Reykjavík - 10.01.2015, Blaðsíða 16

Reykjavík - 10.01.2015, Blaðsíða 16
ÁL-SUÐA Ryðfrí stál - ál - og járnsmíði Nýsmíði og viðhald fyrir fiskvinnslur og fiskiskip. Áratuga reynsla. MANNBERG Vélsmiðja sími 564 2002 Akralind 1 - 201 Kópavogi - mannberg@mannberg.isAuglýsingar: 578 1190 & auglysingar@fotspor.is | Ritstjórn: 659-3442 & ingimarkarlhelgason@gmail.com VI KU BL AÐREYKJAVÍK 10. Janúar 2015 • 1. tölublað 6. árgangur BaksÍðan Björk Þorleifsdóttir VI KU BL AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190 O pi ð al la n só la rh rin gi nn í E ng ih ja lla , V es tu rb er gi og A rn ar ba kk a Jólaþynnkan... Ég skellti mér á jólasmell í bíó um helgina og lét íbúa Mið-garðs halda uppi fjörinu þriðju jólin í röð. Mér leið pinkulítið eins sís- vöngu hobbitunum þar sem ég sökk ofan í dúnmjúkt bíósætið, greip fast um poppið og kókið og byrjaði að úða ljúf- metinu í mig. Ég var nokkuð snemma á ferð enda vildi ég fá gott sæti og þar af leiðandi voru matvælin sykurskatts- lausu uppurin löngu áður en myndin byrjaði. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að skjótast í sjoppuna og kaupa nýjan skammt en ákvað um síðir að vera stapil aðallega vegna þess að ég nennti ekki í sjoppuröðina. Jólahaldið með sínu salta og reykta kjöti, rjómalöguðum sósum, sykur- brúnuðu kartöflum, gosi, konfekti og smákökum hefur verið alveg hreint dásamlegt, það er alveg ljóst . En nú þegar þrettándinn er liðinn og nærri ár í að jólagleðin hefjist að nýju er nýtt landslag í auglýsingum sem beint er að landanum. Nú er sko nauðsynlegt að missa öll jólakílóin, hamast í ræktinni og komast í kjólinn fyrir næstu jólin. Nú eiga menn að vera með samvisku- bit yfir öllu sukkinu og síðustu leifar jólaþynnkunnar hellast yfir í byrjun febrúar þegar jólareikningurinn hjá kreditkortafyrirtækinu laumar sér inn í heimabankann. Þungbúinn janúar tekur völdin og allt fína jólaskrautið og marg- litu útiljósin fara ofan í kassa. Á maður að láta jólaþynnkuna taka völdin? Ég segi nei! Birtan eykst með hverjum deginum sem líður og þorrinn með sínum súru pungum og þorrablótum er rétt handan við hornið. Upp úr kass- anum aftur með jólaseríurnar. Þræðum kjamma upp á þær, stingum í samband og bjóðum jólaþynnkunni birginn!

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.