að sýningarsvæði einstakra fyrirtæ'kja hafi kostað nokkrar milljónir ísl. króna. Slíkt skapar virðingu, en reikna verður þá með, að varan sjálf sé í samræmi við hina dýru og fallegu umgerð. Sýningarsvæði Dana var stærst að flatarmáli og vöxtum, enda er það ekki óeðlilegt, þar sem þeir flytja ár- lega út húsgögn í stærra mæli en öll hin Norðurlöndin samanlagt. Danir eru, sem kunnugt er, slyngir sölu- menn, og hafa húsgögn þeirra farið sigurför um allan heim. Þeir hafa gert mikið átak í skipu- lagsmálum húsgagnaiðnaðarins. Gæðaprófun og gæðamerking er framkvæmd af opinherri stofnun, stórbætt hefur verið sölukerfi ein- stakra fyrirtækja og ennfremur stofn- uð sölufyrirtæki, sem annast sölu og dreifingu á húsgögnum frá ákveðn- um verksmiðjum og verkstæðum á heimamarkaði og til útflutnings. Þetta hefur gefið þeim aukna sölu- möguleika og sparað minni fyrir- tækjum dýrt og flókið sölukerfi. I Danmörku munu finnast 15 slík fyrirtæki, og á bak við hvert þeirra eru á að gizka 3—7 verksmiðjur. Það, sem vakti sérstaka athygli mína á þessari stóru kaupstefnu, var sýning Norðmanna, sem var í „For- um“. Einkum og sér í lagi leyndu sér ekki gæði vörunnar ásamt mjög þokkalegu formi. Hjá þeim hafa hin síðari ár orðið örar framfarir í út- liti húsgagnanna. Duglegt fólk og á- hugasamt hefur tekið sig saman og hannað húsgögn, sem seljast um all- an heim og vékja aðdáun. Mig lang- ar til að nefna mjög vönduð hús- gögn frá fyrirtækinu Dokka-möbler, 54 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.