Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Síða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Síða 14
14 1. Maí 2015 Stórtónleikar á stórafmæli Kór Öldutúnsskóla fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir með tónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí kl. 17: 00. Kórinn er elsti barnakór landsins sem starfað hefur samfellt. Efnis- skráin samanstendur af sönglögum sem verið hefur á dagskrá kórsins í áranna rás. Frumflutt verður nýtt tónverk, Cancta Caecilia, eftir Báru Gísladóttur. Margir fyrrverandi kórfélagar koma fram bæði kórar og einsöngv- arar. Þeir sem syngja með okkur við þetta tilefni eru: Margrét Eir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Örn Arnarson og Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Einnig munu fyrstu kómeðlimir heiðra okkur með nærveru sinni. Kynnar eru Laufey Brá Jónsdóttir leikkona og Veigar Hrafn Sigþórsson frændi hennar og kórdrengur. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en kórinn tekur glaður á móti frjálsum framlögum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Vorhreinsun í Garðabæ Hreinsunarátak Garðabæjar, hreinsað til í nærumhverfinu, stendur nú yfir en það hófst 10. apríl sl. Átakið hefur gengið gríðar- lega vel, segir í frásögn af framtakinu á vefsíðu Garðabæjar, og aldrei hafa fleiri hópar sótt um að taka til hendinni á svæðum í bæjarlandinu en núna í vor þó veðrið hafi ekki alltaf verið eins og best er á kosið. Ánægjulegt sé hversu margir hafa tekið þátt að þessu sinni og margir nýjr hópar, íbúar við tilteknar götur og félagasamtök, hafa bæst við í framtakið í ár. Skemmtilegar ábendingar hafa borist frá hópunum, segir á vef bæjarins um að t. . d. hesta- menn ættu að hreinsa rúllubaggaplast af girðingum. Hópar fá ákveðin svæði til hreinsunar Hóparnir hafa margir sótt um styrk til umhverfisstjóra gegn því að tína rusl á ákveðnum svæðum í bæjar- landinu. Með því að dreifa hópunum vel um bæjarlandið ætti bærinn að vera nokkuð hreinn þar til að sumarstarfs- menn taka til starfa í byrjun júní og vinna þá áfram að hreinsun bæjarins. Vorhreinsun lóða til 13. maí. Hin árlega vorheinsun lóða hófst á mánudaginn var. Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sam- eiginlegu átaki, en það stendur til sem stendur til 13. maí nk. Garðabær hirðir garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk á tilteknum dögum í hverfum bæjarins sem tilgreindir eru hér fyrir neðan. Þessi þjónusta er veitt bæjarbúum að kostnaðarlausu þessa daga en mikilvægt er að vera innan þessara tímamarka sem eru gefin upp fyrir hvert hverfi. Íbúafundur framundan Nærumhverfið skiptir okkur máli er heiti íbúafundar sem umhverfisnefnd Garðabæjar stendur fyrir þriðjudaginn 12. maí í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl.17: 00 -19: 00. Dagskrá íbúafundar- ins verður kynnt nánar hér á vef Garða- bæjar á næstu dögum. Hreinsun á garðúrgangi Nú í vikunnu var tekinn garðaúr- gangur á Flötum, í Ásgarði, á Fitjum, Hólum, Ásum, Grundum, í Sjálandi, á Arnarnesi, Ökrum, Vífilsstöðum og Urriðaholti. 4. - 6. maí verður sótt í Tún, á Mýrar, Garðatorg, Móa, Byggðir, Lundir, Búðir, Bæjagil, Hæðahverfi og Hnoðraholt. Síðan 11. -13. maí á Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og við Álftanesveg. Stjarnan vann Lið Stjörnunnar í hópfimleikum kvenna tryggði sér Íslandsmeist-aratitil í spennandi keppni í Ás- garði á dögunum. Gerpla úr Kópavog- inum hefur haldið titlinum árum árum saman, en nú hafði Stjarnan betur, eftir æsispennandi keppni á trampolíni, æf- ingar á gólfi og lokaumferð á dýnu. Kvennalið Stjörnunnar stóð því uppi sem sigurvegari í fjölþraut kvenna í hópfimleikum. B lið Stjörnunnar tryggði sér svo þriðja sætið. Í flokki blandaðra liða var lið Stjörnunnar í öðru sæti. Sýning í Gróskusalnum Allir eru velkomnir á lokasýn-ingu fata og textílhönnunar-sviðs og myndlistarsviðs Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, sem hófst á miðvikudag og stendur til 4. maí. Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð á Garðatorgi og er opin frá kl. 14-18. Aðgengi fatlaðra í Bíó Paradís: Safna fé til að bæta aðstöðu Söfnun er hafin á síðu Karolinafund sem hefur það markmið að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu. Söfnunin felst í sölu aðgöngu- miða og korta á sýningar Bíó Paradísar og er hægt að velja um marga möguleika til að styrkja málefnið, allt frá því að kaupa miða fyrir tvo á eina sýningu upp í tíu ára árskort í Bíó Paradís. Aðgengismál í bíóinu hafa töluvert verið gagnrýnd upp á síðkastið. Í tilkynningunni segir að Bíó Pardís hafi unnið með Ferilnefnd fatlaðra hjá Reykjavíkurborg að greiningu og til- lögum að úrbótum og sé áætlaður kostn- aður við fyrsta áfanga rúmar 6,5 millj- ónir króna. „Verkefnið er mun stærra en húsið ræður við með rekstrinum og var því ákveðið að hefja söfnunina. Öllum ágóða verður varið í að setja inn lyftur og koma fyrir salerni sem er aðgengilegt fólki í hjólastólum, “ segir þar einnig, en jafnframt er bent á að Bíó Paradís sé eina listræna kvikmyndamenningarhús landsins og þess utan eina bíóið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur. Sjálfseignar- stofnunin Heimili kvikmyndanna rekur bíóið, en reksturinn er ekki í hagnað- arskyni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.