Reykjavík - 30.05.2015, Qupperneq 11
1130. Maí 2015 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
ekki hvað þetta fyrirtæki gerir.“ Böggla-
póststofan segir Bragi vera byggða á
leikriti sem hann er að skrifa. „Þessi
saga er hugmynd að leikrit sem ég er
með í kollinum og er búinn að skrifa
hluta af.“ Frásögn bókarinnar tvinnar
inn vinnuna við að skrifa leikritið úr
sögunni. „Þannig er frásögnin. Þetta
er raunar efni fyrir leikrit sem ég ákvað
bara að skella í stutta sögu. Þetta er
þannig séð æfing fyrir þetta leikrit sem
ég er að vinna að því að skrifa.“
- Finnst þér gerð sú krafa að þú einn
starfir utan markaðshagkerfisins?
„Hvort gerð sé sú krafa á mig að ég
fari einn gegn samspili markaðshyggj-
unar og þeirri raun að markaðurinn
notar sér listamenn? “
- Já?
„Mér finnst það svolítið smásálarlegt
að ásaka mig fyrir að selja texta prívat.
Það er alveg sama þótt það sé bókatexti.“
Samfélagsábyrgð
rithöfunda
„Ég lít ekki svo á að rithöfundur hafi
meiri samfélagslega ábyrgð myndlist-
armaður eða tónlistarmaður eða bara
múrari og hvað sem er. Þetta er bara
eins og verkefni fyrir auglýsingastofu.
Ég á bara mjög erfitt með að líta svo há-
tíðlega á mig að ég sé að gefa lesendum
mínum fingurinn eða sé að bregðast
einhverri samfélagslegri skyldu sem
rithöfundur. Mér finnst það í rauninni
bara bull.“
- Hvað með umræðuna um þessa
ákvörðun þína finnst þér hún einhvers
virði?
„Mér verður í raun að finnast það
vegna þess að ég fagna allri umræðu
og helst ef hún talar beint út,“ segir
Bragi og bætir við að honum finnist
umræðan raunar hafa útskýrt málið.
„Það er í raun ekki hægt að áfellast
höfund fyrir að gera svona. Auðvitað
geri ég mér grein fyrir því að ef ég færi
að stunda þetta reglulega að birta fyrir
útvaldan lesendahóp þá fyndist mér það
náttúrulega mjög rangt.“
- Við erum samt að upplifa tíma núna
þar sem peningaöfl eru að leggja fé í
að endurskrifa söguna. Sú útgáfa, sem
oft er mjög bjöguð, birtist almenningi.
Þetta mál vekur um leið þær spurningar
hvort staðan sé sú að peningamenn geti
fjármagnað opinberar söguskoðanir í
sína þágu fyrir almenning en svo ráðið
rithöfunda til að skrifa skáldsögur og
afþreyingu fyrir sig og sína útvöldu vini?
„Ef að einhverjir stórir kapítalistar
eru áberandi farnir að taka yfir bókaút-
gáfu þá er það eitt. Við munum hvernig
þetta var með Eddu þegar peningaöflin
komu inn í það. Við bara lifum í al-
gjörlega kapitalísku samfélagi. Auðvitað
geta auðmenn fengið menn til að skrifa
fyrir sig. Það bara segir sig sjálft. Það
væri svo hallærislegt að fara að dæma
það kerfi vegna þess að þetta er bara
systemið sem við búum við. Það var
nefnt um daginn einhver aðskilnaður.
Að þetta væri svona aðskilnaðar elítu-
hugmynd að gefa út þennan texta. Ég
bara get ekki séð að, og allra síst í bók-
menntum, það sé einhver tilhneiging.
Þetta sem ég er að gera er bara einhver
einn afvikinn hlutur.“
Edda, Mogginn, AB
Björgólfur Guðmundsson átti bókaút-
gáfuna Eddu á árunum fyrir hrun. Frægt
er þegar fjölskyldusögu Thorsarana var
fargað og hú endurprentuð vegna kafla
um hjónaband Þóru Hallgrímsson, eig-
inkonu Björgólfs, og stofnanda Nasista-
flokks Bandaríkjanna, Georgs Lincolns
Rockwell. Guðmundur Magnússon höf-
undur bókarinnar sættist á þau málalok.
Björgólfur hefur aldrei viljað gangast
undir að hafa tekið ákvörðunina. „Ég
kannast ekki við að ég hafi vísvitandi
verið að misnota peningavald mitt,
ekki eins og ég skil það, alls ekki. Mér
fannst ég yfirleitt vera að reyna að láta
gott af mér leiða og taka réttar ákvarð-
anir. Kannski tókst mér ekki alltaf vel
upp í ákvörðunum og þá verða aðrir
að dæma um það. En ég kannast ekki
við að hafa misnotað neitt,“ er haft eftir
honum í bókinni Hamskiptum. Fleiri
dæmi eru rekin þar sem menning og rit
aðgengileg almenningi eru á forsendum
peninga. Þekktasta dæmið er sjálfsagt
Davíð Oddsson sem ritstjóri Morgun-
blaðsins. Til að sýna hversu furðulegt
það í rauninni er hafa margir spurt
hver viðbrögðin hefðu orðið ef Richard
Nixon hefði orðið ritstjóri Washington
Post eftir Watergate. Annað dæmi
sem gæti lýst þessum veruleika væri
ef Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði
tekið við ritstjórn DV daginn eftir að
hún hrökklaðist úr ráðherraembætti í
kjölfar lekamálsins.
Nýlegri dæmi eru svo útgáfur Al-
menna bókafélagsins á bókum um
Búsáhaldabyltinguna, Icesave og svo
nýlega bókin Andersen-skjölin. Allar
þykja þær birta nokkuð einhliða mynd
af atburðum áranna fyrir og eftir hrun.
Eigendur þess eru Ármann Þorvalds-
son, fyrrverandi forstjóri Kaupþings
Singer & Friedlander í London, Baldur
Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri sem situr nú í fangelsi fyrir
innherjasvik og Kjartan Gunnarsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins og stjórnarmaður úr
Landsbankanum.
Þjóðleikhúsið
og Björgólfur
Skömmu fyrir fall bankanna leigði
fjölskylda Björgólfs Guðmundssonar
sal Þjóðleikhússins til að setja á svið
sýningu um samband þeirra Björgólfs
og Þóru Hallgrímsson, eiginkonu hans.
Í Hamskiptunum er fjallað um þetta og
því lýst sem dæmi um samskipti pen-
inga og menningar. Leikritið líkt og
bókaútgáfa Gamma er dæmi um menn-
ingarafurð sem sköpuð var sérstaklega
fyrir fámennan „exklúsívan“ hóp.
Börn Björgólfs vildu koma foreldrum
sínum á óvart með því að gefa þeim
leikritið. „Þau fengu Eddu Heiðrúnu
Backman leikkonu til að halda utan
um sýninguna og leigðu stóra svið
leikhússins. Edda Heiðrún segir að hún
hafi fengið Þórarin Eldjárn rithöfund til
að „búa til nokkurs konar ljóð um ævi
Björgólfs og Þóru.“
Gamma og menning
Fyrirtækið Gamma styrkir fjöldann
allan af menningarverkefnum. Gamma
er einn helsti styrktaraðili Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands auk þess sem
fyrirtækið rekur gallerý sem opið er
almenningi. Í kynningarefni Böggla-
póststofunnar kemur fram að fyrir-
tækið ætli sér að gefa út fleiri bækur
með viðlíka hætti. Hönnun bókannar-
innar hefur vakið athygli, og sérstaklega
vakin athygli á því í grein Druslubóka
og doðranta sem áður var nefnd, enda
keimlík hinni þekktu kápuhönnun lær-
dómsrita Hins íslenska bókmenntafé-
lags. Hjá bókmenntafélaginu fengust
þær upplýsingar að ekkert samstarf
væri milli Gamma og félagsins og að
heimild fyrir hönnunni hefði ekki verið
veitt. Þó kom fram að þessu hefði lítið
verið velt upp innan félagsins. Hafsteinn
Guðmundsson er hönnuður bókakápa
lærdómsrita.
ÚTTEKT
Atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com
Bragi Ólafsson - Bögglapóststofan
Markpóstur
Skáldverk í markpósti frá Gamma. Útlitið minnir á lærdómsrit Bókmennta-
félagsins.