Reykjavík - 10.01.2015, Blaðsíða 6
FJARNÁM
Skráning á vorönn stendur til 14. janúar
á slóðinni www.fa.is/fjarnam
6 10. Janúar 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
menningin
Hildur
BjörgvinsdóttirAuðvelt að eignast listaverk
„Listaverkin eru eftir félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Það er breytilegt hvaða listamenn eru með verk í Artótekinu en oftast eru
inni listaverk eftir um 80-90 manns. Fjölbreytni verkanna er því mjög mikil
og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ segir Katrín Guðmunds-
dóttir verkefnastjóri Artóteks sem staðsett er á 1. hæð Borgarbókasafnsins
í Tryggvagötu.
Á Artótekinu getur fólk tekið á leigu
listaverk til lengri eða skemmri tíma
eða keypt þau á mánaðarlegum
greiðslum. „Listaverkin eru af ýmsum
stærðum og gerðum en langflest eru
þau tvívíð svo sem málverk, teikningar
og grafík. En þó eru við líka með leirlist
og skúlptúra.“
Hægt að eignast gott safn
Katrín segir þjónustuna, sem hefur
verið fyrir hendi í rúman áratug, vera
vel nýtta. Oft vefjist fyrir fólki að velja
listaverk fyrir heimilið eða fyrirtækið
og þá sé gott að geta skilað verkinu ef
það passar ekki í rýmið þegar á hólm-
inn er komið. „Það er líka mjög auðvelt
að kaupa listaverkin hér þar sem um
kaupleigu er að ræða. Viðkomandi
þarf því ekki að reiða fram fúlgur fjár
á staðnum, það er hægt að eignast
listaverk smátt og smátt, nú eða skila
þeim ef honum snýst hugur. Og svo
hafa sumir komist upp á lagið og koma
strax aftur þegar þeir eru búnir að borga
upp eitt listaverk og fá annað. Þannig er
hægt á nokkrum árum eignast gott safn
listaverka á tiltölulega auðveldan máta.“
Flestir kjósa að kaupa
Að sögn Katrínar eru málverkin vin-
sælustu verkin, vel yfir helmingur
þeirra verka sem tekin eru á leigu en
grafíkverk koma næst á eftir, um það
bil 25% útleigðra verka. Afar misjafnt
sé þó hverju fólk leitar að eins og
gengur. „Sumir eru jafnvel búnir að
velja áður en komið er á staðinn og
hafa þá verið búnir að skoða vefsíðu
Artóteksins en þar eru myndir og
upplýsingar um öll listaverkin. Slóðin
er artotek.is og svo eru líka myndir á
facebook síðunni okkar.“ Katrín segir
aðeins um 20% verka sem tekin eru á
leigu vera skilað aftur, aðrir kjósi að
kaupa þau með mánaðarlegum, vaxta-
lausum greiðslum. Flestir ætli sér að
eignast verkin alveg frá upphafi en þó
sé alltaf einn og einn sem vill hafa þau
tímabundið. Hún segir það geta verið
góðan kost, til dæmis hjá fyrirtækjum
sem vilji breyta hjá sér reglulega.
Auðvelt í framkvæmd
Þegar listaverk eru tekin á leigu er
gerður samningur milli leigjandans og
Artóteksins fyrir hönd listamannsins.
Það er gert á staðnum og er einfalt í
framkvæmd. Leigjandinn þarf að greiða
eins mánaðar leigu við afhendingu og
fær eftir það reikning í heimabank-
ann mánaðarlega þar til listaverkið er
uppgreitt. „Leigan er frá 1.000 upp í
10.000 kr. á mánuði og fer upphæðin
eftir kaupverði listaverksins. Og svo er
auðvitað líka hægt að kaupa strax án
þess að leigja þau. “
Ekki missa af ...
Öðruvísi Händel.
Í kvöld mun
Barokksveitin
C a m e r a t a
Øresund og 12
manna kamm-
erkór skipaður íslenskum og skandin-
avískum einsöngvurum flytja Messias
eftir Hände í dramatískri og dansandi
útgáfu. Eins og tíðkaðist á barokk-
tímanum mun hver og einn flytjandi
taka virkan þátt í að móta tónlistina í
hita augnabliksins, líkt og í góðu jazz-
bandi. Meðal einsöngvara kvöldsins
eru: Hallveig Rúnarsdóttir, Marta
Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur
Eyjólfsson, Hrólfur Sæmundsson,
Hafsteinn Þórólfsson, Eline Soel-
mark. Nana Bugge Rasmussen, Leif
Aruhn-Solén. Tónleikarnir fara fram í
Norðurljósasal Hörpu og hefjast kl.20.
Miðasala á midi.is.
MP5. Annað kvöld
verður sýnd allra
síðasta sýning á
verkinu MP5 sem
hlotið hefur afar
góðar dóma. Verkið
er ný íslensk lo-fi
sci-fi satíra unnin af meðlimum leik-
hópsins Sóma þjóðar. Það gerist um
borð í alþjóðlegri geimstöð í nálægri
framtíð. Geimsamfélagið er friðsamt
og umburðarlynt þar til slys á sér stað
um borð og MP5 byssa er dregin upp.
Vakna þá ýmsar spurningar um hvort
og hvernig best sé að nota byssuna.
Sýnt er í Tjarnarbíói kl.20 og er miða-
sala á tjarnarbio.is og somithjodar.is.
Miðaverð 2.000kr.
Yvonne Larsson. Á morgun lýkur
sýningu á málverkum sænsku lista-
konunnar Yvonne Larsson í Nor-
rænahúsinu. Þemu sýningarinnar
eru „heimilið“ og „skógurinn“. Opið
12-17.
45 verkum stolið
Ég held enn í vonina um að myndirnar finnist,“ segir Rúna K. Tetzschner myndlistarkona.
Bifreið hennar stolið frá Baldursgötu
aðfararnótt gamlársdags, en í bílnum
voru töskur með 45 listaverkum. Bíll-
inn, sem er af Subaru gerð fannst
aftur við Strandasel í Breiðholti, en
allt hafði verið tekið úr honum. Þar á
meðal tvær gamlar ferðatöskur sem
geymdu myndirnar. „Tjónið er óbæt-
anlegt fyrir mig þar sem um eigin
sköpunarverk er að ræða,“ segir Rúna.
Hún segir að myndirnar séu sér-
stæðar. Þær hafi verið unnar með
vatnstússlitum á pappír og glitrandi
duftlitir hafi verið bræddir á hann
með hitatæki. Þetta sé tækni sem
hún hafi sjálf þróað og enginn annar
noti hana.
Ferðatöskurnar sem geymdu
myndirnar séu einnig gamlar og hafi
tilfinningalegt gildi fyrir sig. Aðra
hafi hún erft frá afa sínum, sem hafi á
sínum tíma geymt í henni aleigu sína.
Hina hafi hún erft frá manni sínum
heitnum, Þorgeiri Rúnari Kjartans-
syni, tónlistarmanni og rithöfundi,
sem hafi þar geymt ljóð og skrif. Sjálf
hafi hún haft list sína í töskunum síð-
ustu sextán árin. Töskurnar séu nú
merktar henni.
Þjófnaðinn hefur Rúna kært til
lögreglu en hún óskar þess að hafi
einhver orðið var bílþjófinn, töskur
eða myndir, að hafa samband við sig
eða lögreglu.
„Sumir eru jafnvel búnir að velja áður en komið er á staðinn,“ segir Katrín
Guðmundsdóttir, sem hér sést innan um hluta verkanna á artótekinu.
Verkin eru af öllum stærðum og gerðum, bæði málverk, teikningar og grafík,
en einnig er hægt að nálgast skúlptúra og leirlist.
rúna K. Tetzshner með aðra töskiuna. nokkur verkanna má sjá uppi á vegg.