Reykjavík - 30.05.2015, Blaðsíða 4
4 30. Maí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Frelsi, jafnrétti og
réttlæti fyrir alla!
Samfylkingin hélt á dögunum upp á 15 ára afmæli sitt en það var þann 5. maí árið 2000 að jafnað-
armenn á Íslandi sameinuðust undir
formerkjum Samfylkingarinnar. Nú,
15 árum síðar, horfa eflaust margir
stoltir um öxl enda hafa margir af
draumum þeirra sem komu að stofnun
flokksins orðið að veruleika.
Samfylkingin var stofnuð sem
umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og
á þeim 15 árum sem hún hefur verið
til hefur hún svo sannarlega látið til
sín taka og sett mark sitt á íslenskt
samfélag. Fyrir okkur sem seinna
höfum komið að borðinu og viljum
leggja okkar að mörkunum til þess
að tryggja að hér verði byggt samfélag
réttlætis og jöfnuðar erum oft spurð
af því afhverju við höfum valið Sam-
fylkinguna?
Í raun er svarið einfalt og má finna
í stefnulýsingu sem samþykkt var á
stofnfundi flokksins fyrir 15 árum
síðan:
„Allir menn eru fæddir jafnir og
eiga jafnan rétt til þess að öðlast
þroska, hagsæld og lífshamingju. Það
er grundvallarsjónarmið Samfylk-
ingarinnar að sérhverjum einstak-
lingi verði tryggð skilyrði til að rækta
hæfileika sína og nýta í þágu eigin
velferðar, samfélags síns og komandi
kynslóða. Við viljum frelsi einstak-
lingsins sem frelsi allra einstaklinga,
óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórn-
málaskoðunum, félagslegum uppruna
eða öðrum mun manna.“
Þrátt fyrir farsæla sögu Samfylk-
ingarinnar er samfélag sem byggir
á grunngildum jafnaðarmanna um
frelsi, jafnrétti og réttlæti ennþá
draumur. Samfélag þar sem grund-
vallar lífsgæði almennings eru tryggð,
þar sem fólk getur lifað mannsæm-
andi lífi fyrir kaup sitt og samfélag
sem byggist á réttlæti, umburðalyndi
og velferð er fjarri raunveruleikanum,
en mikilvægasta hlutverk þeirra sem
fara með völd hverju sinni er auðvitað
að tryggja stöðugleika í samfélaginu.
Í dag einkennist íslenskt samfélag
hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika
og átökum. Síðustu ár hafa einkennst
af mikilli ólgu og krafan um aukinn
jöfnuð, réttlæti og samkennd verður
háværari með hverjum deginum sem
líður.
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn
mikil þörf fyrir sterkan jafnaðar-
mannaflokk á Íslandi og nú. Gildi
jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt
meira erindi við Íslendinga en í dag
og eitt helsta verkefnið framundan er
að endurmóta íslenskt samfélag í anda
hugsjóna jafnaðarmanna en fátt ræður
fremur örlögum um framtíð okkar og
komandi kynslóða en hvernig staðið
er að uppbyggingu í samfélaginu.
Á 15 ára afmæli Samfylkingarinnar
er mikilvægt að minnast þess að það
er í eðli jafnaðarstefnunnar að vera í
stöðugri þróun, og einstaklingar koma
og fara, en eitt er víst, að sama hvað,
þá eru grunngildi jafnaðarmanna um
baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og sam-
stöðu, ávallt þau sömu, og það eru þau
gildi sem munu á endanum tryggja
okkur samfélag stöðugleika og sáttar.
Dómur Hæstaréttar í máli níu Hraunavina markar nokkur tímamót. Eins og fram kemur í máli Skúla Bjarnasonar lögmanns þeirra, tekur Hæstiréttur undir náttúruverndarrök. Refsing fólksins er efnislega
felld niður.
Þetta er allt hið undarlegasta mál og ljóst er, að þótt hér hafi orðið ákveðnar
lyktir, þá er spurningum í málinu enn ósvarað. Það eru spurningar sem lúta
að framgöngu lögreglu.
Enda þótt hér hafi Hraunavinir sannarlega unnið sigur, þá er hér hópur fólks
sem hefur þurft að glíma við handtöku, ákærur og dóma um margra mánaða
skeið. Og fyrir hvað? Fyrir að sitja á rassinum fyrir íslenska náttúru.
Því hefur ekki enn verið svarað hvernig á því stóð að allir þessir lögreglumenn
voru staddir í Hrauninu þennan morgun. Lögreglumenn kunna jafnvel að
hafa verið fleiri en þau sem söfnuðust saman snemma dags til friðsamlegra
mótmæla.
Spennan var allnokkur þá um morguninn. Auðvitað hjá fólkinu sem þar settist
niður. En ekki síst hjá lögreglumönnum. Það blasti við öllum og ég fékk reyndar
að finna það af eigin raun. Ég var þarna við störf, ræddi við fólk og tók myndir.
Eins og áður við svona aðstæður gerði ég grein fyrir mér við yfirmann lögreglu
á staðnum. Gekk svo til starfa. Eftir nokkra stund kom til mín lögreglumaður
og skipaði mér burt. Útskýringar höfðu engin áhrif á viðkomandi. Heldur
ekki sú staðreynd að kollegar mínir stóðu innar á svæðinu við sömu iðju,
athugasemdalaust.
Skýringar og spurningar virtust heldur pirra laganna vörð sem beitti þá handafl-
inu og ýtti mér, svo harkalega, að ég missti jafnvægið og var næstum dottinn.
Ég gerði ekki mál úr þessu. Enginn slasaðist og ekki skemmdist myndavélin.
Rétt er samt að halda svona atvikum til haga, þótt langt sé um liðið.
Eftir margra mánaða þvæling í kerfinu hafa níu Hraunavinir, sem voru teknir úr
hópi tuga einstaklinga sem lögregla tók höndum, hlotið dóm fyrir að hlýða ekki.
Nú stendur það skýrt í lögunum að fólk eigi að verða við fyrirmælum lög-
reglunnar. En verða þau fyrirmæli ekki að styðjast við skýr og skiljanleg rök?
Stundum er eins og fyrirmælin skýrist aðeins af duttlungum eða dagsformi.
Ekki endilega einstakra lögreglumanna, heldur líka þegar „kerfið“ ákveður
að sækja hóp fólks alla leið í Hæstarétt.
Svo höfum við litlu dæmin eins og mitt hér að ofan. Og hvað annað átti sér
stað í miðborg Reykjavíkur á dögunum, þegar lögreglumaður bannaði íbúa
að taka myndir af rútu sem var við það að bakka á húsið hans?
Ingimar Karl Helgason
LEIÐARI
Dagsform
og duttlungar
Væntingasteypa
Greint var frá því
í vikunni að erfitt
væri að fá fólk til
starfa í steypustöð
á Húsavík. Þar á að koma verksmiðja.
Því skal virkja jarðhita og Mývatn hugs-
anlega í hættu. Um þessi tíðindi sagði
Andri Snær Magnason rithöfundur á
Facebook síðu sinni: „Það er ekki einu
sinni hægt að manna steypustöðina. Það
vantar mannskap. Vætingasteypa um
verksmiðju sem fær höfn að gjöf, sem
notar sama Excelskjal og Vaðlaheiðar-
göng í arðsemisvæntingum og heil jarð-
göng eingöngu fyrir verksmiðjuna, sam-
tals milljarðar í eftirgjöf af opinberum
gjöldum, minni má heimanmundurinn
ekki vera. Á sama tíma eru ferðamenn
langstærsta tekjulindin og ekki hægt að
kaupa svo mikið sem klósett eða palla-
efni, hvað þá að byggja Náttúrugripasafn
eða undir handritin.“
Ábyrgð
Birgir Jakobsson hefur ekki legið á liði
sínu til í verkföllum kvennastétta á
Landspítalanum og öðrum heilbrigð-
isstofnunum. Honum hefur orðið tíð-
rætt um sérstaka siðferðislega ábyrgð
undirlaunaðra – en augljóslega ómis-
sandi – starfsmanna. Sömuleiðis hefur
hann látið að því liggja að setja verði lög
gegn kjarabaráttu kvennastétta. Minna
hefur farið fyrir því að rætt sé um að
koma til móts við sjálfsagðar óskir um
mannsæmandi laun, með öðru en þögn
og yfirlýsingum um þrumur og eldingar.
Kúluvömb
Margir spyrja
sig hvað sé
fólgið í þeim
samingum sem
forysta sumra verkalýðsfélaga gekk frá í
vikunni. Ekki ber á öðru en að atvinnu-
rekendur halli sér rólega aftur í stólnum
þessa dagana og fjármagnseigendur
klappa sér á kúluvömbina. Enda tóku
hlutabréfin kipp upp á við þegar frétt-
irnar bárust. Það er vísbending um
hverjir græða mest á svona samningum.
Kökukefli
Ekki er annað að
heyra á fréttum
en að stjórnvöld
ætli sér að fletja
út tekjuskattkerfið. Þrepaskipt skatt-
kerfi hefur komið láglaunafólki til
góða, enda þótt flestir séu sammála
um að tekjuviðmið innan kerfisins
megi hækka. Hins vegar hefur heyrst
fátt frá forystu verkalýðshreyfingarinnar
um málið þegar þetta blað fer í prent-
smiðju. Þingflokksformaður VG spurði
í Bylgjufréttum hvort verkalýðsforystan
styddi skattastefnu Sjálfstæðsflokksins.
Það væru tíðindi.
Enn á toppnum
Píratar fá enn staðfestingu á yfir-
burðarfylgi, nú á miðju kjörtímabili,
en könnun sem birt var í vikunni stað-
festir það. Sú sama könnun sýnir að
það er einungis Björt framtíð sem hlífir
Framsóknarflokknum við botnsætinu.
En sjálfsagt vekur mesta athygli þeir
sem segjast styðja stjórnarflokkana eru
lang fjölmennastir í elstu árgöngunum
og þar eru karlar meira áberandi en
konur. Það raunar líka við um Pírata,
og raunar segist mun hærra hlutfall 68
ára og eldri ætla að kjósa þá, en nokkurn
annan flokk, að Sjálfstæðisflokknum
undanskildum.
Í FRÉTTUMUmmæli með erindi:
„Fjandi magnað. Ísland braut Feneyj-
artvíræringinn. Stjórnendur hans geta
aldrei aftur haldið því fram að þar ríki
listrænt frelsi. Ef þú setur eitthvað of
relevant upp, þá senda þeir hreinlega
lögregluna á listaverkið. Fullkominn
endapunktur við je suis Charlie-æðið
- hið evrópska
tjáningarfrelsi
í drepfyndnum
praxis.“
- Þorsteinn
Vilhjálmsson á
Facebook.
Krókódíll
Þingmaður Framsóknarflokksins
kvartaði undan „pólitísku einelti“ í
garð flokksformanns síns. Það vekur
sennilega furðu frekar en nokkuð
annað. Enginn hefur greiðari aðgang
að gjallarhorni fjölmiðlanna en for-
sætisráðherra. Hann fær meiraðsegja
að flytja leiðara í útvarp áður en viðtal
við hann hefst. Þingmaðurinn ætlaði
kannski að kvarta undan pólitískri
meðvirkni, en eins og kunnugt
er öðlast sum hug-
tök hina ólíkleg-
ustu merkingu á
vörum fram-
sóknarfólks .
Nema hann sé
einfaldlega að
taka krókódíl-
inn á þetta.
Forréttindi/
mannréttindi
Þegar dæmda lögbrjóta úr hópi millj-
arðamæringa vanhagar um eitthvað,
þá heyrast dýrustu lagakarlar æpa um
„réttindi“ svo hátt að allt samfélagið
nötrar undan þunga blaðagreina og
uppsláttarfrétta. Kona nokkur var
flutt til afplánunar í karlafangelsi við
Skólavörðustíg. Hún var ein í vist á
stað sem ekki þykir boðlegur fólki.
Móðir hennar hefur staðið næstum
ein í baráttunni. Gullúraðir lagakarlar
þegja hins vegar þunnu hljóði.
Skortur á
heimildaleysi
Morgunblaðið fullyrti á forsíðu sinni
á fimmtudag að ekki hefðu verið
heimildir fyrir því að hlutir í Arion
og Íslandsbanka færu til þrotabúa
gömlu bankanna fyrir um fimm árum
síðan. Heimild þessarar sagnfræði
var ný um-
sögn Banka-
sýslu ríkisins
til Alþingis
um óskylt mál.
Raunar er svo
merkilegt að Bankasýslan heldur engu
slíku fram sem fullyrt er í fréttinni.
Heldur því að hlutir í bönkunum
hefðu formlega skipt um hendur
í janúar 2010. Alþingi samþykkti
heimild sína 22. desember 2009.
Því er vandséð hvaðan fullyrðing
blaðsins kemur. Raunar var það svo
að ítarlega var fjallað um þessi mál
öll í greinargerð með frumvarpi til
fjárlaga ársins 2010 sem þingmenn
og aðrir fengu í hendur snemma um
haustið 2009. Eftir athugasemdir
Ríkisendurskoðunar var hin sér-
staka heimild samþykkt. Allt hefur
þetta komið áður í fréttum. Því vekur
eðlilega undrun að aðrir fjölmiðlar
hafi miðlað þessari furðusagnfræði
Morgunblaðsins athugasemdalaust.
„Reginhneyksli“
„Þetta „framlag Íslands“ var fyrir
neðan allar hellur. Það er algert reg-
inhneyksli, hvernig farið hefur verið
með almannafé í þessu dæmi.“ Svo
mælist Hannesi Hólmsteini Gissurar-
syni, prófessor í stjórnmálafræði á
Facebook síðu sinni um Feneyjatví-
æringinn. Fáum sögum fer af dómum
hans um aðra nýtingu almannafjár.
En í því samhengi
verður ýmsum
hugsað til rann-
sókna á orsökum
bankahrunsins, en
féð til þess mun
eiga rætur í vasa
skattgreiðenda.
Aðrir hugleiða
frelsi …
HÉÐAN OG ÞAÐAN …
REYKJAVÍK VIKUBLAÐ
20. TBL. 6. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 50.000 eintök. Dreifing:
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 50.000 E INTÖKUM
Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK.
Höfundur er
Sema Erla Serdar
Formaður Samfylkingarinnar
í Kópavogi