Reykjavík - 30.05.2015, Blaðsíða 14
14 30. Maí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Farfuglar þjóðveganna:
Samvinna á
90 km vegi
Á leiðinni frá Akureyri um síð-ustu helgi, mætti ég 3 hjólandi vegfarendum. Ég verð alltaf
voðalega meir inni í mér þegar ég
sé þessar hetjur þjóðveganna; þessir
umhverfisvænu ferðamenn sem hafið
ákveðið að eiga góða og langa stund á
ferð um landið.
Svo hef ég heyrt að þeir séu sísvangir,
stoppi í öllum vegasjoppum, fari á öll
söfnin, þurfa ekki innflutt eldsneyti og
hafa það orð á sér að bera gríðarlega
virðingu fyrir umhverfinu. Já, mikið
þykir mér vænt um að sjá þá á þjóð-
vegum landsins.
Við erum alveg að læra hvað Slow
Food þýðir – svo er líka til Slow
Tourism; þeir sem ferðast fyrir eigin
orku og nýta sér almenningssam-
göngur.
Hjólafærni hefur um árabil gefið út
kortið Cycling Iceland. Þar koma fram
ótal upplýsingar sem koma hjólandi
vegfarendum vel, m.a. um undirlag
vega og hversu mikillar umferðar er að
vænta á vegunum yfir sumarmánuðina.
Með kortinu reynum við að beina
þeim sem velja að hjóla um landið,
að fara umferðaléttar leiðir. Það er
ekki auðvelt að komast til og frá Höf-
uðborgarsvæðinu, nema í mikilli og
hraðri umferð. En það er samt hægt.
Bara svolítið flókið; sjá www. cycl-
ingiceland.is
Þjóðvegir landsins eru fyrir alls
konar farartæki og þar sem annars-
staðar í samfélaginu, skulum við fagna
fjölbreytileikanum. Ólíkir ferðamátar
kalla á samvinnu og tillitssemi. Þegar
ég hjóla á þjóðvegunum, er ég þakklát
þeim sem slá af hraðanum og gefa sér
tíma til að fara fram úr þegar umferðin
á móti leyfir.
Sumarið er tíminn – hjólandi á
þjóðvegum eru eins og farfuglarnir.
Fögnum þeim eins og árstíðinni.
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
N O R Ð U R L A N D
Velkomin til Hríseyjar!
Allar nánari upplýsingar á hrisey@hrisey.is
og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.is
Hús Hákarla Jörundar
Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00
Í þessu elsta húsi
Hríseyjar er búið að
koma upp vísi að
sýningu sem tengist
hákarlaveiðum
og sögu eyjarinnar
Þar er einnig hægt
að nálgast upplýs-
ingar um eyjuna
og hvað hún hefur
upp á að bjóða.
Hjónin Kristín Aðalheiður Sím-
onardóttir og Bjarni Gunnarsson
á Vegamótum í útjaðri Dalvíkur
létu hið margfræga bankahrun á Ís-
landi ekki stöðva áform sín um að
ráðast í ferðaþjónustu. Hrunárið
2008 hófu þau að endurbæta gamla
bæinn á Vegamótum fyrir gistingu,
bættu síðan við tveimur smáhýsum
fyrir gistingu við Vegamót árið
2009 og árið 2010 kom þar þriðja
smáhýsið auk þess sem þau keyptu
Gimli, gamla læknishúsið á Dalvík
og innréttuðu upp á nýtt. Síðustu
tvö sumur hafa þau einnig leigt
skíðaskálann í Böggvisstaðafjalli
fyrir gistingu. Samtals bjóða þau
undir merkjum fyrirtækis síns, Dal-
vík Hostel, tæplega 80 fjölbreytileg
gistirými. Og til viðbótar öllu þessu
opnuðu þau Kaffihús Bakkabræðra
á Dalvík síðsumars 2013 og í sama
húsi ætla þau að byggja upp sögu-
setur hinna nafntoguðu Bakka-
bræðra sem kenndir eru við Bakka
í Svarfaðardal og sögur segja að hafi
ekki stigið sérstakleg í vitið! Kristín
Aðalheiður segist njóta þess á hverj-
um degi að þjónusta ferðafólk. Lyk-
ilatriði sé að veita persónulega þjón-
ustu, skynja áhuga ferðamannsins
og vera á tánum alla daga.
Tröllaskagi er kominn á heim-
skort fjallaskíðamanna
„Stígandinn hefur verið jafn hjá
okkur en óhætt að tala um spreng-
ingu nú eftir áramótin í gistingu
og þjónustu við erlenda ferðamenn
sem hingað koma til að stunda
fjallaskíðamennsku. Hér á kaffi-
húsinu hefur verið vitlaust að gera
frá því um miðjan mars, hér hitt-
ast fjallaskíðamenn af svæðinu og er
oft mikil stemning. Þetta er annar
markhópur en nýtir sér þjónustu
þyrlufyrirtækjanna, þetta er fólk
sem er á eigin vegum, gengur með
skíðin upp sínar brekkur. Við eig-
um einstakt land hér á Tröllaskaga
að bjóða þessu fólki og hef einmitt
heyrt af samtölum við mína gesti
að í heimi fjallaskíðafólks út um
heiminn vita allir hvar Tröllaskagi er. Ég held að við eigum mikil tæki-
færi með þetta svæði í framtíðinni
og þarna er einmitt markhópur sem
er að sækjast eftir þessum norðlægu
aðstæðum sem við getum boðið.
Og ekki hvað síst er þetta okkur
dýrmætt hér á svæðinu vegna þess
að þetta er utan hinnar hefðbundnu
sumarannar,“ segir Kristín Aðal-
heiður.
Sagan skiptir máli
Um árabil hefur Kristín Aðalheiður
átt sér þann draum að gera sögu
Bakkabræðra skil í einhvers konar
sögusetri. Kaffihúsið Gísli Eiríkur
Helgi – kaffihús Bakkabræðra, fer
ekki framhjá nokkrum manni sem
keyrir í gegnum Dalvíkina en kaffi-
húsið er áfast félagsheimilinu Ungó
þar sem Leikfélag Dalvíkur hefur
starfað um margra ára skeið. Í kjall-
ara kaffihússins segir Kristín Aðal-
heiður ráðgert að koma fyrir sögu-
setri Bakkabræðra og stíga skref í þá
átt á komandi vetri.
„Ferðamenn sækjast eftir sögum
af svæðinu og saga Bakkabræðra er
tilvalin. Mér finnst miklu skipta
að nýta sögu svæðisins í ferðaþjón-
ustunni, kynna fólki fortíðina og
nútíðina. Þannig verður upplifun
þeirra af svæðinu sterkari og meiri,“
segir hún en á Kaffihúsinu má
m.a. fá rjúkandi vöfflur, fiskisúpu
og einstakt brauð sem bakað er úr
bjórnum Kalda.
Netið og orðsporið selja
Fyrirtæki Kristínar Aðalheiðar og
Bjarna hefur fengið viðurkenn-
ingar og góðar umsagnir hjá heims-
kunnum netþjónustufyrirtækjum
á borð við booking.com, tripadvi-
sor.com og hihostels.com. „Netið
skiptir okkur mjög miklu máli, gott
orðspor skilar sér og sem betur fer
fáum við almennt góða umsögn frá
okkar viðskiptavinum. Að mínu
mati er það líka lykilatriði að eiga
persónuleg samskipti við viðskipta-
vini, kynnast þeim og geta þann-
ig gefið af sér. Þessir viðskiptavinir
segja öðrum frá sinni upplifun.
Það er líka dýrmætt sölunet fyrir
okkur. En við eigum líka fyrir vikið
ógrynni af boðum um heimsóknir
út um allan heim,“ segir Kristín
Aðalheiður og hlær. Og hún er
bjartsýn á framhaldið.
„Það er engin spurning. Við
munum halda áfram að þróa okkur
og þó vel gangi þá þarf maður alltaf
að vera á tánum því að sjálfsögðu
erum við líka að keppa við önnur
svæði heimsins um hylli erlendra
ferðamanna. En við höfum líka lært
hér á Tröllaskaga að samstarf hefur
þegar skilað okkur árangri og ég er
sannfærð um að á þann hátt getum
við náð enn lengra.“
dalvikhostel.com
Kristín Aðalheiður Símon rdóttir og Bjarni Gunnarsson eru með um 80 gistirými yfir sumarið á Dalvík, auk þess að reka
Kaffihús Bakkabræðra.
Ferðamenn eru áhugasamir um
sögurnar af Bakkabræðrunum Gísla,
Eiríki og Helga.
Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni
Gunnarsson hafa á 7 árum byggt upp öfluga
ferðaþjónustu á Dalvík:
Fra tíðin f ll af
tækifæru
N O R Ð U R L A N D
Fiskidagurinn mikli verður að
vanda haldinn hátíðlegur á Dalvík
laugardaginn 8. ágúst en viðburðir
eru raunar á dagskrá í fjóra daga.
Viðburðinn sækja jafnan tugþús-
undir gesta. Að kvöldi Fiskidagsins
mikla verða stórtónleikar á hafnar-
svæðinu á Dalvík sem hefjast kl.
21:30 og lýkur þeim með mikilli
flugeldasýningu sem lýsa mun upp
norðanverðan Eyjafjörð!
Af öðrum viðburðum í
Dalvíkurbyggð í sumar má nefna
gönguviku sem hefst 27. júní með
lengstu göngu vikunnar þegar
farið verður af Tungnahrygg, yfir
Tungnahryggsjökul og niður í
Skíðadal. Næstu daga fylgja síðan
göngur á fjöll og skörð í Svarfaðar-
dal og við Dalvík. Gönguvikunni
lýkur 5. júlí.
dalvikurbyggd.is/gonguvika
fiskidagurinnmikli.is
Stórtónleikar á hafnarsvæðinu á Dalvík að kvöldi Fiskidagsins mikla.
Dalvík:
Fiskidagur, stórtón-
leikar og gönguvika
30 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2015
Urtasmiðjan
lífrænt hráefni, villtar ísl. jurtir,
engin aukaefni.
Vöðva-gigtarolía kröftug nuddolía
fyrir harða og spennta vöðva, auma
og stirða liði og sinadrátt. Slakar,
liðkar og dregur úr verkjum.
Græðismyrsl hefur sannað sig i 20
ár sem alhliða græðiáburður. Reynist
undravel á sár, legusár, ör, bruna og
gyllinæð. Róar sviða í brunasárum.
Græðiolía fyrir þurrk og kláða í húð.
Hreinsandi á flösu og skánir í hár-
sverði. Góð á sólbruna.
Fótasalvi mýkir harða og sprungna
hæla. Inniheldur sveppadrepandi
teatree olíu, virkar hreinsandi á milli
tánna. Dregur úr þreytuverk í fótum.
Helstu sölustaðir: Höfuðborgarsvæðið:
Heilsuhúsin, Epal Hörpu, Fjarðarkaup,
Akureyri: Akureyrarapótek, Heilsuhúsið,Víkingur,
Ísafjörður: Verbúðin, Selfoss: Heilsuhúsið.
Hjá framleiðanda www.urtasmidjan.is sími 462 4769
Fyri tæki
húsFélög
Við rum tilboð í reglubundna ræstingu
ykkur að kostnaðarlausu.sí 89 89 566
www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is
Fy irtæki
húsF lög
Við geru tilboð í regl bundna ræstingu
ykkur að kostnaðarlausu.sí i 89 89 566
w.þ if.is / www.thrif.net / netfang: th if@centrum.is
Fyrir æki
húsFélög
Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu
ykkur að kostnað rlausu.sími 89 89 566
www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is
Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir
íbúðir sem eru í útleigu fyrir túrista.
Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á
íslandi
Tugi vi urkenninga
Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur-borgar voru í Hlíðaskóla
í vikunni. Verðlaunin hljóta grunn-
skólanemendur sem þykja hafa skarað
fram úr í námi, félagsfærni, virkni í
félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra
frammistöðu á tilteknu sviði skóla-
starfsins. Verðlaunin eru í formi
viðurkenningarskjals og bókar. 34
nemendur úr 4. - 10. bekk tóku við
verðlaunu að þessu sinni fyrir að vera
góðar fyrirmyndir á mörgum sviðum.
Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu
2003, en hver grunnskóli borgarinnar
tilefnir nemanda.
Allir velkomnir í Grasagarðinn
Hinn árlegi Morgunn í matjurtagarði Grasagarðsins verður haldinn í dag, laugar-
dag, milli klukkan 11 og 13.
Fram kemur í fréttatilkynningu að
g stu og gangandi gefist tækifæri
til að spyrja og spjalla við garðyrkju-
fræðinga Grasagarðsins og félaga og
starfsfólk Garðyrkjufélags Íslands um
allt sem viðkemur ræktun krydd- og
matjurta; meðal annars sáningu, út-
plöntun, umhirðu og uppskeru. Þá
segir að heitt piparmyntute verði á
könnunni hjá Café Flóru.
Dorin Bofan frá Rúmeníu hjólaði 2000 km á 6 vikum um ísland á síðasta sumri
og myndaði. Mynd - www.dorinbofan.com