Reykjavík - 30.05.2015, Qupperneq 10

Reykjavík - 30.05.2015, Qupperneq 10
10 30. Maí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð „Þetta er bara vara sem ég er að selja“ „Ég er náttúrulega voðalega eigingjarn á mína eigin skoðun á þessu,“ segir Bragi Óalfsson rithöfundur vegna bókarinnar Bögglapóststofan. Bók sem dreift var í um 300 eintökum til valins hóps viðskiptavina og samstarfs- manna fyrirtækisins Gamma. Sú ákvörðun Braga að selja fyrirtækinu texta eftir sig til svo takmarkaðar dreifingar hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Á tyllidögum er virði menningar eitt- hvað annað og meira en mælanlegar hagstærðir. Spegill á samfélagið og hluti af sjálfsmynd okkar. Á sama tíma er markaðshyggja hið ráðanda hugarfar. Ísland er land markaðshagkerfisins og á sér sögu ansi harkalegrar markaðsvæð- ingar flestra kima. Samizdat Athygli var fyrst vakin á Bögglapóst- stofunni og þessum þáttum í kjarnyrtri grein á vefsíðunni Druslubækur og doðrantar í lok síðasta mánaðar. Þar var meðal annars bent á að bókin hefði verið send til viðskiptavina Gamma sem markpóstur og hefði verið tilnefnd til auglýsingaverðlauna. Þá var bent á að vart mætti kalla framtakið útgáfu, því fátt benti til þess að almenningur hefði aðgang að verkinu, ekki einu sinni á bókasöfnum. Aðstandendum Druslu- bóka og doðranta hefði þó tekist að komast yfir eintak af verkinu, og var þessu áberandi kapítalíska framtaki Gamma, þar líkt við samizdat í Sov- étríkjunum sálugu, þegar forboðin rit gengu milli fólks án vitundar yfirvalda; með hinum augljósu öfugu formerkjum þar sem peningaelíta nýtur verksins án vitundar almennings. Hamskiptin Fjallað er um markaðsvæðingu blaða- mennsku, fræða og menningar í bók- inni Hamskiptin - Þegar allt varð falt á Íslandi, eftir Inga Frey Vilhjámsson, blaðamann Stundarinnar. Bókin lýsir dæmum um hvernig peningavaldið teigði sig inn í menningarlífið. Athygl- isvert dæmi er aðkoma Landsbankans að Klink og Bank listamannaaðstöðu í gamla Hampiðjuhúsinu í Brautarholti. Aðilar á vegum Landsbankans komu strax við opnunina í veg fyrir að lista- maður Snorri Ásmundsson tæki þátt í opnun á listamannaðastöðunni. „Til stóð að Snorri opnaði vinnuaðstöðuna í Brautarholti ásamt auðmanninum og klippti með honum á sérstakan borða. Landsbankinn vildi hins vegar ekki tengja nafn sitt við Snorra vegna fortíðar hans. Snorri hafði meðal annars verið tekinn fyrir ölvunarakstur og handtek- inn með fíkniefni auk þess að hafa lýst því yfir að hann hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Snorri sagði að honum hefði verið sagt að ef hann klippti á borðann við opnunina myndi Landsbankinn rjúfa gerða samninga. Vinnuaðstaða fyrir 160 íslenska lista- menn var því í húfi vegna aðkomu eins manns að formlegri opnun hússins,“ segir í bókinni og atvikið sett í sam- hengi við sjálfsritskoðun áranna fram að efnahagshruni. Fjárhagslegir hagmunir „Eitt það áhugaverðasta við þetta mál Snorra er að listamennirnir í Klink og Bank héldu fund um málið þar sem rætt var um hvernig bregðast skyldi við. Listamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að Snorri ætti ekki að taka þátt í opnun hússins með því að klippa á borðann enda var um að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni fyrir þá – ókeypis vinnuaðstöðu.“ Þá segir frá því að vit- neskja um atvikið hefði ratað til DV. Símon Birgisson núverandi drama- túrg í Þjóðleikhúsinu, þá blaðamaður á DV, skrifaði fréttina „Landsbankinn úthýstir dæmdum dópsala“. Fréttin var hins vegar aldrei birt. Fjallað var um málið í DV árið 2008. Hvorki Símon né Mikael Torfason, sem var ritstjóri DV þegar fréttin óbirta var skrifuð, mundu þá hvers vegna fréttin um Klink og bank kom aldrei fyrir almenningssjónir. Inn á við og út á við Vitanlega er efnislegur munur á því að peningar ráði þátttöku og efnistökum listamanna út á við og því þegar fyrir- tæki greiðir rithöfundi til að rita skáld- sögu sem gjöf fyrirtækisins til viðskipta- vina. Umræðan um Bögglapóststofuna verður þó ekki fjarlægð úr því pólitíska umhverfi og umræðu sem óumflýjan- lega hefur fylgt árunum eftir hrun. Bæði dæmin fjalla um aðgengi almennings að menningu á forsendu samfélagsins en ekki þröngs hóps peningamanna. Raunin er um leið sú að listamenn, rétt eins og aðrir, starfa innan og eru þátt- takendur í markaðshagkerfinu. Vissu- lega hefur menning aðra stöðu í huga margra. Þegar kemur að menningu, listum er óalgengt að rætt um hagræn áhrif sköpunarverkanna. Og þó? Árið 2010 kom út úttekt á hagrænum áhrifum menningar og lista, sem þar eru kallaðar „skapandi greinar“. Þar er menning og sköpun í víðum skilningi mæld í hefðbundnum hagstærðum líkt og útflutningsverðmætum, fjölda starfa og veltu. Við útkomu skýrslunar sagði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnðar- ráðherra, að upplýsingarnar væru hluti af því að móta atvinnustefnu í menn- ingarstarfsemi. Menningasköpun er semsagt atvinnustarfsemi sem nýta má í þjónandi hlutverki fyrir samfélagið og sem drifkarft í verðmætasköpun hagkerfisins. Menningapólitík utanríkisstefnu Fjallað er um menningu og íslenska ut- anríkisstefnu í meistararitgerð Hilmars Hildarsonar Magnússonar, núverandi formanns Samtakanna ‘78, árið 2011. Þar kemur fram að í höndum utanrík- isráðuneytisins hafi menning gjarnan fengið á sig þjónandi hlutverk. Áhersla hafi verið á menningu til ímyndasköp- unar og til útflutnings. „Áherslan á þjóðmenninguna er til staðar í fyrsta ráðuneyti Davíðs, sbr. óttann við að henni verði ógnað. Þessari áherslu er lýst í stjórnarsáttmála, en gætir lítið stefnu utanríkisráðherra. Eftir því sem líður á tímabilið má greina sterkari áherslu á þjóðleg gildi,“ segir í ritgerðinni. „Nægir að nefna endurtekið tal Halldórs [Ás- grímssonar, utanríkisráðherra á ár- unum 1995 - 2004, ] um menningararf, þjóðmenningu, þjóðrækni, landafundi og kristin gildi og áherslur stjórnar- innar á fullveldi og sjálfstæði. Valgerður tekur við þessu kefli og leggur áherslu á sköpun ímyndar þjóðarinnar út frá sameiginlegum einkennum, t.d. um menntun og víðsýni.“ Þjónandi hlutverk menningar er því ekki nýtt eða einstakt fyrirbæri. Rithöfundar berjist einir Myndlist sem seld er til einkaaðila fylgir ekki endilega með kvöð um almennt aðgengi að listaverkinu. Þekkt dæmi er ómálað málverk Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og mynlistamanns, sem selt á uppboði til styrktar Unicef fyrir um tuttugu milljónir í desember árið 2005. Hallgrímur málaði svo myndina. Hún nefnist Guð á Sæbraut og var hluti af sýningunni Jór á Kjarvalsstöðum árið 2011. Verkið vakti athygli fyrir svim- andi hátt verð og þær aðstæður sem það var selt við en þessi aðferð við sölu á list er að öðru leyti ekki óalgeng. Hið ritaða orð hefur að einhverju leyti annan sess. Getan til að prenta texta tiltölulega ódýrt og í miklu magni til almennrar dreifingar er beintengt við sögu upplýs- ingarinnar, lýðræði og aukin almanna- rétt. Bókmenntir skipa áberandi og mikilvægan sess í íslenskri menningar- sögu. Hvort það þýði að rithöfundar, umfram aðra, hafi sérstakt hlutverk í því að sporna við markaðsvæðingu er svo spurning sem fólk þarf sjálft að svara. Bara vara „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi. „Ég lít ekki einu sinni á þetta, ef maður tekur svo hátíðlega til orða, sem hluta af mínum höfunda- verki. Þetta er markpóstur eða hvað á að kalla þetta. Þetta er texti sem ég sel einhverjum einstaklingi eða fyrirtæki út í bæ. Maður gerir allskonar texta og ég held að hérna að ef menn færu að ræða það sín á milli rithöfundar þá kæmi nú ýmislegt í ljós.“ - Þegar þú ert að skrifa bókina veltir þú samt samhenginu ekki fyrir þér? „Já auðvitað velti ég því fyrir mér. Ég vissi alveg að þetta fyrirtæki er í einhverju fasteignabraski eða ég veit BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ÚTTEKT Umdeilt fyrirtæki Gamma var stofnað í júní 2008 af Gísla Haukssyni og Agnari Tómas Möller. Gamma rekur nokkra fjárfestinga- sjóði sem meðal annars fjárfesta í ríkisskuldabréfum. Þá hefur Gamma vakið athygli fyrir fasteignafjár- festingar. Í júní 2014 greindi DV frá því að Gamma eigi um 500 íbúðir. „Framkvæmdastjóri GAMMA, Gísli Hauksson, hefur gefið það út að fyr- irtækið ætli sér að kaupa um 1.200 íbúðir í heildina,“ segir í greininni. Árið 2013 greyndi DV frá kaupum sjóðsins á 140 íbúðum fyrir alls 140 milljarða. Í september sama ár segir DV frá kaupum félagsins á þremur blokkum í einu holli. Í febrúar tilkynnti Gamma um stofnun Framtiðarinnar, náms- lánasjóðs í eigu félagsins. GAMMA er með um 44 milljarða króna í stýringu fyrir m.a. lífeyrissjóði, tryggingarfélög, bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Fjölmargar skáldsögur Bragi Ólafsson er leikritaskáld, ljóðskáld og prósahöfundur. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður og útgefandi og einnig sem texta- gerðarmaður og prófarkalesari fyrir auglýsingastofu í Reykjavík. Frá 2001 hefur hann starfað sem rithöfundur einvörðungu. Fyrsta útgefna bók Braga er ljóðasafnið Dragsúgur, sem kom út undir merki Smekkleysu árið 1986. Nýjasta skáldsaga hans nefnist Fjarveran, sem kom út árið 2012, en áður hafði hann sent frá sér skáldsögurnar Hvíldardaga, Gælu- dýrin, Samkvæmisleiki, Sendiherra og Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. „auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ef ég færi að stunda þetta reglulega að birta fyrir útvaldan lesendahóp þá fyndist mér það náttúrulega mjög rangt,“ segir Bragi Ólafsson meðal annars.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.