Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 4
4 1. Maí 2015 Stuðningur við baráttu launafólks Við búum í öflugu samfélagi sem býr yfir ríkulegum auð-lindum og háu menntunar- og atvinnustigi. Hér á landi eru öll tæki- færi til að skapa frið og góð lífsskilyrði fyrir alla, en þá er líka nauðsynlegt að hugsa um heildina en ekki aðeins um hagsmuni fárra. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum okkar, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er orðin stærsta hindrunin í því. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að of langt hafi verið gengið í átt að jöfnuði á síðasta kjörtímabili og að líklega séu lægstu laun orðin of há. Þau ummæli eru í góðu samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarin tvö ár þar sem allt kapp hefur verið lagt á að auka ójöfnuð með skattlagningu og hækkun gjalda í heilbrigðisþjónust- unni svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma bera lágtekju- og meðaltekjufólk fullan kostnað af hruni íslensku krónunnar með launum sem eru mun lægri en gerist í nágrannalöndunum. Verkfallsrétturinn er helgur Við þessar aðstæður kemur ekki á óvart að launafólk sæki sér kjarabætur. Bætur fyrir krónuna, fyrir ójafna skattbyrði og hækkandi gjöld. Það er ekki nema eitt og hálft ár síðan að komið var á sátt milli allra aðila á vinnumarkaði með samn- ingum um hóflegar launahækkanir. Friðurinn var hins vegar rofinn þegar ríkisstjórnin samdi við tiltekna hópa um margfalt meiri hækkanir og gerði öðrum ljóst að þeir yrðu látnir sitja eftir. Launafólk nýtir nú sitt eina vopn í kjarabaráttunni, verkfallsréttinn, en sá helgi réttur er síðasta úrræðið í barátt- unni fyrir betri lífskjörum. Það leikur sér enginn að verkföllum, enda er það þung- bær aðgerð fyrir alla aðila. Þess vegna ætti ríkisstjórnin nú að leita allra leiða til að sætta sjónarmið með heildrænum og skapandi hætti í stað þess að gagnrýna aðgerðir og samtakamátt launafólks. Aukinn kaupmáttur Það er stefna okkar Samfylkingarfólks og bjargföst trú að samstarf eigi að vera milli allra aðila á vinnumarkaði; verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurek- enda og ríkisins. Samstarfið á að snúast um kaupmátt og lífskjör, húsnæðismál, skattbreytingar, peningastefnu og jöfn tækifæri því þannig vinnum við að friði og gegn misskiptingu. Það er jafnframt stefna okkar jafn- aðarmanna að ríkið eigi að beita tekju- jöfnunaraðgerðum s.s. með þrepaskiptu skattkerfi sem hlífir þeim tekjulægstu, með lágum virðisaukaskatti á nauðsynjar og með húsnæðis- og barnabótum sem styðja raunverulega við barnafjölskyldur. Þá eru ótaldar aðrar mikilvægar óbeinar aðgerðir til að létta byrði almennings s.s. aukin framlög til velferðarkerfisins, til menntakerfisins og öflug aðkoma að breytingum í húsnæðismálum. Öflugt og réttlátt samfélag Okkur berast einnig fréttir af því að arð- greiðslur og stjórnarlaun hækki gríðar- lega og í engu samræmi við tilboðin sem atvinnurekendur setja fram í kjaravið- ræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda sam- félagslegt markmið okkar að atvinnu- rekstur sé það arðsamur að hann standi undir mannsæmandi launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Við jafnaðarmenn viljum ekki sam- félag þar sem þorri landsmanna fær þau skilaboð frá stjórnvöldum að þeim beri að þakka fyrir það sem hrekkur af borðum þeirra sem mest eiga. Við viljum að allir séu gerendur í eigin lífi og geti notið mannsæmandi kjara. Þannig byggjum við öflugt og réttlátt samfélag. Sömu tækifæri og hvati til atvinnuþátttöku Í dag á baráttudegi verkalýðsins mun í göngunni þramma hópur fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega. Krafan um at- vinnu fyrir alla í samræmi við Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður söngur þeirra í dag. Krafan um jöfn tækifæri fatlaðs fólks og örorku- lífeyrisþega til atvinnuþátttöku með við- eigandi aðlögun og fjárhagslegum hvata er megininntakið. Fjárhagslegur hvati Eins og lífeyriskerfið er uppbyggt í dag, annars vegar greiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins og hins vegar frá líf- eyrissjóðunum er fjárhagslegur hvati til að stunda hlutastarf, þó einkum vegna bótaflokks sem kallast sérstök framfærslu- uppbót, enginn. Þeir sem hafa tækifæri til að vinna sér inn 30 – 40 þúsund krónur á mánuði hafa engan fjárhagslegan ávinning af því, þar sem innkoman skerðir lífeyr- irinn um nákvæmlega sömu upphæð. Í skýrslunni Virkt samfélag1) sem Öryrkja- bandalag Íslands gaf út á dögunum og fjallar um tillögur að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grund- velli þess er lagt til að sérstök framfær- sluppbót verði sameinuð tekjutryggingu svo fjárhagslegur hvati til atvinnuþátttöku aukist. Þessu geta stjórnvöld breytt með skjótum hætti. Hlutastörf við hæfi og viðeigandi aðlögun Skert starfsgeta getur þýtt að viðkom- andi hafi einungis starfsgetu til að sinna heimilislífi og eigin umhirðu, en hún getur einnig þýtt að viðkomandi geti stundað hlutastarf við hæfi. Þá er átt við sveigjanleg störf með viðeigandi aðlögun, þar sem tekið er mið af mismunandi skerðingum fólks með tilliti til vinnutíma, vinnutil- högun og vinnufyrirkomulag. Í óformlegri könnun sem ÖBÍ gerði síðastliðið vor kom í ljós að fá hlutastörf með hæfilegum sveigjanleika og aðlögun voru í boði fyrir fatlað fólk og fólk með skerta starfsgetu en fjölga þarf slíkum störfum. Þar þyrfti ríki og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi, enda stórir atvinnurekendur. Ein leið til þess væri sú að skylda yrði að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu. Þá er nauðsynlegt að komið verði á löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar til að tryggja rétt fatlaðs fólks á vinnmarkaði þannig að það þurfi ekki að óttast að missa starf vegna fötlunar. Framfærsla skal tryggð Þá er einnig mikilvægt að geta þess að í hverju samfélagi er og verður ávallt hópur fólks sem getur ekki og mun aldrei geta stundað vinnu. Þessum hópi samfélagsins sem og öðrum ör- orkulífeyrisþegum skal ávallt tryggð framfærsla sem er í takti við dæmigerða framfærslu hvers tíma og er í dag ríflega 300.000 krónur. Að lokum vil èg hvetja þig til að skrifa undir àskorun til stjórnvalda á obi. is að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fòlks Sjáumst í göngunni í dag! Baráttukveðjur, Ellen Calmon for- maður ÖBÍ 1) Virkt samfélag má sjá hér: http://www.obi.is/ media/utgafa/Virkt-samfelag_net.pdf HAFNARFJÖRÐUR / GARÐABÆR 9. TBL. 5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. Dreifing: Póstdreifing. FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 13.500 E INTÖKUM Í ALLAR ÍBÚÐIR Í HAFNARFIRÐI / GARÐABÆ Fyrsti maí er runninn upp og við heyrum Grýlu garga. Hún er í búningi ráðherra, þingmanna, Samtaka atvinnulífsins og jafnvel Seðlabankans. Hér fer allt í bál og brand ef fólk fær mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Því skulum við aðeins staldra við og spyrja: Hvers virði er samfélag þar sem fólk getur ekki lifað mannsæmandi lífi? Hvers virði eru þau fyrirtæki sem ekki geta greitt starfsfólki þau laun að gera því þetta kleift? Þar er útgangspunkturinn. Ekki í hræðsluáróðri um að verja ímyndaðan stöðugleika sem virðist fólginn í að halda þorra launafólks í gíslingu lágra launa, yfirvinnuvíta- hrings og kvíða um hver mánaðamót. Þess utan gefa fréttir tilefni til að ætla að stjórnendur og fjármagnseigendur telji nóg vera til af peningum. Spyrjið bara hluthafa HB Granda, eða framkvæmdastjóra KEA sem fékk fimm milljóna króna launahækkun í fyrra. Nú eða stjórn Samtaka atvinnulífsins þar sem mánaðarsporslurnar eru mældar í árslaunum venjulegs fólks. Verkfallsaðgerðir BHM undanfarið og Starfsgreinasambandsins í gær sýna, að það eru fleiri stéttir en læknar sem eru ómissandi fyrir samfélagið og allt gangverk okkar daglega lífs; hvort sem við eigum erindi á sjúkrahús, við fasteignasala eða í matvöruverslun. Það er ekki verkefni stjórnvalda að verja misskiptingu og óréttlæti. Engin ábyrg stjórnvöld geta leyft sér að stinga hausnum í sandinn og segja pass. Viðbrögð við sanngjörnum kröfum eiga að felast í að leita allra leiða til að meta fólk og störf þess að verðleikum. Sjáumst í göngunni! Ingimar Karl Helgason Stöðugleiki hvað? Leiðari Virkjum alla hæfileikana Í samfélagi okkar er vinnan í senn grundvöllur fjárhagslegs sjálfstæðis og félagslegrar þátttöku. Hún er því órjúfanlegur þáttur í lífi okkar og forsenda heilbrigðrar sjálfsmyndar hvers einstaklings. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felst formleg viður- kenning alþjóðasamfélagsins á því að fatlað fólk skuli njóta sama réttar og aðrir þegnar. Hugmyndin að baki samningnum er einföld, að skapa eitt samfélag fyrir alla, án aðgreiningar. Réttur allra til þátttöku á vinnumarkaði er ein af grunnforsendum þess að því markmiði verði náð. Baráttan fyrir því að allir njóti réttar til virkar þátttöku á vinnumarkaði, að fólk með skerta starfsgetu finni kröftum sínum farveg fjallar heldur ekki aðeins um þeirra rétt og hagsmuni, heldur sam- félagsins alls. Hún snýr ekkert síður að því að samfélagið viðurkenni og nýti til fulls alla þá hæfileika og krafta sem það býr yfir sem ein heild. Á alþjóðlegum baráttudegi launafólks er ástæða til að undirstrika mikilvægi þess að sveitarfélög og fyrirtæki í eigu þeirra fari fram með góðu fordæmi í atvinnumálum fatlaðs fólks og setji sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, meðal annars með því að tryggja framboð starfa sem henta fólki með mismunandi starfsgetu. Hafnarfjarðarbær er stór vinnuveitandi og hefur því ríkar skyldur og mikilvægu hlutverki að gegna á þessu sviði. Sveitarfélögin í fararbroddi Í kjölfar frétta af uppsögnum starfsmanna sem áður sinntu umsýslu ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó samþykkti bæj- arstjórn Hafnarfjarðar í janúar sl. að árétta stefnu sína um að tryggja bæri rétt allra til virkrar þátttöku í samfélaginu og mikilvægi þess að sveitarfélög væru í fararbroddi í þeim efnum. Þessa ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar má líta á sem tilraun til að marka upphafið að sameig- inlegri stefnumörkun sveitarfélaganna sem eiga í viðtæku samstarfi um veitingu almannaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og til mikilvægra umbóta á þessu sviði. Fyrirtæki í eigu sveitar- félaga ekki undanskilin Í ályktun sinni beindi bæjarstjórn orðum sínum sérstaklega til stjórnar Strætó bs. sem er fyrirtæki að hluta í eigu Hafnar- fjarðarbæjar og óskaði eftir því að hún tæki til endurskoðunar starfsmanna- stefnu fyrirtækisins og léti fara fram heildstæða endurskoðun á starfsemi þess, þjónustu og fyrirkomulagi starfsmanna- mála, með það að markmiði að tryggja að ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks væru uppfyllt. Mikilvægt er að fylgja eftir ályktun bæj- arstjórnar og framkvæmd stefnumörk- unarinnar. Við treystum því að unnið verði í anda hennar hjá Hafnarfjarðarbæ og stjórn Strætó tryggi sömuleiðis að það öfluga þjónustufyrirtæki í almannaeigu verði góð fyrirmynd á þessu sviði eins og öðrum. Höfundur er Ellen Calmon, formaður ÖBÍ Höfundur er Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar Höfundur er Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.