Reykjanes - 05.02.2015, Blaðsíða 4
4 5. Febrúar 2015
Framkvæmdir sveitarfélaganna
Reykjanes kannaði hvaða framkvæmdir eru áætlaðar hjá sveitarfélögunum á næstunni.
Afgangur 2017
Á íbúafundi bæjarstjóra Reykjanes-
bæjar var upplýst að halli á rekstri
bæjarsjóðs 2014 væri áætlaður 864
milljónir. Margt benti þó til að út-
koman yrði aðeins skárri. Í ár er
gert ráð fyrir að rekstrartap verði
514 milljónir, en að hagnaður verði
af rekstri árið 2017.
Rúmur einn
milljarður
Fjármagnsgjöld Reykjanesbæjar í ár
nema kr. 1.046.920
Skulda 7
milljarða
Reykjaneshöfn skuldar rúma 7 millj-
arða
Ekki reiknað
Fram kom á íbúafundi bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar að öllum
sviðsstjórum bæjarins hefði verið
sagt upp. Skipulagsbreytingar eru
framundan. Bæjarstjóri sagði að ekki
lægi fyrir útreikningur á því hvað
sparaðist við þessar aðgerðir.
1200 milljónir
í húsaleigu
Upplýst var á íbúafundi hjá
Reykjanesbæ að sveitarfélagið þarf
að greiða 1200 milljónir króna í
húsaleigu í ár.
Skulda stopp
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði
á íbúafundi að staðan væri þannig:
„Við getum ekki bætt við skuldum.“
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Garði:
370 milljóna fram-
kvæmdir án lántöku
Í fjárhagsáætlun Garðs er ekki gert ráð fyrir tilgreindum fram-
kvæmdum/fjárfestingum á árinu
2015. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
kom fram að bæjarstjórn mun þegar
líður á árið taka frekari ákvarðanir
um þetta eftir því hvernig fjárhags-
árinu vindur fram.
Þess má geta að nú er að ljúka
framkvæmdum við viðbyggingu
Íþróttamiðstöðvar. Hluti af kostnaði
vegna þeirrar framkvæmdar teygir
sig inn í árið 2015. Áætlaður kostn-
aður við það verkefni var hátt í 170
milljónir króna, en uppgjör fram-
kvæmda hefur
ekki farið fram
þannig að endan-
leg fjárhæði liggur
ekki fyrir.
Sveitarfélagið
hefur undanfarin
2 ár (2013-2014)
staðið í miklum fjárfestingum og
framkvæmdum. Alls er þar um að
ræða fjárhæð yfir 370 milljónir króna
og er að fullu fjármagnað með eigin
fé sveitarfélagsins og án lántöku.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavík:
Framkvæmdir fyrir
1,4 milljarða 2015-2018
Alls eru áætlaðar framkvæmdir fyrir um 1,4 milljarðar kr. árin 2015-
2018
Árið 2015 eru áætlaðar fjárfestingar
fyrir um 400 milljónir króna,
• Stærsta fjárfestingin er að klára
lokaframkvæmdir og lóð við íþrótta-
miðstöð.
Aðrar stórar fjárfestingar eru
• Aðstaða fyrir bardagaíþróttir í íþrótta-
miðstöð
• Breyting á bæjarskrifstofum
• Gatnagerð og stígar, gatnalýsing
• Frágangur gangstétta í Hópshverfi
Árin 2016-2018 eru eftirfarandi fjár-
festingar helstar:
• Íbúðir fyrir eldri borgara við Víðihlíð
2016.
• 4 íbúðir í viðbyggingu
• Aðstaða við Hópið 2017.
• Inngangur í Hópið, salerni og söluturn
• Nýtt íþróttahús 2018
• Gatnagerð og stígar
• Göngustígur um Bótina og út á golf-
völl 2018
• Viðhald og endurnýjun á Miðgarði í
Grindavíkurhöfn
• Háð fjármögnun ríkisins
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga:
Mest í
endurnýjun gatna
Í Vogum eru áætlaðar fjárfestingar á árinu 2015 samtals 40 m. kr. Stærsti
hluti fjárins fer í endurnýjun gatna,
einnig var keyptur þjónustubíll nú í
upphafi árs. Þá er fjármunum ráð-
stafað í samningsbundin verkefni, t.d.
stækkun kirkjugarðs og styrks vegna
uppbyggingu áhaldahúss Golfklúbbs
Vatnsleysustrandar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar:
Fjárfestingar
fyrir 200 milljónir
Á borgarafundi í síðustu viku kom fram hjá bæjarstóra að fjár-
festingar eru áætlaðar 200 milljónir
í ár. Má þar t.d. nefna lausar kennslu-
stofur fyrir 80 milljónir, göngustíga
fyrir 20 milljónir og ófyrirséð er upp
á 36 milljónir.
Sigrún Árnadóttir,
bæjarstjóri Sandgerði:
Fráveitu-
framkvæmdir
stálþil og
opin svæði
Helstu framkvæmdir hjá Sand-gerðisbæ á árinu 2015 eru frá-
veituframkvæmdir við Sjávarbraut,
framkvæmdir við stálþil í höfninni og
framkvæmdir við stíga og opin svæði.
Fækka og einfalda segir meirihlutinn.
Æðibunugangur og fljótfærni
segja Sjálfstæðismenn
Meirihluti bæjarstjórnar hefur í bæjarráði lagt fram tillögu um að fækka og einfalda
skipan verkefna fagsviða og móta stig
af stigi enn öflugra embættismanna-
kerfi til að koma stefnumörkun kjör-
inna fulltrúa í Reykjanesbæ til fram-
kvæmdar.
Reykjanes birtir hér brot af því
sem fram kemur og viðbrögð Sjálf-
stæðisflokksins. Nánar er hægt að
lesa um málið í fundargerð Bæjarráðs
Reykjanesbæjar frá 22. janúar s.l.
Nýtt stjórnskipurit
Reykjanesbæjar
Lagt er til að bæjarráð Reykjanesbæjar
samþykki að starfsemi Reykjanesbæjar
skiptist í þrjú fagsvið og tvö stoðsvið.
Fagsviðin nefnist: fræðslusvið, vel-
ferðarsvið og umhverfissvið. Stoðsviðin
nefnist stjórnsýslusvið og fjármálasvið.
Lagt er til að komið verði á laggirnar
stjórnsýslusviði hjá Reykjanesbæ sem
hafi forystu um þróun vinnubragða,
Lagt er til að til að á stjórnsýslusviði
verði til nýtt starf menningarfulltrúa
sem sinni þróun og útfærslu á menn-
ingarstarfsemi á vegum Reykjanes-
bæjar
Lagt er til að komið verði á laggirnar
sérstæðu fjármálasviði sem annast fjár-
reiður, áætlanagerð
Lagt er til að íþrótta- og tómstunda-
svið verði lagt niður sem sérstakt svið
Lagt er til að á fræðslusviði verði til
nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa
á fræðslusviði
Sjálfstæðismenn telja sjálfsagt að
endurskoða stjórnskipulag bæjarins
til að gera það sem markvissast. Oftast
gildir þó sú regla í litlu samfélagi að
„veldur hver á heldur“. Þannig er það
sjaldnast skipulagið sjálft sem ákvarðar
hvort vel er unnið, heldur þeir sem
halda um stjórnvölinn og starfsfólkið
sjálft.
Æðubunugangur og fljótfærni eru
aldrei vænleg til árangurs þegar slíkar
breytingar eru fyrirhugaðar.
Enn eitt dæmið um mistök, fljótfærni
og klaufaskap meirihlutans þegar kemur
að starfsmannamálum sveitarfélagsins.
Launamunur, hvort sem stjórnendur
verða skráðir sviðsstjórar eða deildar-
stjórar, mun verða hverfandi þegar upp
er staðið.
Verðmæta-
sköpun að hefjast
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi voru með fyrirlestur á Skattadegi Deloitte. Þar var
m.a. komið inná:
Forskot og framúrskarandi að-
stæður
• Alþjóðaflugvöllur og stórskipahöfn
í Helguvík
• Upphaf verslunar á Íslandi, sjávar-
útvegur hefur verið stundaður hér
frá aldaöðli
• Tæknivæddasta varmaorkuver á
Íslandi
• Sívaxandi ferðamannaiðnaður
• Gagnaver komin til að vera, fer
fjölgandi
• Sprota og nýsköpunarfyrirtækjum
fjölgar mikið
• Höldum þessu forskoti
• Keilir, miðstöð fræða og vísinda
Ásbrú
• Codlandið í Grindavík
• Stolt Seafarm á Reykjanesi
• Þörungarækt á Ásbrú
• Íslandshús Ásbrú
• Heilsuhótel Íslands Ásbrú
• Keflanding.com Ásbrú samvinna
• GeoSilica Ásbrú
• Samstarf sveitarfélagana um Geo-
-Park
• Geothermal Research Park - auð-
lindagarðurinn
• Gagnaversuppbygging Ásbrú og
Fitjum