Reykjavík - 30.05.2015, Page 2
2 30. Maí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Njóttu sumarsins með
Veiðikortinu 2015 og
búðu til þínar minningar!
38 vatnasvæði!
www.veidikortid.is
2 0 1 5
Fornleifauppgröftur á Seltjarnarnesi:
Móakot grafið upp
Fornleifauppgröftur er hafinn norðan við Nesstofu á Sel-tjarnarnesi. Þar hefur undan-
farin ár staðið yfir rannsókn á litlu 18.
aldar kotbýli. Það er nefnt Móakot í
Jarðarbók Árna Magnússonr og Páls
Vídalíns.
Gavin Lucas fornleifafræðingur og
Guðmundur Ólafsson fræðimaður á
Þjóðminjasafni fjalla um uppgröftinn
á vef bæjarfélagsins, en rannsóknir hafa
staðið síðan 2013 og heldur áfram í
sumar. Nemendur í fornleifafræði taka
þátt í rannsóknum.
Þeir segja í grein sinni að ábúandinn
á tímum Árna og Páls sé nefndur
Grímur.
„Samkvæmt Manntalinu 1703 var
Grímur fæddur árið 1640 og giftur
Gróu Andrésdóttur, fæddri 1664. Þau
áttu tvo syni, Erlend, f. 1689 og Jón, f.
1697. Búseta í kotinu virðist hafa lagst
af 1779. Ekki er meira vitað um þetta
býli úr heimildum, þó að ýtarlegri rann-
sókn í skjalasöfnum geti hugsanlega
skilað einhverjum viðbótarupplýsinum.
Helstu upplýsingar um staðinn er núna
að fá úr gögnum fornleifarannsóknar-
innar.“
Fornleifaskráning Þjóðminjasafns
skráði Móakot fyrst árið 1980 og svo
Fornleifastofnun áratug síðar, segir í
greininni. Það var svo ekki fyrr en í
hittiðfyrra að Gavin Lucas, Guðmu-
yndur og Sólrún Inga Traustadóttir,
fornleifafræðingur, hófu vettvangs-
rannsóknir.
„Nokkuð hundruð gripir hafa fundist
við rannsóknina, ásamt fjölda dýra-
og fiskbeina. Flest er þó úr mannvist-
arlögum frá 19. öld, sem eru yngri en
bærinn. Það bendir til þess að bæjar-
rústin hafi af og til verið notuð sem
ruslahaugur. Hingað til hafa aðeins
fundist fáir gripir úr sjálfri byggingunni.
Það eru aðallega brot úr leirkerum,
glerflöskum og járnnöglum. Nákvæm
greining á gripunum hefur þó ekki
enn farið fram,“ segir í greininni. Of
snemmt sé að draga miklar ályktanir af
niðurstöðum. Þó sé ljóst að bærinn hafi
gengið í gegnum nokkrar breytingar.
Einnig hafi fundist ummerki um eldri
mannvirki norðan við bæinn. Hugsan-
lega hafi búseta hafist á staðnum fyrr
en áður var vitað, en fullvíst er talið að
Móakotið sé frá 18. öld.
114 milljóna fram-
kvæmdir hjá Sorpu
Stjórn Sorpu, þar sem Kópavogs-bær á fulltrúa, hefur samþykkt að semja við Kubb um jarðvinnu
vegna fyrirhugaðrar gas- og jarðgerðar-
stöðvar í Álfsnesi. Tilboð bárust frá
þremur aðilum. Íslenskir aðalverktakar
buðu tæpar 160 milljónir og Suðurverk
annað eins. Kubbur bauð hins vegar
öllu lægra eða rúmar 114 milljónir.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæplega
167 milljónir króna. Þetta kemur fram
í fundargerð síðasta fundar stjórnar
byggðasamlagsins.
Kubbur er ísfirskt fyrirtæki sem
sérhæft sig í sorphirðu og endur-
vinnslu auk þess að reka steypustöð
fyrir vestan. Fyrirtækið hefur meðal
annars séð um sorphirðu í Hafnarfirði.
Fáar nýjar beiðnir afgreiddar í verkfalli:
Lítil áhrif á heimahjúkrun
Um helmingur þeirra hjúkr-unarfræðinga sem sinnt hefur heimahjúkrun á
vegum velferðarsviðs borgarinnar, er
ekki í verkfalli. Samningar þeirra eru
við beint við borgina. Um 40 hjúkr-
unarfræðingar hafa sinnt þessum
störfum. Hluti þeirra sem eru í verk-
falli hafa fengið undaþágu til starfa,
bæði á dagvinnutíma og á kvöldin.
Fjallað er um þetta á vef borgarinnar
og fullyrt að áhrif af verkfalli hjúkr-
unarfræðinga á þjónustu við skjól-
stæðinga séu því lítil.
Hins vegar hafi verkfallið nokkur
áhrif á afgreiðslu nýrra beiðna um
heimahjúkrun. Um 120 beiðnir um
þjónustu berist í hverjum mánuði.
Næstum þrjár af hverjum fjórum frá
Landspítalanum. Vegna verkfallsins
verði ekki hægt að afgreiða nýjar
beiðnir eins og áður og muni stór
hluti þeirra því bíða.
Heimahjúkrun í Reykjavík þjónar
einnig Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ
á kvöldin og um helgar, segir í frétt
borgarinnar. Heimahjúkrun þjóni
á hverjum tíma um 1100 íbúum á
þjónustusvæðinu en hjá henni starfi
sjúkraliðar auk hjúkrunarfræðinga.
Hið árlega Kassabílarallý var Frostaskjóls var haldið á Ingólfstorgi á dögunum.
Prýðis veður var þegar þetta var gert en hundruð barna hafa alla jafna tekið
þátt í viðburðinum.
Mannréttindaviðurkenning Reykjavíkurborgar:
Frú Ragnheiður verðlaunuð
Svala Jóhannnesdóttir, verkefn-isstjóri Frú Ragnheiðar, tók á dögunum við Mannréttindaverð-
launum Reykjavíkurborgar.
Frú Ragnheiður er heilsugæsla á
hjólum fyrir þá borgarbúa sem eiga
erfitt með að leita sér aðstoðar hjá al-
mennri heilsugæslu. Skjólstæðingar
Frú Ragnheiðar eru flestir útigangs-
fólk og fíklar og er þjónustan innt að
hendi samkvæmt hugmyndafræði
skaðaminnkunar. Hún felur í sér að
veita aðstoð á forsendum hvers og eins
og á heimavelli notenda án þess að
dæma líferni þeirra og þjóðfélagsstöðu.
Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur
Frú Ragnheiði. Sjálfboðaliðar sjá um
megnið af vinnunni.
Metfjöldi
á stutt-
myndahátíð
Um 100 myndir bárust í stutt-myndakeppni grunnskóla- og
félagsmiðstöðva, en stuttmyndahátíð
var haldin í Bíó Paradís í vikunni. Þar
var þétt setinn bekkurinn en hátíðin,
sem haldin hefur verið síðan árið 1981,
nýtur mikilla vinsælda. Sjá bls. 12.
Mikill áhugi
á Hrútum
Það er strax farið að tala um að endur-gera Hrúta, þótt ég sé ekki viss um
að það sé sniðugt,“ segir Grímur Há-
konarson leikstjóri, sem er nýkominn
heim úr sigurför til Cannes. Þar hlaut
kvikmynd hans Hrútar fyrstu verðlaun
í flokki frumlegra og djarfra mynda.
Hann segir um hugsanlega endur-
gerð að áhugi sé um að endurgera
myndina í Sviss og jafnvel víðar. „En
mér finnst Hrútar vera íslensk saga.
Þessi sterka tenging við sauðkindina
sem myndin fjallar um finnst mér vera
séríslensk, og líka þessi brjálæðislega
þrjóska, að talast ekki við í 40 ár, þrátt
fyrir að búa hlið við hlið,“ bætir hann
við. Sjá ítarlegt viðtal bls. 8.
Framkvæmt fyrir
gangandi vegfarendur
Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út
framkvæmdir við gönguleiðir fyrir
um 120 milljónir króna.
Um er að ræða aðgerðir sem
tengjast lækkun á umferðarhraða
við gönguþveranir og er þeim ætlað
að bæta öryggi gangandi og hjólandi
vegfarenda, segir í frétt borgarinnar
um málið. Framkvæmt verður á 65
stöðum víðs vegar í borginni og settar
sebragangbrautir á upphækkaðar
gönguþveranir auk viðbótarskilta þar
sem hámarkshraði er 30 kílómetrar
á klukkustund; í Laugarnesi, Lang-
holtshverfi, Grafarvogi, Grafarholti,
Breiðholti og Kjalarnesi. Sérstök
áhersla verður lögð á að bæta öryggi
á gönguleiðum skólabarna.
Yfirlitsmynd af uppgreftrinum. Móakot er nefnt í Jarðarbókinni og ábúendur
nefndir í manntalinu 1703.
Hér má sjá fólk á ferli í Stjörnugróf. Til stendur að bæta aðstöðu gangandi
vegfarenda í borginni.
aðstandendur Frú Ragnheiðar ásamt borgarstjóra. Svala Jóhannsdóttir heldur
á viðurkenningarskjali í forgrunni en henni á vinstri hönd er Helga Sif Frið-
jónsdóttir, faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.