Iðnaðarmál - 01.03.1970, Blaðsíða 25

Iðnaðarmál - 01.03.1970, Blaðsíða 25
Getur góður stjórnandi stjórnað hverju sem er? Já. En þegar viíf sögðum þetta árið 1930 eða ’35, vorum við „púað- ir“ niður af sviðinu. Til að stjórna símafyrirtceki í þá daga þurfti mað- ur að hafa dinglað einhvers staðar á símalínu. Ef maður vildi gerast yfirmaður olíufélags, varð maður að hafa olíuna rennandi úr nefi og eyr- um. Síðari heimsstyrj öldin feykti slík- um skoðunum út í veður og vind. Þá fraraleiddi Cooa-Cola skotfæra- töskur, Frigidaire framleiddi vél- byssur, og sérhver bílaverksmiðja framleiddi flugvélar og skriðdreka. Svo að stjórnun verður þá meira fag? Að spyrja mig um slíkt er eins og að spyrja knapa, hvort hann vilji ríða hesti í kappreiðum. Sú stað- reynd, að stjórnun er að verða æ meira fag, er rauði þráðurinn í lífi mínu. Mun framkvœmdastjóri níunda áratugsins verða eldri eða yngri en starfsbróðir hans í dag? Það fer eftir þrúuninni í fólks- fjölgunarmálum. Þó er það tilgáta mín, að á laegri stjórnunarsviðum byrji menn miklu fyrr og með meiri hraða að feta sig upp á við. Hvers konar menntunar cetti mað- ur að afla sér til að verða farsœll stjórnandi í framtíðinni? Fyrst ætti hann að taka B. S. próf í einhverri grein háskólavísinda. Þá þyrfti hann að hafa meistarapróf í viðskiptastjómun (business admini- stration). Síðan ætti hann að leggja á sig a. m. k. 8—12 mánaða stranga þjálfun á stjórnunarnámskeiði, sem fjallaði um eðli, einkenni og fram- gang stjórnunar. Þeir kenna ekki stjórnun í háskólastofnunum okkar í dag. Þeir kenna störf stjórnunar: fjármál, bókhald, markaðsmál, sam- göngur, flutninga, starfsmannamál- efni o. fl. Stjórnandinn ætti að halda við þekkingu sinni, meðan hann er í starfi, á sama hátt og læknir eða verkfræðingur. Hvaða höfuðvandamál verður framkvœmdastjórinn neyddur til að glíma við? Aðallega fjögur: 1. Verja fyrirtæki sitt og forða því frá að falla í hendur nútíma ræn- ingjabarónum, hinum gróðafíknu fjárglæframönnum. Þeir munu ávallt verða uppi með hverri kynslóð, og þeim tekst jafnan að 'halda sér drjúg- an spöl á undan lagasetningunni, sem er nauðsynleg þeirra vegna. 2. Tryggja framtíð fyrirtækis síns. 3. Stofna til náinna tengsla við mikilvægari stofnanir þjóðfélagsins, svo sem opinber stjórnvöld, kirkj ur, skóla, verkalýðsfélög og blöð. 4. Halda starfsliði sínu ánægðu með góðum samskiptum og tryggja jafnfranvt góð afköst þess. Hver er rœningjabaróninn, sem ógnar fyrirtœkinu? Það er náungi, sem skýtur upp kolhnum alveg óvænt og hefur með einhverjum ráðum komizt yfir drjúg- an skerf af hlutabréfum þínum. Hann kemur með gylliboð, og þú ert varn- arlaus. Hann kaupir á háu verði og ráðskar með hlutabréfin. E. t. v. sölsar hann allt undir sig án. þess að velta þér úr sessi. Eða hann innhyrð- ir þig, tæmir sjóðinn, sníður af hluta af fyrirtækinu eða gleypir allt eins og það leggur sig. Þetta á eftir að leiða til stórkost- legra breytinga. Hvernig geta stjórnendur við- skiptalífsins í dag þroskað og þjálf- að yfirstjórnendur morgundagsins? Gamalt ráð, sem nefnist „stjórn- endaáætlun“, er nú tekið í notkun á æ víðtækari hátt. Þetta er mjög vís- indalegt og háþróað kerfi. Það byrj- aði fyrst upp úr 1930, en var full- komnað á dögum síðari heimsstyrj- aldarinnar, þegar mörg fyrirtæki tóku það upp vegna herkvaðningar- innar. Eftir styrjöldina héldu nokkur fyr- irtæki þessu áfram, svo sem Mont- gomery Ward, Worthington Corp., Richardson-Merell og að nokkru leyti Standard Oil. Eitt hið sorglegasta í atvinnu- rekstri gerist, þegar þú hefur laust starf og þú lítur á einn af mönnum þínum og segir: „Hann hefur svo sannarlega allt, sem til þarf — nema reynslu í markaðsmálum.“ Og þú verður að ganga framhjá honum. Nú höfum við meiri forsjálni. Við segjum, að þessi maður gæti tekið við starfi aðalforstjóra innan tveggja ára, ef hann hefði einnig reynslu í markaðsmálum. Þess vegna kippum við honum út úr starfinu, sem hann er í, og veitum honum reynslu í markaðsmálum. Við skipuleggjum þroska hans. IÐNAÐARMÁL 59

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.